Hetja í Þelamörk látin Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2018 15:21 Þýskur hermaður í Osló í síðari heimsstyrjöldinni. Nasistar hernámu Noreg árið 1940 og héldu til stríðsloka árið 1945. Vísir/Getty Joachim Rønneberg, norskur fyrrum andspyrnumaður sem tók þátt í að spilla fyrir áætlunum nasista um þróun kjarnavopna í síðari heimsstyrjöldinni, er látinn, 99 ára að aldri. Forsætisráðherra Noregs lýsir Rønneberg sem einni mestu hetju þjóðarinnar. Rønneberg tók þátt í háleynilegri aðgerð norsku andspyrnuhreyfingarinnar í verksmiðju nasista í Þelamörk í sunnanverðum Noregi árið 1943. Nasistar þurftu mikið magn af svonefndu þungvatni fyrir kjarnorkutilraunir sínar en það var þá aðeins framleitt í verksmiðju Norsk Hydro í Rjukan. Ásamt fjórum öðrum andspyrnumönnum kastaði Rønneberg með fallhlíf úr flugvél yfir heiði og skíðaði svo að verksmiðjunni þar sem þeir komu fyrir sprengjum. Flúðu mennirnir svo á skíðum yfir 300 kílómetra til Svíþjóðar, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hvarflaði oft að okkur að þetta væri ferð sem væri aðeins aðra leiðina,“ sagði Rønneberg um aðgerðina. Hollywood-kvikmynd var gerð um hetjudáð Rønneberg og félaga árið 1965. Titill myndarinnar var „Hetjurnar í Þelamörk“ og skartaði hún bandaríska leikaranum Kirk Douglas í aðalhlutverki. „Hann er ein okkar mestu hetja. Rønneberg er líklega síðasti af þekktustu andspyrnumönnunum sem fellur frá,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, um fráfall Rønneberg. Engu að síður vildi Rønneberg sem minnst tjá sig um hetjudáðir sínar í stríðinu lengi framan af. Síðar helgaði hann sig útvarpsstörfum og hóf að vara ungt fólk við stríði. „Þeir sem alast upp í dag þurfa að skilja að við verðum alltaf að vera tilbúin að berjast fyrir friði og frelsi,“ sagði hann. Andlát Norðurlönd Noregur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Joachim Rønneberg, norskur fyrrum andspyrnumaður sem tók þátt í að spilla fyrir áætlunum nasista um þróun kjarnavopna í síðari heimsstyrjöldinni, er látinn, 99 ára að aldri. Forsætisráðherra Noregs lýsir Rønneberg sem einni mestu hetju þjóðarinnar. Rønneberg tók þátt í háleynilegri aðgerð norsku andspyrnuhreyfingarinnar í verksmiðju nasista í Þelamörk í sunnanverðum Noregi árið 1943. Nasistar þurftu mikið magn af svonefndu þungvatni fyrir kjarnorkutilraunir sínar en það var þá aðeins framleitt í verksmiðju Norsk Hydro í Rjukan. Ásamt fjórum öðrum andspyrnumönnum kastaði Rønneberg með fallhlíf úr flugvél yfir heiði og skíðaði svo að verksmiðjunni þar sem þeir komu fyrir sprengjum. Flúðu mennirnir svo á skíðum yfir 300 kílómetra til Svíþjóðar, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Það hvarflaði oft að okkur að þetta væri ferð sem væri aðeins aðra leiðina,“ sagði Rønneberg um aðgerðina. Hollywood-kvikmynd var gerð um hetjudáð Rønneberg og félaga árið 1965. Titill myndarinnar var „Hetjurnar í Þelamörk“ og skartaði hún bandaríska leikaranum Kirk Douglas í aðalhlutverki. „Hann er ein okkar mestu hetja. Rønneberg er líklega síðasti af þekktustu andspyrnumönnunum sem fellur frá,“ sagði Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, um fráfall Rønneberg. Engu að síður vildi Rønneberg sem minnst tjá sig um hetjudáðir sínar í stríðinu lengi framan af. Síðar helgaði hann sig útvarpsstörfum og hóf að vara ungt fólk við stríði. „Þeir sem alast upp í dag þurfa að skilja að við verðum alltaf að vera tilbúin að berjast fyrir friði og frelsi,“ sagði hann.
Andlát Norðurlönd Noregur Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira