Á móti frumvarpi sem bannar samninga í hagnaðarskyni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. október 2018 09:00 Tannlæknafélag Íslands segir frumvarpið þýða að tannlæknar snúi síður heim eftir sérnám. NORDICPHOTOS/GETTY Sjúkraþjálfarafélag Íslands (SÞÍ), Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafa áhyggjur af frumvarpi sem meinar Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir ákveðins misskilnings gæta í umsögnum umræddra aðila. Frumvarpið var lagt fram í síðasta mánuði en markmið þess er að taka af öll tvímæli um að ekki skuli gera samninga við veitendur heilbrigðisþjónustu sem rekin er í hagnaðarskyni. Þá verði slíkum aðilum gert óheimilt að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat við samningsgerð. Í umsögn TFÍ um frumvarpið kemur meðal annars fram að félagið telji frumvarpið kollvarpa núverandi kerfi. Breytingin muni hafa það í för með sér að tannlæknar muni síður snúa aftur heim að sérnámi loknu þar sem kjör hér verði ekki samkeppnishæf við önnur lönd. Einnig er spurt í umsögninni hví frumvarpið beinist aðeins að heilbrigðisþjónustufyrirtækjum en ekki þeim sem óbeint hafa hag af henni. Í umsögn SFÍ er vikið að því að ef ætlunin sé að sjálfstætt starfandi starfsmenn greiði sér hærri laun í staðinn skekki það stöðu þeirra samanborið við aðrar greinar. Tekjuskatt og tryggingagjald greiðist af launum en fjármagnstekjuskattur greiðist af arðgreiðslum. „Auðvitað er ég ekkert hissa á því að áhyggjur hafi komið upp vegna slíkrar breytingar en markmiðið var að skerpa á því heimildarákvæði sem nú þegar er í lögunum og hefur verið beitt,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson. Hann er fyrsti flutningsmaður málsins en að auki stendur þingflokkur VG að því. Ólafur segir að ákveðins misskilnings gæti í nokkrum umsögnum um að ekki verði hægt að reikna almenna rekstrarþætti, á borð við nýfjárfestingar, inn í sinn kostnað við gerð samninga. Aðeins sé verið að fara fram á að fjármunir frá ríkinu séu ekki að fara í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna. „Það er engin eftirspurn eftir því að ríkið sé að standa undir arðgreiðslum í heilbrigðisgeiranum. Frekar er kallað eftir því að þeir takmörkuðu fjármunir renni í það að bæta þjónustuna. Verði hagnaður í rekstrinum þá gangi hann aftur inn í fyrirtækin til að bæta þjónustu eða hækka laun þeirra sem þar starfa,“ segir Ólafur. Í greinargerð með frumvarpinu er vikið að því ójafnvægi sem oft ríkir milli notanda og seljanda heilbrigðisþjónustu. Í umsögn SFV er vikið að því að seljendurnir sjálfir upplifi oft að á þá halli. Ríkið sé nánast eini kaupandi heilbrigðisþjónustu hérlendis og ákvarðar framlög til hennar nær einhliða. Þá ákveður ríkið hvað það vill fá út úr henni en það sé oft ekki í samhengi við upphæðina sem fæst fyrir það. „Það er alveg rétt að hér er bara einn kaupandi. Víða annars staðar eru tryggingarfélög einnig þátttakendur í því en ég held að það sé tæplega fyrirkomulag sem við viljum,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Sjúkraþjálfarafélag Íslands (SÞÍ), Tannlæknafélag Íslands (TFÍ) og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) hafa áhyggjur af frumvarpi sem meinar Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) að semja við fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem rekin eru í hagnaðarskyni. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir ákveðins misskilnings gæta í umsögnum umræddra aðila. Frumvarpið var lagt fram í síðasta mánuði en markmið þess er að taka af öll tvímæli um að ekki skuli gera samninga við veitendur heilbrigðisþjónustu sem rekin er í hagnaðarskyni. Þá verði slíkum aðilum gert óheimilt að reikna arð og arðgreiðslur inn í kostnaðarmat við samningsgerð. Í umsögn TFÍ um frumvarpið kemur meðal annars fram að félagið telji frumvarpið kollvarpa núverandi kerfi. Breytingin muni hafa það í för með sér að tannlæknar muni síður snúa aftur heim að sérnámi loknu þar sem kjör hér verði ekki samkeppnishæf við önnur lönd. Einnig er spurt í umsögninni hví frumvarpið beinist aðeins að heilbrigðisþjónustufyrirtækjum en ekki þeim sem óbeint hafa hag af henni. Í umsögn SFÍ er vikið að því að ef ætlunin sé að sjálfstætt starfandi starfsmenn greiði sér hærri laun í staðinn skekki það stöðu þeirra samanborið við aðrar greinar. Tekjuskatt og tryggingagjald greiðist af launum en fjármagnstekjuskattur greiðist af arðgreiðslum. „Auðvitað er ég ekkert hissa á því að áhyggjur hafi komið upp vegna slíkrar breytingar en markmiðið var að skerpa á því heimildarákvæði sem nú þegar er í lögunum og hefur verið beitt,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson. Hann er fyrsti flutningsmaður málsins en að auki stendur þingflokkur VG að því. Ólafur segir að ákveðins misskilnings gæti í nokkrum umsögnum um að ekki verði hægt að reikna almenna rekstrarþætti, á borð við nýfjárfestingar, inn í sinn kostnað við gerð samninga. Aðeins sé verið að fara fram á að fjármunir frá ríkinu séu ekki að fara í arðgreiðslur til eigenda fyrirtækjanna. „Það er engin eftirspurn eftir því að ríkið sé að standa undir arðgreiðslum í heilbrigðisgeiranum. Frekar er kallað eftir því að þeir takmörkuðu fjármunir renni í það að bæta þjónustuna. Verði hagnaður í rekstrinum þá gangi hann aftur inn í fyrirtækin til að bæta þjónustu eða hækka laun þeirra sem þar starfa,“ segir Ólafur. Í greinargerð með frumvarpinu er vikið að því ójafnvægi sem oft ríkir milli notanda og seljanda heilbrigðisþjónustu. Í umsögn SFV er vikið að því að seljendurnir sjálfir upplifi oft að á þá halli. Ríkið sé nánast eini kaupandi heilbrigðisþjónustu hérlendis og ákvarðar framlög til hennar nær einhliða. Þá ákveður ríkið hvað það vill fá út úr henni en það sé oft ekki í samhengi við upphæðina sem fæst fyrir það. „Það er alveg rétt að hér er bara einn kaupandi. Víða annars staðar eru tryggingarfélög einnig þátttakendur í því en ég held að það sé tæplega fyrirkomulag sem við viljum,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira