Andrea Rós Jónsdóttir var að vonum í skýjunum með bronsverðlaunin sem hún og félagar hennar í blönduðu liði fullorðinna unnu á EM í hópfimleikum í Portúgal í dag.
„Þetta er bara geðveik tilfinning. Að lenda á palli á Evrópumóti, annað skiptið sem blandaða liðið lendir á palli, þetta er bara geðveikur árangur,“ sagði Andrea.
Þrátt fyrir frábæra frammistöðu voru æfingar Íslands ekki gallalausar.
„Það voru nokkrir hnökrar en við bara rifum okkur í gang og bættum upp fyrir það annars staðar svo það skipti engu máli þegar uppi stóð.“
„Mér fannst þetta líða allt of hratt. Við erum nýmætt hingað og svo er þetta bara búið.“
„Liðsheildin er eins og við séum búin að vera saman í mörg, mörg ár og þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert.“
Markmiðið var að enda á verðlaunapalli og náði liðið því með glæsibrag.
„Við getum ekki verið ánægðari,“ sagði Andrea Rós Jónsdóttir.
„Þetta er bara geðveikur árangur“
Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar

Mest lesið



„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“
Íslenski boltinn






„Holan var of djúp“
Körfubolti
