Ekki Bjössi á mjólkurbílnum heldur Guðrún á mjólkurbílnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. október 2018 19:45 Fyrsta konan hefur tekið til starfa sem mjólkurbílstjóri en hennar hlutverk er að aka um á stórum mjólkurbíl og sækja mjólk til bænda. „Frábært starf“ segir konan sem er þriðju ættliðurinn til gerast mjólkurbílstjóri. Það eru margir mjólkurbílar sem Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi, nú MS rekur, enda þarf að fara um allar sveitir og sækja mjólk í mjólkurhúsin hjá kúabændum. Guðrún Sigurðardóttir, sem er 27 ára er fyrsta fastráðna konan sem hefur verið ráðin sem mjólkurbílstjóri. Hún er ánægð og segir starfiði frábært. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Ég fór alltaf með pabba þegar ég var yngri að sækja mjólk en þá var ég meira að hugsa út í hundana og dýrin í staðin fyrir dælibúnaðinn. Mér finnst gaman að keyra í sveitina, ég elska að vera í sveitinni, það er ekkert verra að vera á mjólkurbíl í sveitinni“, segir Guðrún. Guðrún er ekki sú eina í fjölskyldunni sinni sem keyrir nú mjólkurbíl. „Nei, pabbi og afi, þeir eru báðir mjólkurbílstjórar. Ég gæti ekki séð systur mínar fyrir mér í þessu starfi, hvað þá mömmu því hún er svo bílhrædd að hún gæti aldrei verið í þessu“, bætir Guðrún við. Guðrún segir að karlarnir sem keyri mjólkurbíla hjá MS taki sér mjög vel og séu ekki með neinn rembing þó hún sé kona. Maðurinn hennar, Sigþór Magnússon er líka mjólkurbílstjóri og er stoltur af sinni konu. „Að vinna í kringum svona marga karla er bara fínt. Þeir hjálpa manni rosalega mikið og þora ekkert annað. Þeir eru ekki með neina fordóma gagnvart mér sem kvenmjólkurbílstjóra enda tek ég öllu og skít þá bara í kaf, þannig að þeir eru ekkert að vera með einhver leiðindi, það eru allir bara mjög góðir“. Fréttir Landbúnaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fyrsta konan hefur tekið til starfa sem mjólkurbílstjóri en hennar hlutverk er að aka um á stórum mjólkurbíl og sækja mjólk til bænda. „Frábært starf“ segir konan sem er þriðju ættliðurinn til gerast mjólkurbílstjóri. Það eru margir mjólkurbílar sem Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi, nú MS rekur, enda þarf að fara um allar sveitir og sækja mjólk í mjólkurhúsin hjá kúabændum. Guðrún Sigurðardóttir, sem er 27 ára er fyrsta fastráðna konan sem hefur verið ráðin sem mjólkurbílstjóri. Hún er ánægð og segir starfiði frábært. „Mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt. Ég fór alltaf með pabba þegar ég var yngri að sækja mjólk en þá var ég meira að hugsa út í hundana og dýrin í staðin fyrir dælibúnaðinn. Mér finnst gaman að keyra í sveitina, ég elska að vera í sveitinni, það er ekkert verra að vera á mjólkurbíl í sveitinni“, segir Guðrún. Guðrún er ekki sú eina í fjölskyldunni sinni sem keyrir nú mjólkurbíl. „Nei, pabbi og afi, þeir eru báðir mjólkurbílstjórar. Ég gæti ekki séð systur mínar fyrir mér í þessu starfi, hvað þá mömmu því hún er svo bílhrædd að hún gæti aldrei verið í þessu“, bætir Guðrún við. Guðrún segir að karlarnir sem keyri mjólkurbíla hjá MS taki sér mjög vel og séu ekki með neinn rembing þó hún sé kona. Maðurinn hennar, Sigþór Magnússon er líka mjólkurbílstjóri og er stoltur af sinni konu. „Að vinna í kringum svona marga karla er bara fínt. Þeir hjálpa manni rosalega mikið og þora ekkert annað. Þeir eru ekki með neina fordóma gagnvart mér sem kvenmjólkurbílstjóra enda tek ég öllu og skít þá bara í kaf, þannig að þeir eru ekkert að vera með einhver leiðindi, það eru allir bara mjög góðir“.
Fréttir Landbúnaður Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira