Ráða fyrrverandi varaforsætisráðherra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2018 10:00 Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands, AFP Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í gær um að Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslyndra demókrata, hefði verið ráðinn yfirmaður heimsmála- og samskiptateymis fyrirtækisins. Líklega mun Clegg hafa nóg á sinni könnu, enda hafa hneykslismál sem tengjast meðferð persónulegra upplýsinga, falsfréttum og afskiptum af kosningum gert stjórnendum Facebook lífið leitt að undanförnu. Clegg var varaforsætisráðherra í samsteypustjórn Frjálslyndra demókrata og Íhaldsflokksins frá 2010 til 2015 undir forsæti Davids Cameron. Hann sagði af sér formennsku í flokknum eftir kosningar 2015 þegar flokkur hans tapaði 49 þingsætum og fékk einungis átta. Að því er kom fram í umfjöllun Reuters um ráðninguna í gær er Clegg háttsettasti evrópski stjórnmálamaðurinn til þess að taka nokkurn tímann við forystuhlutverki í tæknifyrirtæki í hinum svokallaða Kísildal í Kaliforníu. Facebook sagði að forstjórinn Mark Zuckerberg og framkvæmdastjórinn Sheryl Sandberg hefðu bæði verið viðriðin ráðningarferlið. Viðræður við Clegg hefðu hafist í maí. „Fyrirtæki okkar er á mikilvægri vegferð. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir eru alvarlegar og augljósar. Nú sem aldrei fyrr þurfum við á nýjum sjónarmiðum að halda,“ sagði í tilkynningunni. Clegg sagði í yfirlýsingu á Facebook, skiljanlega, að hann vonaðist til þess að reynsla hans kæmi að góðum notum í þessu nýja hlutverki. „Á starfsævi minni í störfum fyrir almenning hef ég aldrei skorast undan erfiðum og umdeildum verkefnum og því hlutverki að miðla upplýsingum um gang mála til almennings,“ sagði Clegg. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í gær um að Nick Clegg, fyrrverandi varaforsætisráðherra Bretlands og formaður Frjálslyndra demókrata, hefði verið ráðinn yfirmaður heimsmála- og samskiptateymis fyrirtækisins. Líklega mun Clegg hafa nóg á sinni könnu, enda hafa hneykslismál sem tengjast meðferð persónulegra upplýsinga, falsfréttum og afskiptum af kosningum gert stjórnendum Facebook lífið leitt að undanförnu. Clegg var varaforsætisráðherra í samsteypustjórn Frjálslyndra demókrata og Íhaldsflokksins frá 2010 til 2015 undir forsæti Davids Cameron. Hann sagði af sér formennsku í flokknum eftir kosningar 2015 þegar flokkur hans tapaði 49 þingsætum og fékk einungis átta. Að því er kom fram í umfjöllun Reuters um ráðninguna í gær er Clegg háttsettasti evrópski stjórnmálamaðurinn til þess að taka nokkurn tímann við forystuhlutverki í tæknifyrirtæki í hinum svokallaða Kísildal í Kaliforníu. Facebook sagði að forstjórinn Mark Zuckerberg og framkvæmdastjórinn Sheryl Sandberg hefðu bæði verið viðriðin ráðningarferlið. Viðræður við Clegg hefðu hafist í maí. „Fyrirtæki okkar er á mikilvægri vegferð. Áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir eru alvarlegar og augljósar. Nú sem aldrei fyrr þurfum við á nýjum sjónarmiðum að halda,“ sagði í tilkynningunni. Clegg sagði í yfirlýsingu á Facebook, skiljanlega, að hann vonaðist til þess að reynsla hans kæmi að góðum notum í þessu nýja hlutverki. „Á starfsævi minni í störfum fyrir almenning hef ég aldrei skorast undan erfiðum og umdeildum verkefnum og því hlutverki að miðla upplýsingum um gang mála til almennings,“ sagði Clegg.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira