Bandarískum herskipum siglt nærri Taívan Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2018 18:13 Bandaríkin hafa verið að auka umsvif flotans í Kyrrahafi. USS Ronald Reagan, skipið á myndinni, var ekki eitt þeirra sem siglt var um Taívan-sund. AP/Bullit Marquez Tveimur bandarískum herskipum var í dag siglt um Taívan-sund. Slíkar siglingar mæta verulegum mótmælum í Kína og er þó nokkur spenna á milli ríkjanna. Þá hefur spennan á milli Kína og Taívan sömuleiðis aukist að undanförnu Þetta var í annað sinn sem Bandaríkin senda herskip um svæðið. Í yfirlýsingu til Reuters sagði talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna að siglingum sem þessum væri ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Ferðum þessum hefur þó fjölgað að undanförnu „Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Nate Christensen. Bandaríkin eiga ekki í opinberum samskiptum við Taívan en ríkin eru þó með varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan nánast öll þeirra vopn. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Yfirvöld Kína hafa sett aukinn þrýsting á Taívan að undanförnu eftir að stjórnmálaflokkur sem styður sjálfstæðisyfirlýsingu tók við völdum þar árið 2016. Varnarmálaráðherra Kína, Wei Fenghe, sagði Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að Kínverjar hefðu áhyggjur af auknum samskiptum Bandaríkjanna og Taívan. Mattis sagði stefnu Bandaríkjanna gagnvart Taívan vera óbreytta.Sjá einnig: Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltansÞað eru þó nokkur atriði sem hafa leitt til aukinnar spennu á milli Kína og Bandaríkjanna að undanförnu. Þar á meðal má nefna málefni Taívan, viðskiptadeilur ríkjanna, refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Kína vegna viðskipta þeirra við rússneskt fyrirtæki sem búið var að beita refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 og hernaðaruppbygging Kína í Suður-Kínahafi. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp heilu eyjarnar, flotastöðvar og flugvelli og komið þar fyrir eldflaugum sem ætlað er að granda bæði flugvélum og skipum. Suður-Kínahaf Taívan Tengdar fréttir Varnarmálaráðherra Trump vill bæta samskipti við Víetnam James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Víetnam og er það í annað sinn sem hann ferðast til ríkisins á árinu. 14. október 2018 22:25 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33 Fyrrverandi forseti Interpol sakaður um spillingu og „aðra glæpi“ Hann er því kominn í hóp margra framámanna í kínversku þjóðlífi sem horfið hafa sporlaust síðustu mánuði en í þeim hópi eru stjórnmálamenn, milljarðamæringar og kvikmyndastjörnur. 8. október 2018 07:37 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Tveimur bandarískum herskipum var í dag siglt um Taívan-sund. Slíkar siglingar mæta verulegum mótmælum í Kína og er þó nokkur spenna á milli ríkjanna. Þá hefur spennan á milli Kína og Taívan sömuleiðis aukist að undanförnu Þetta var í annað sinn sem Bandaríkin senda herskip um svæðið. Í yfirlýsingu til Reuters sagði talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna að siglingum sem þessum væri ætlað að tryggja frjálsar ferðir um heimshöfin. Ferðum þessum hefur þó fjölgað að undanförnu „Floti Bandaríkjanna mun áfram fljúga, sigla og starfa alls staðar þar sem alþjóðalög leyfa,“ sagði Nate Christensen. Bandaríkin eiga ekki í opinberum samskiptum við Taívan en ríkin eru þó með varnarsáttmála og Bandaríkin útvega Taívan nánast öll þeirra vopn. Kínverjar hafa gert tilkall til Taívans allt frá árinu 1949 þegar leiðtogar lýðveldissinna í Kína flúðu þangað undan kommúnistum og stofnuðu þar ríki, sem þeir kölluðu, og kalla raunar enn, Lýðveldið Kína. Afar grunnt hefur verið á því góða á milli ríkjanna allar götur síðan. Árið 1972 tóku Bandaríkin upp stefnu sem nefnist „Eitt Kína“. Það var gert eftir fund Richard Nixon og Mao. Sendiráði Bandaríkjanna í Taívan var lokað árið 1979. Bandaríkin hafa þó alla tíð síðan átt í nánum óopinberum samskiptum við yfirvöld í Taipei. Yfirvöld Kína hafa sett aukinn þrýsting á Taívan að undanförnu eftir að stjórnmálaflokkur sem styður sjálfstæðisyfirlýsingu tók við völdum þar árið 2016. Varnarmálaráðherra Kína, Wei Fenghe, sagði Jim Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að Kínverjar hefðu áhyggjur af auknum samskiptum Bandaríkjanna og Taívan. Mattis sagði stefnu Bandaríkjanna gagnvart Taívan vera óbreytta.Sjá einnig: Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltansÞað eru þó nokkur atriði sem hafa leitt til aukinnar spennu á milli Kína og Bandaríkjanna að undanförnu. Þar á meðal má nefna málefni Taívan, viðskiptadeilur ríkjanna, refsiaðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Kína vegna viðskipta þeirra við rússneskt fyrirtæki sem búið var að beita refsiaðgerðum vegna afskipta Rússa af forsetakosningunum 2016 og hernaðaruppbygging Kína í Suður-Kínahafi. Kína hefur gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hefur byggt þar upp heilu eyjarnar, flotastöðvar og flugvelli og komið þar fyrir eldflaugum sem ætlað er að granda bæði flugvélum og skipum.
Suður-Kínahaf Taívan Tengdar fréttir Varnarmálaráðherra Trump vill bæta samskipti við Víetnam James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Víetnam og er það í annað sinn sem hann ferðast til ríkisins á árinu. 14. október 2018 22:25 Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49 Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33 Fyrrverandi forseti Interpol sakaður um spillingu og „aðra glæpi“ Hann er því kominn í hóp margra framámanna í kínversku þjóðlífi sem horfið hafa sporlaust síðustu mánuði en í þeim hópi eru stjórnmálamenn, milljarðamæringar og kvikmyndastjörnur. 8. október 2018 07:37 Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Varnarmálaráðherra Trump vill bæta samskipti við Víetnam James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Víetnam og er það í annað sinn sem hann ferðast til ríkisins á árinu. 14. október 2018 22:25
Starfsmannastjóri Trump í handalögmálum í Kína vegna kjarnorkufótboltans Útlit er fyrir nýtt kalt stríð á milli Bandaríkjanna og Kína. 13. október 2018 21:49
Ekki fangabúðir, heldur „þjálfunarbúðir“ Ríkisstjóri Xinjiang i Kína segir meðlimum minnihlutahóps sé ekki haldið í massavís í fanga- og endurmenntunarbúðum í vesturhluta landsins. Þess í stað séu yfirvöld Kína að bjarga fólki frá öfgum, að kenna þeim að tala kínversku og að sættast við nútíma vísindi. 16. október 2018 12:33
Fyrrverandi forseti Interpol sakaður um spillingu og „aðra glæpi“ Hann er því kominn í hóp margra framámanna í kínversku þjóðlífi sem horfið hafa sporlaust síðustu mánuði en í þeim hópi eru stjórnmálamenn, milljarðamæringar og kvikmyndastjörnur. 8. október 2018 07:37
Ákæra kínverskan njósnara Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum. 11. október 2018 10:24