Dauðadómur konu fyrir guðlast felldur niður í Pakistan Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2018 12:41 Úrskurðinum hefur verið mótmælt víða í Pakistan AP/Shakil Adil Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. Bibi, sem er kristin, var dæmd til dauða árið 2010. Málið er rakið til ársins 2009 þegar Bibi sótti vatn fyrir sig og samstarfsmenn hennar á bóndabæ í Pakistan. Tvær samstarfskonu hennar neituðu að drekka úr sama íláti og hún, vegna þess að hún væri kristin. Hún á að hafa brugðist reið við og á hún að hafa framið guðlast. Bibi sjálf segist aldrei hafa framið guðlast.Asia Bibi var fangelsuð árið 2010.Vísir/APNokkrum dögum síðar sakaði æstur múgur hana um guðlast. Í kjölfarið var hún ákærð, sakfelld og dæmd til dauða. AP fréttaveitan segir að hópar æsts fólks komi reglulega saman í Pakistan og myrði jafnvel fólk sem sakað hefur verið um guðlast. Harðlínumenn í Pakistan noti slík tilvik til að stappa stáli í stuðningsmenn sína.Ríkisstjóri Punjab-héraðs, Salman Taseer, var skotinn til bana af einum af lífvörðum sínum árið 2011, vegna þess að hann hafði stutt Bibi og gagnrýnt lög Pakistan varðandi guðlast. Harðlínumenn hafa fagnað morðingja hans, Mumtaz Qadri, sem píslarvotti eftir að hann var hengdur fyrir morðið. Milljónir hafa heimsótt skríni sem sett var upp honum til heiðurs nærri Islamabad, höfuðborg Pakistan. Klerkurinn Khadim Hussain Rizvi hefur í aðdraganda úrskurðarins kallað eftir því að stuðningsmenn hans komi saman víða um landið og mótmæli ef Bibi yrði sleppt. Yfirvöld Pakistan hafa aukið öryggi við kirkjur í landinu vegna úrskurðarins. Bibi hefur verið haldið á leynilegum stað í öryggisskyni. Búist er við því að hún muni fara úr landi. Hæstiréttur felldi lögin sem varða guðlast í rauninni ekki niður heldur úrskurðaði að saksóknurum hefði mistekist að sanna að Bibi hefði framið guðlast. Eiginmaður hennar hefur fagnað úrskurðinum. „Eiginkona mín hefur varið mörgum árum í fangelsi og við vonumst til þess að verða saman aftur sem fyrst á friðsömum stað.“ Asía Pakistan Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Hæstiréttur Pakistan hefur fellt niður úrskurð neðri dómstóla um að taka skyldi Asia Bibi af lífi fyrir guðlast. Bibi, sem er kristin, var dæmd til dauða árið 2010. Málið er rakið til ársins 2009 þegar Bibi sótti vatn fyrir sig og samstarfsmenn hennar á bóndabæ í Pakistan. Tvær samstarfskonu hennar neituðu að drekka úr sama íláti og hún, vegna þess að hún væri kristin. Hún á að hafa brugðist reið við og á hún að hafa framið guðlast. Bibi sjálf segist aldrei hafa framið guðlast.Asia Bibi var fangelsuð árið 2010.Vísir/APNokkrum dögum síðar sakaði æstur múgur hana um guðlast. Í kjölfarið var hún ákærð, sakfelld og dæmd til dauða. AP fréttaveitan segir að hópar æsts fólks komi reglulega saman í Pakistan og myrði jafnvel fólk sem sakað hefur verið um guðlast. Harðlínumenn í Pakistan noti slík tilvik til að stappa stáli í stuðningsmenn sína.Ríkisstjóri Punjab-héraðs, Salman Taseer, var skotinn til bana af einum af lífvörðum sínum árið 2011, vegna þess að hann hafði stutt Bibi og gagnrýnt lög Pakistan varðandi guðlast. Harðlínumenn hafa fagnað morðingja hans, Mumtaz Qadri, sem píslarvotti eftir að hann var hengdur fyrir morðið. Milljónir hafa heimsótt skríni sem sett var upp honum til heiðurs nærri Islamabad, höfuðborg Pakistan. Klerkurinn Khadim Hussain Rizvi hefur í aðdraganda úrskurðarins kallað eftir því að stuðningsmenn hans komi saman víða um landið og mótmæli ef Bibi yrði sleppt. Yfirvöld Pakistan hafa aukið öryggi við kirkjur í landinu vegna úrskurðarins. Bibi hefur verið haldið á leynilegum stað í öryggisskyni. Búist er við því að hún muni fara úr landi. Hæstiréttur felldi lögin sem varða guðlast í rauninni ekki niður heldur úrskurðaði að saksóknurum hefði mistekist að sanna að Bibi hefði framið guðlast. Eiginmaður hennar hefur fagnað úrskurðinum. „Eiginkona mín hefur varið mörgum árum í fangelsi og við vonumst til þess að verða saman aftur sem fyrst á friðsömum stað.“
Asía Pakistan Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira