Á móti frumvarpi sem bannar samninga í hagnaðarskyni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 09:00 Tannlæknafélag Íslands segir frumvarpið þýða að tannlæknar snúi síður heim eftir sérnám. NORDICPHOTOS/GETTY Sjúkraþjálfarafélag Íslands (SÞÍ), Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafa áhyggjur af frumvarpi sem meinar Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir ákveðins misskilnings gæta í umsögnum umræddra aðila. Frumvarpið var lagt fram í síðasta mánuði en markmið þess er að taka af öll tvímæli um að ekki skuli gera samninga við veitendur heilbrigðisþjónustu sem rekin er í hagnaðarskyni. Þá verði slíkum aðilum gert óheimilt að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat við samningsgerð. Í umsögn TFÍ um frumvarpið kemur meðal annars fram að félagið telji frumvarpið kollvarpa núverandi kerfi. Breytingin muni hafa það í för með sér að tannlæknar muni síður snúa aftur heim að sérnámi loknu þar sem kjör hér verði ekki samkeppnishæf við önnur lönd. Einnig er spurt í umsögninni hví frumvarpið beinist aðeins að heilbrigðisþjónustufyrirtækjum en ekki þeim sem óbeint hafa hag af henni. Í umsögn SFÍ er vikið að því að ef ætlunin sé að sjálfstætt starfandi starfsmenn greiði sér hærri laun í staðinn skekki það stöðu þeirra samanborið við aðrar greinar. Tekjuskatt og tryggingagjald greiðist af launum en fjármagnstekjuskattur greiðist af arðgreiðslum. „Auðvitað er ég ekkert hissa á því að áhyggjur hafi komið upp vegna slíkrar breytingar en markmiðið var að skerpa á því heimildarákvæði sem nú þegar er í lögunum og hefur verið beitt,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson. Hann er fyrsti flutningsmaður málsins en að auki stendur þingflokkur VG að því. Ólafur segir að ákveðins misskilnings gæti í nokkrum umsögnum um að ekki verði hægt að reikna almenna rekstrarþætti, á borð við nýfjárfestingar, inn í sinn kostnað við gerð samninga. Aðeins sé verið að fara fram á að fjármunir frá ríkinu séu ekki að fara í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna. „Það er engin eftirspurn eftir því að ríkið sé að standa undir arðgreiðslum í heilbrigðisgeiranum. Frekar er kallað eftir því að þeir takmörkuðu fjármunir renni í það að bæta þjónustuna. Verði hagnaður í rekstrinum þá gangi hann aftur inn í fyrirtækin til að bæta þjónustu eða hækka laun þeirra sem þar starfa,“ segir Ólafur. Í greinargerð með frumvarpinu er vikið að því ójafnvægi sem oft ríkir milli notanda og seljanda heilbrigðisþjónustu. Í umsögn SFV er vikið að því að seljendurnir sjálfir upplifi oft að á þá halli. Ríkið sé nánast eini kaupandi heilbrigðisþjónustu hérlendis og ákvarðar framlög til hennar nær einhliða. Þá ákveður ríkið hvað það vill fá út úr henni en það sé oft ekki í samhengi við upphæðina sem fæst fyrir það. „Það er alveg rétt að hér er bara einn kaupandi. Víða annars staðar eru tryggingarfélög einnig þátttakendur í því en ég held að það sé tæplega fyrirkomulag sem við viljum,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Sjúkraþjálfarafélag Íslands (SÞÍ), Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafa áhyggjur af frumvarpi sem meinar Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir ákveðins misskilnings gæta í umsögnum umræddra aðila. Frumvarpið var lagt fram í síðasta mánuði en markmið þess er að taka af öll tvímæli um að ekki skuli gera samninga við veitendur heilbrigðisþjónustu sem rekin er í hagnaðarskyni. Þá verði slíkum aðilum gert óheimilt að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat við samningsgerð. Í umsögn TFÍ um frumvarpið kemur meðal annars fram að félagið telji frumvarpið kollvarpa núverandi kerfi. Breytingin muni hafa það í för með sér að tannlæknar muni síður snúa aftur heim að sérnámi loknu þar sem kjör hér verði ekki samkeppnishæf við önnur lönd. Einnig er spurt í umsögninni hví frumvarpið beinist aðeins að heilbrigðisþjónustufyrirtækjum en ekki þeim sem óbeint hafa hag af henni. Í umsögn SFÍ er vikið að því að ef ætlunin sé að sjálfstætt starfandi starfsmenn greiði sér hærri laun í staðinn skekki það stöðu þeirra samanborið við aðrar greinar. Tekjuskatt og tryggingagjald greiðist af launum en fjármagnstekjuskattur greiðist af arðgreiðslum. „Auðvitað er ég ekkert hissa á því að áhyggjur hafi komið upp vegna slíkrar breytingar en markmiðið var að skerpa á því heimildarákvæði sem nú þegar er í lögunum og hefur verið beitt,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson. Hann er fyrsti flutningsmaður málsins en að auki stendur þingflokkur VG að því. Ólafur segir að ákveðins misskilnings gæti í nokkrum umsögnum um að ekki verði hægt að reikna almenna rekstrarþætti, á borð við nýfjárfestingar, inn í sinn kostnað við gerð samninga. Aðeins sé verið að fara fram á að fjármunir frá ríkinu séu ekki að fara í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna. „Það er engin eftirspurn eftir því að ríkið sé að standa undir arðgreiðslum í heilbrigðisgeiranum. Frekar er kallað eftir því að þeir takmörkuðu fjármunir renni í það að bæta þjónustuna. Verði hagnaður í rekstrinum þá gangi hann aftur inn í fyrirtækin til að bæta þjónustu eða hækka laun þeirra sem þar starfa,“ segir Ólafur. Í greinargerð með frumvarpinu er vikið að því ójafnvægi sem oft ríkir milli notanda og seljanda heilbrigðisþjónustu. Í umsögn SFV er vikið að því að seljendurnir sjálfir upplifi oft að á þá halli. Ríkið sé nánast eini kaupandi heilbrigðisþjónustu hérlendis og ákvarðar framlög til hennar nær einhliða. Þá ákveður ríkið hvað það vill fá út úr henni en það sé oft ekki í samhengi við upphæðina sem fæst fyrir það. „Það er alveg rétt að hér er bara einn kaupandi. Víða annars staðar eru tryggingarfélög einnig þátttakendur í því en ég held að það sé tæplega fyrirkomulag sem við viljum,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira