Á Ísland að vera rándýrt? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 31. október 2018 07:00 Það er mál manna að Ísland sé nú rándýrt land heim að sækja. Stundum er því hnýtt aftan við að Ísland eigi að vera dýrt. Sumir halda því meira að segja fram að það sé hið besta mál að Ísland sé rándýrt, þá komi hingað frekar efnameiri ferðamenn. Fátt er fjær sanni. En hvað er „dýrt“? Að eitthvað sé dýrt í þessu samhengi, er almennt neikvætt. Að vara eða þjónusta kosti of mikið – að verðlag sé hærra en hið „rétta“ verð. Að sambandið á milli verðs og gæða hafi verið rofið. Er eftirsóknarvert fyrir Ísland að vera í þeirri stöðu? Er það líklegt til að efla okkar mikilvægustu útflutningsgrein? Árið 2010 hófst sannkallað góðæri í ferðaþjónustu á Íslandi eins og allir vita. Ytri aðstæður, og þá einkum og sér í lagi fall íslensku krónunnar í efnahagshruninu og ókeypis landkynning í boði Eyjafjallajökuls, áttu þar stóran þátt. Árið 2016 fór að hilla undir lok þessa góðæris þegar krónan hóf styrkingarferil sinn af krafti. Kostnaður innanlands jókst einnig hægt og sígandi á tímabilinu 2010-2017. Sem dæmi má taka launakostnað, sem hækkaði gífurlega í evrum talið, eða um rúm 100%, á meðan launakostnaður í evrum í okkar helstu samkeppnislöndum hækkaði um og rétt yfir 15%. Það voru einkum þessir tveir þættir sem ollu því að samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands snarversnaði. Áhrifin af þessu hafa komið berlega í ljós síðastliðin tvö ár. Þótt ekki hafi orðið samdráttur í fjölda ferðamanna til landsins (sú mælieining er enda ein og sér gagnslaus til að meta stöðu í ferðaþjónustu) þá hefur samkeppnisstaðan orðið til þess að samsetning erlendra ferðamanna hefur gjörbreyst. Rétt eins og fiskur er ekki það sama og fiskur, þá er ferðamaður ekki það sama og ferðamaður. Neysla ferðamanna minnkar Bandaríkjamenn eru nú langstærsti gestahópurinn, en þeir hafa verið 2 af hverjum 5 ferðamönnum á landinu árið 2018. Á meðan hefur stórdregið úr komum gesta frá okkar hefðbundnu markaðssvæðum; Mið-Evrópu, Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Ferðahegðun þessara hópa er gjörólík – á meðan Bandaríkjamenn dveljast hér á landi að meðaltali í 5,4 nætur, þá dvelja t.d. Þjóðverjar hér á landi í 9,7 nætur. Gestir frá Mið-Evrópu hafa í gegnum tíðina verið okkur kærkomnir gestir – þeir eru áhugasamir um land og þjóð, ganga flestir vel um náttúruna, falla vel að menningu þjóðarinnar og síðast en ekki síst, þá ferðast þeir vítt og breitt um landið. Því hefur ferðaþjónusta úti á landi, einkum á Austur- og Norðurlandi og á Vestfjörðum, almennt fundið fyrir verulegum samdrætti í ár. Önnur áhrif eru svo þau að neysla ferðamanna hér innanlands hefur dregist saman. Þeir kaupa minna af vöru og þjónustu en þeir hafa gert. Í þýsku fagtímariti í ferðaþjónustu var skrifað nú í síðustu viku að flestir söluaðilar ferða til Íslands hafi upplifað 25-35% samdrátt á árinu 2018. Einnig að almenn bjartsýni ríki um sölu ferða á norðlægar slóðir, en Ísland sé þar undantekning. Ástæðan er sú að landið er of dýrt. Þessi staða er vissulega áhyggjuefni. Það eru hræringar á íslenska ferðaþjónustumarkaðnum í augnablikinu – hagræðingaraðgerðir eru víðast hvar í gangi, sameiningar og uppkaup og því miður er líklegt að einhver fyrirtæki lifi þessar breytingar ekki af. Yfirstandandi kjaraviðræður gefa ekki tilefni til annars en að ætla að launakostnaður, sem oft er um helmingur rekstrarkostnaðar ferðaþjónustufyrirtækja, muni hækka enn frekar. Töpum öll Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að annars vegar hefur gengi íslensku krónunnar verið að gefa eftir undanfarnar vikur og hins vegar að áhugi á ferðum til Íslands er enn ríkulega til staðar. Það er því ekkert sem bendir til annars en að langtímahorfur fyrir atvinnugreinina séu frábærar. Ferðaþjónusta vex einna hraðast atvinnugreina í heiminum og sér ekki fyrir endann á því. Okkar verkefni – atvinnugreinarinnar og stjórnvalda – er því að tryggja atvinnugreinina í sessi sem burðaratvinnugrein. Þar er lykilatriði að tryggja samkeppnishæfni hennar, sem meðal annars felst í að huga að sambandinu á milli verðs og gæða í samanburði við samkeppnisaðila okkar. Ísland á ekki að vera „rándýrt“. Við töpum öll á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Það er mál manna að Ísland sé nú rándýrt land heim að sækja. Stundum er því hnýtt aftan við að Ísland eigi að vera dýrt. Sumir halda því meira að segja fram að það sé hið besta mál að Ísland sé rándýrt, þá komi hingað frekar efnameiri ferðamenn. Fátt er fjær sanni. En hvað er „dýrt“? Að eitthvað sé dýrt í þessu samhengi, er almennt neikvætt. Að vara eða þjónusta kosti of mikið – að verðlag sé hærra en hið „rétta“ verð. Að sambandið á milli verðs og gæða hafi verið rofið. Er eftirsóknarvert fyrir Ísland að vera í þeirri stöðu? Er það líklegt til að efla okkar mikilvægustu útflutningsgrein? Árið 2010 hófst sannkallað góðæri í ferðaþjónustu á Íslandi eins og allir vita. Ytri aðstæður, og þá einkum og sér í lagi fall íslensku krónunnar í efnahagshruninu og ókeypis landkynning í boði Eyjafjallajökuls, áttu þar stóran þátt. Árið 2016 fór að hilla undir lok þessa góðæris þegar krónan hóf styrkingarferil sinn af krafti. Kostnaður innanlands jókst einnig hægt og sígandi á tímabilinu 2010-2017. Sem dæmi má taka launakostnað, sem hækkaði gífurlega í evrum talið, eða um rúm 100%, á meðan launakostnaður í evrum í okkar helstu samkeppnislöndum hækkaði um og rétt yfir 15%. Það voru einkum þessir tveir þættir sem ollu því að samkeppnishæfni Íslands sem ferðamannalands snarversnaði. Áhrifin af þessu hafa komið berlega í ljós síðastliðin tvö ár. Þótt ekki hafi orðið samdráttur í fjölda ferðamanna til landsins (sú mælieining er enda ein og sér gagnslaus til að meta stöðu í ferðaþjónustu) þá hefur samkeppnisstaðan orðið til þess að samsetning erlendra ferðamanna hefur gjörbreyst. Rétt eins og fiskur er ekki það sama og fiskur, þá er ferðamaður ekki það sama og ferðamaður. Neysla ferðamanna minnkar Bandaríkjamenn eru nú langstærsti gestahópurinn, en þeir hafa verið 2 af hverjum 5 ferðamönnum á landinu árið 2018. Á meðan hefur stórdregið úr komum gesta frá okkar hefðbundnu markaðssvæðum; Mið-Evrópu, Bretlandi og hinum Norðurlöndunum. Ferðahegðun þessara hópa er gjörólík – á meðan Bandaríkjamenn dveljast hér á landi að meðaltali í 5,4 nætur, þá dvelja t.d. Þjóðverjar hér á landi í 9,7 nætur. Gestir frá Mið-Evrópu hafa í gegnum tíðina verið okkur kærkomnir gestir – þeir eru áhugasamir um land og þjóð, ganga flestir vel um náttúruna, falla vel að menningu þjóðarinnar og síðast en ekki síst, þá ferðast þeir vítt og breitt um landið. Því hefur ferðaþjónusta úti á landi, einkum á Austur- og Norðurlandi og á Vestfjörðum, almennt fundið fyrir verulegum samdrætti í ár. Önnur áhrif eru svo þau að neysla ferðamanna hér innanlands hefur dregist saman. Þeir kaupa minna af vöru og þjónustu en þeir hafa gert. Í þýsku fagtímariti í ferðaþjónustu var skrifað nú í síðustu viku að flestir söluaðilar ferða til Íslands hafi upplifað 25-35% samdrátt á árinu 2018. Einnig að almenn bjartsýni ríki um sölu ferða á norðlægar slóðir, en Ísland sé þar undantekning. Ástæðan er sú að landið er of dýrt. Þessi staða er vissulega áhyggjuefni. Það eru hræringar á íslenska ferðaþjónustumarkaðnum í augnablikinu – hagræðingaraðgerðir eru víðast hvar í gangi, sameiningar og uppkaup og því miður er líklegt að einhver fyrirtæki lifi þessar breytingar ekki af. Yfirstandandi kjaraviðræður gefa ekki tilefni til annars en að ætla að launakostnaður, sem oft er um helmingur rekstrarkostnaðar ferðaþjónustufyrirtækja, muni hækka enn frekar. Töpum öll Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að annars vegar hefur gengi íslensku krónunnar verið að gefa eftir undanfarnar vikur og hins vegar að áhugi á ferðum til Íslands er enn ríkulega til staðar. Það er því ekkert sem bendir til annars en að langtímahorfur fyrir atvinnugreinina séu frábærar. Ferðaþjónusta vex einna hraðast atvinnugreina í heiminum og sér ekki fyrir endann á því. Okkar verkefni – atvinnugreinarinnar og stjórnvalda – er því að tryggja atvinnugreinina í sessi sem burðaratvinnugrein. Þar er lykilatriði að tryggja samkeppnishæfni hennar, sem meðal annars felst í að huga að sambandinu á milli verðs og gæða í samanburði við samkeppnisaðila okkar. Ísland á ekki að vera „rándýrt“. Við töpum öll á því.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar