Icelandair: Ófullnægjandi aðstaða á varaflugvöllum stærsta ógn við flugöryggi til og frá landinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2018 14:15 Veðrið getur sett samgöngur úr skorðum. vísir/vilhelm Það er mat forráðamanna lcelandair að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé stærsta ógn við öryggi flug til og frá íslandi. Þetta kemur fram í umsögn flugfélagsins um samgönguáætlun 2019-2023 sem nú liggur fyrir á Alþingi.Í umsögninni, sem Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair skrifar undir, segir að ein af lykilforsendum þess mikla vaxtar sem orðið hafi í flugsamgöngum til og frá landinu á undanförnum árum sé að til séu á landinu varaflugvellir sem nýta megi ef Keflavíkurflugvöllur lokist af vegna veðurs eða af öðrum ástæðum.Í dag eru þrír slíkir vellir, Akureyrarflugvöllur, Egilstaðaflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur en sá síðastnefndi nýtist aðeins að hluta að mati Icelandair vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll. Þau tilfelli geti komið upp að vindur, skyggni eða skýjahæð sé hamlandi þáttur á báðum þessum flugvöllum og því ekki um aðra varaflugvelli að ræða á landinu en á Akureyri og Egilsstaði.„Vegna takmarkaðs rýmis á flughlöðum þessara flugvalla er útilokað að þeir geti sinnt hlutverki sínu fyrir allar þær flugvélar sem þyrftu að lenda þar ef slíkar aðstæður sköpuðust. Ljóst er að við slíkar aðstæður getur veruleg hætta skapast,“ segir í umsögn Icelandair þar sem getið er að þegar mest lætur séu um 30 flugvélar á leið til Keflavíkur á sama tímapunkti sem allar hafi þessa flugvelli skráða sem varaflugvelli.Akureyrarflugvöllur er einn af varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllur.Fréttablaðið/völundurÓforsvaranlegt að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í nánustu framtíðÍ samgönguáætlun næstu fimm ára er ekki gert ráð fyrir fjármagni til þess að stækka flughlöð Akureyrarflugvallar og Egilstaðaflugvallar né fjölga flugstæðum og þetta segir Icelandair að sé með „öllu óforsvaranlegt“.Þó ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í þessi verkefni á næstu fimm árum er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar klárist á næsti fimm til tíu árum. Samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033gerir ráð fyrir að á árunum 2024 til 2028 verði ráðist í að ljúka við stækkun flughlaðs Akureyrarflugvallar. Á árunum 2029 til 2034 er gert ráð fyrir að flugstöðvarnar á Akureyri og á Egilsstöðum verði stækkaðar ásamt flughlaðinu á síðarnefnda flugvellinum, svo að flugvellirnir geti tekið á móti auknu millilandaflugi.Umsögn Icelandair svipar mikið til umsagnar Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinuflugmanna þar sem sagði að slíkar framkvæmdir þoli einfaldlega ekki þá bið sem lagt er upp með. Vísaði nefndin meðal annars til atviks sem átti sér stað 2. apríl þegar fjöldi flugvéla þurfti frá að hverfa frá Keflavíkurflugvelli vegna mikillar ofankomu. Ein lenti í Glasgow, tvær á Akureyri og fjórar á Egilsstöðum. Varla hafi verið pláss fyrir fleiri flugvélar á völlunum tveimur hér á landi af þeim sökum.Ein þeirra flugvéla sem þurfti að hverfa frá Keflavíkurflugvelli til Egilsstaða hafði gengið verulega á eldsneytisforða sinn og var aðeins átta mínútum frá því að lýsa yfir neyðarástandi vegna eldsneytisskorts. Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Vill skoða hvort bærinn geti tekið yfir rekstur Akureyrarflugvallar Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. 30. september 2018 20:00 Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenkra atvinnuflugmanna. 25. október 2018 21:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Það er mat forráðamanna lcelandair að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé stærsta ógn við öryggi flug til og frá íslandi. Þetta kemur fram í umsögn flugfélagsins um samgönguáætlun 2019-2023 sem nú liggur fyrir á Alþingi.Í umsögninni, sem Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair skrifar undir, segir að ein af lykilforsendum þess mikla vaxtar sem orðið hafi í flugsamgöngum til og frá landinu á undanförnum árum sé að til séu á landinu varaflugvellir sem nýta megi ef Keflavíkurflugvöllur lokist af vegna veðurs eða af öðrum ástæðum.Í dag eru þrír slíkir vellir, Akureyrarflugvöllur, Egilstaðaflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur en sá síðastnefndi nýtist aðeins að hluta að mati Icelandair vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll. Þau tilfelli geti komið upp að vindur, skyggni eða skýjahæð sé hamlandi þáttur á báðum þessum flugvöllum og því ekki um aðra varaflugvelli að ræða á landinu en á Akureyri og Egilsstaði.„Vegna takmarkaðs rýmis á flughlöðum þessara flugvalla er útilokað að þeir geti sinnt hlutverki sínu fyrir allar þær flugvélar sem þyrftu að lenda þar ef slíkar aðstæður sköpuðust. Ljóst er að við slíkar aðstæður getur veruleg hætta skapast,“ segir í umsögn Icelandair þar sem getið er að þegar mest lætur séu um 30 flugvélar á leið til Keflavíkur á sama tímapunkti sem allar hafi þessa flugvelli skráða sem varaflugvelli.Akureyrarflugvöllur er einn af varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllur.Fréttablaðið/völundurÓforsvaranlegt að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í nánustu framtíðÍ samgönguáætlun næstu fimm ára er ekki gert ráð fyrir fjármagni til þess að stækka flughlöð Akureyrarflugvallar og Egilstaðaflugvallar né fjölga flugstæðum og þetta segir Icelandair að sé með „öllu óforsvaranlegt“.Þó ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í þessi verkefni á næstu fimm árum er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar klárist á næsti fimm til tíu árum. Samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033gerir ráð fyrir að á árunum 2024 til 2028 verði ráðist í að ljúka við stækkun flughlaðs Akureyrarflugvallar. Á árunum 2029 til 2034 er gert ráð fyrir að flugstöðvarnar á Akureyri og á Egilsstöðum verði stækkaðar ásamt flughlaðinu á síðarnefnda flugvellinum, svo að flugvellirnir geti tekið á móti auknu millilandaflugi.Umsögn Icelandair svipar mikið til umsagnar Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinuflugmanna þar sem sagði að slíkar framkvæmdir þoli einfaldlega ekki þá bið sem lagt er upp með. Vísaði nefndin meðal annars til atviks sem átti sér stað 2. apríl þegar fjöldi flugvéla þurfti frá að hverfa frá Keflavíkurflugvelli vegna mikillar ofankomu. Ein lenti í Glasgow, tvær á Akureyri og fjórar á Egilsstöðum. Varla hafi verið pláss fyrir fleiri flugvélar á völlunum tveimur hér á landi af þeim sökum.Ein þeirra flugvéla sem þurfti að hverfa frá Keflavíkurflugvelli til Egilsstaða hafði gengið verulega á eldsneytisforða sinn og var aðeins átta mínútum frá því að lýsa yfir neyðarástandi vegna eldsneytisskorts.
Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Vill skoða hvort bærinn geti tekið yfir rekstur Akureyrarflugvallar Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. 30. september 2018 20:00 Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenkra atvinnuflugmanna. 25. október 2018 21:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Vill skoða hvort bærinn geti tekið yfir rekstur Akureyrarflugvallar Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. 30. september 2018 20:00
Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenkra atvinnuflugmanna. 25. október 2018 21:00