Óhrædd við að fara gegn flokkslínum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 21. október 2018 20:00 Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Alaska fyrir Repúblikanaflokkinn, segir að milliríkjadeilur Bandaríkjanna og Rússlands ættu ekki standa í vegi fyrir samtali ríkjanna í málefnum norðurslóða, þótt það geti reynst erfitt. Hún er óhrædd við að greiða atkvæði þvert á flokkslínur í umdeildum málum. Murkowski hefur vakið athygli nokkrum sinnum að undanförnu fyrir að greiða atkvæði þvert á flokkslínur, til dæmis þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hugðist afnema Obamacare og nú síðast þegar hún greiddi atkvæði gegn skipun Brett Kavanaugh sem hæstaréttardómara. „Á sumum sviðum hef ég ekki samsamað mig stefnu stjórnmálaflokksins. Það má að hluta til skýra með aðstæðum í mínu ríki, þ.e. að Alaskabúar eru kraftmiklir og sjálfstæðir að eðlisfari og ég reyni að endurspegla viðhorf Alaskabúa,“ segir Murkowski í samtali við fréttastofu. Hún er stödd hér á landi í tengslum við Arctic Circle, hringborð norðurslóða, en segja má að hún sé fastagestur á ráðstefnunni. Hún hefur átt fundi bæði með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands um helgina. Hún segir þær áskoranir sem Íslendingar og Alaskabúar standa frami fyrir vegna loftslagsbreytinga að mörgu leyti vera svipaðar. Þegar hafi samræður á vettvangi Arctic Circle skilað sér í raunverulegum verkefnum til að bregðast við loftslagsmálum. Orðstír Bandaríkjanna skipti máli Viðhorf flokksbróður hennar í Hvíta húsinu, Donalds Trump, til loftslagsmála hefur sætt gagnrýni en hann dró Bandaríkinn til að mynda út úr Parísarsamkomulaginu. Það eru ekki einu aðgerðir forsetans sem sætt hafa gagnrýni. Spurð hvort hún sem repúblikani hafi áhyggjur af orðspori Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, svarar Murkowski því hvorki játandi né neitandi. „Bandaríkjamenn vilja tryggja traustan og góðan orðstír lands okkar út á við og að við njótum virðingar. Það er mér afar mikilvægt, ekki aðeins sem öldungadeildarþingmaður frá Alaska heldur sem Bandaríkjamaður,“ segir Murkowski. Það er ekkert launungamál að samband Rússlands og Bandaríkjanna hefur verið stirt í gegnum tíðina en síðast í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti að hann vilji rifta afvopnunarsamningi sem gerður var við Rússa í kalda stríðinu. Af landfræðilegum ástæðum segir Murkowski tilefni vera til að láta milliríkjadeilur ekki standa í vegi fyrir samtali Rússa og Bandaríkjamanna í málefnum norðurslóða. Opin fyrir samtali við Rússa vegna norðurslóða „Við vitum að pólitískur ágreiningur ríkir, við vitum að ýmis vandamál stuðla að því að færa okkur frá hvort öðru. En ég er mjög meðvituð um að ríkið mitt, þar sem styst er á milli, er aðeins um 90 kílómetrum frá Rússlandi,“ segir Murkowski. Í ljósi þessa segir hún það vera þess virði að láta á það reyna að eiga uppbyggilegt samtal við Rússa en á sama tíma hafi hún áhyggjur af öryggissjónarmiðum. „Stundum er það ekki auðvelt og ég er ekki að gefa í skyn að dyrnar séu opnar upp á gátt eða að þær ættu að vera það en ég held að þegar við erum á vettvangi sem þessum að þá séu tækifæri til að eiga samræður og byggja ofan á þær.“ Aðspurð segist hún ekki hafa haft tækifæri til að funda með sendinefnd Rússa á ráðstefnunni. Sem fulltrúi í þingmannanefnd um málefni norðurslóða hafi hún vettvang til að ræða við fulltrúa Rússlands. Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Norðurslóðir Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Tóku mynd af sér fyrir framan þyrluna fyrir flugslysið Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Alaska fyrir Repúblikanaflokkinn, segir að milliríkjadeilur Bandaríkjanna og Rússlands ættu ekki standa í vegi fyrir samtali ríkjanna í málefnum norðurslóða, þótt það geti reynst erfitt. Hún er óhrædd við að greiða atkvæði þvert á flokkslínur í umdeildum málum. Murkowski hefur vakið athygli nokkrum sinnum að undanförnu fyrir að greiða atkvæði þvert á flokkslínur, til dæmis þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti hugðist afnema Obamacare og nú síðast þegar hún greiddi atkvæði gegn skipun Brett Kavanaugh sem hæstaréttardómara. „Á sumum sviðum hef ég ekki samsamað mig stefnu stjórnmálaflokksins. Það má að hluta til skýra með aðstæðum í mínu ríki, þ.e. að Alaskabúar eru kraftmiklir og sjálfstæðir að eðlisfari og ég reyni að endurspegla viðhorf Alaskabúa,“ segir Murkowski í samtali við fréttastofu. Hún er stödd hér á landi í tengslum við Arctic Circle, hringborð norðurslóða, en segja má að hún sé fastagestur á ráðstefnunni. Hún hefur átt fundi bæði með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands um helgina. Hún segir þær áskoranir sem Íslendingar og Alaskabúar standa frami fyrir vegna loftslagsbreytinga að mörgu leyti vera svipaðar. Þegar hafi samræður á vettvangi Arctic Circle skilað sér í raunverulegum verkefnum til að bregðast við loftslagsmálum. Orðstír Bandaríkjanna skipti máli Viðhorf flokksbróður hennar í Hvíta húsinu, Donalds Trump, til loftslagsmála hefur sætt gagnrýni en hann dró Bandaríkinn til að mynda út úr Parísarsamkomulaginu. Það eru ekki einu aðgerðir forsetans sem sætt hafa gagnrýni. Spurð hvort hún sem repúblikani hafi áhyggjur af orðspori Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi, svarar Murkowski því hvorki játandi né neitandi. „Bandaríkjamenn vilja tryggja traustan og góðan orðstír lands okkar út á við og að við njótum virðingar. Það er mér afar mikilvægt, ekki aðeins sem öldungadeildarþingmaður frá Alaska heldur sem Bandaríkjamaður,“ segir Murkowski. Það er ekkert launungamál að samband Rússlands og Bandaríkjanna hefur verið stirt í gegnum tíðina en síðast í gær tilkynnti Bandaríkjaforseti að hann vilji rifta afvopnunarsamningi sem gerður var við Rússa í kalda stríðinu. Af landfræðilegum ástæðum segir Murkowski tilefni vera til að láta milliríkjadeilur ekki standa í vegi fyrir samtali Rússa og Bandaríkjamanna í málefnum norðurslóða. Opin fyrir samtali við Rússa vegna norðurslóða „Við vitum að pólitískur ágreiningur ríkir, við vitum að ýmis vandamál stuðla að því að færa okkur frá hvort öðru. En ég er mjög meðvituð um að ríkið mitt, þar sem styst er á milli, er aðeins um 90 kílómetrum frá Rússlandi,“ segir Murkowski. Í ljósi þessa segir hún það vera þess virði að láta á það reyna að eiga uppbyggilegt samtal við Rússa en á sama tíma hafi hún áhyggjur af öryggissjónarmiðum. „Stundum er það ekki auðvelt og ég er ekki að gefa í skyn að dyrnar séu opnar upp á gátt eða að þær ættu að vera það en ég held að þegar við erum á vettvangi sem þessum að þá séu tækifæri til að eiga samræður og byggja ofan á þær.“ Aðspurð segist hún ekki hafa haft tækifæri til að funda með sendinefnd Rússa á ráðstefnunni. Sem fulltrúi í þingmannanefnd um málefni norðurslóða hafi hún vettvang til að ræða við fulltrúa Rússlands.
Hringborð norðurslóða Bandaríkin Rússland Norðurslóðir Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Tóku mynd af sér fyrir framan þyrluna fyrir flugslysið Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira