Icelandair: Ófullnægjandi aðstaða á varaflugvöllum stærsta ógn við flugöryggi til og frá landinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2018 14:15 Veðrið getur sett samgöngur úr skorðum. vísir/vilhelm Það er mat forráðamanna lcelandair að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé stærsta ógn við öryggi flug til og frá íslandi. Þetta kemur fram í umsögn flugfélagsins um samgönguáætlun 2019-2023 sem nú liggur fyrir á Alþingi.Í umsögninni, sem Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair skrifar undir, segir að ein af lykilforsendum þess mikla vaxtar sem orðið hafi í flugsamgöngum til og frá landinu á undanförnum árum sé að til séu á landinu varaflugvellir sem nýta megi ef Keflavíkurflugvöllur lokist af vegna veðurs eða af öðrum ástæðum.Í dag eru þrír slíkir vellir, Akureyrarflugvöllur, Egilstaðaflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur en sá síðastnefndi nýtist aðeins að hluta að mati Icelandair vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll. Þau tilfelli geti komið upp að vindur, skyggni eða skýjahæð sé hamlandi þáttur á báðum þessum flugvöllum og því ekki um aðra varaflugvelli að ræða á landinu en á Akureyri og Egilsstaði.„Vegna takmarkaðs rýmis á flughlöðum þessara flugvalla er útilokað að þeir geti sinnt hlutverki sínu fyrir allar þær flugvélar sem þyrftu að lenda þar ef slíkar aðstæður sköpuðust. Ljóst er að við slíkar aðstæður getur veruleg hætta skapast,“ segir í umsögn Icelandair þar sem getið er að þegar mest lætur séu um 30 flugvélar á leið til Keflavíkur á sama tímapunkti sem allar hafi þessa flugvelli skráða sem varaflugvelli.Akureyrarflugvöllur er einn af varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllur.Fréttablaðið/völundurÓforsvaranlegt að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í nánustu framtíðÍ samgönguáætlun næstu fimm ára er ekki gert ráð fyrir fjármagni til þess að stækka flughlöð Akureyrarflugvallar og Egilstaðaflugvallar né fjölga flugstæðum og þetta segir Icelandair að sé með „öllu óforsvaranlegt“.Þó ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í þessi verkefni á næstu fimm árum er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar klárist á næsti fimm til tíu árum. Samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033gerir ráð fyrir að á árunum 2024 til 2028 verði ráðist í að ljúka við stækkun flughlaðs Akureyrarflugvallar. Á árunum 2029 til 2034 er gert ráð fyrir að flugstöðvarnar á Akureyri og á Egilsstöðum verði stækkaðar ásamt flughlaðinu á síðarnefnda flugvellinum, svo að flugvellirnir geti tekið á móti auknu millilandaflugi.Umsögn Icelandair svipar mikið til umsagnar Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinuflugmanna þar sem sagði að slíkar framkvæmdir þoli einfaldlega ekki þá bið sem lagt er upp með. Vísaði nefndin meðal annars til atviks sem átti sér stað 2. apríl þegar fjöldi flugvéla þurfti frá að hverfa frá Keflavíkurflugvelli vegna mikillar ofankomu. Ein lenti í Glasgow, tvær á Akureyri og fjórar á Egilsstöðum. Varla hafi verið pláss fyrir fleiri flugvélar á völlunum tveimur hér á landi af þeim sökum.Ein þeirra flugvéla sem þurfti að hverfa frá Keflavíkurflugvelli til Egilsstaða hafði gengið verulega á eldsneytisforða sinn og var aðeins átta mínútum frá því að lýsa yfir neyðarástandi vegna eldsneytisskorts. Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Vill skoða hvort bærinn geti tekið yfir rekstur Akureyrarflugvallar Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. 30. september 2018 20:00 Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenkra atvinnuflugmanna. 25. október 2018 21:00 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Það er mat forráðamanna lcelandair að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé stærsta ógn við öryggi flug til og frá íslandi. Þetta kemur fram í umsögn flugfélagsins um samgönguáætlun 2019-2023 sem nú liggur fyrir á Alþingi.Í umsögninni, sem Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair skrifar undir, segir að ein af lykilforsendum þess mikla vaxtar sem orðið hafi í flugsamgöngum til og frá landinu á undanförnum árum sé að til séu á landinu varaflugvellir sem nýta megi ef Keflavíkurflugvöllur lokist af vegna veðurs eða af öðrum ástæðum.Í dag eru þrír slíkir vellir, Akureyrarflugvöllur, Egilstaðaflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur en sá síðastnefndi nýtist aðeins að hluta að mati Icelandair vegna nálægðar við Keflavíkurflugvöll. Þau tilfelli geti komið upp að vindur, skyggni eða skýjahæð sé hamlandi þáttur á báðum þessum flugvöllum og því ekki um aðra varaflugvelli að ræða á landinu en á Akureyri og Egilsstaði.„Vegna takmarkaðs rýmis á flughlöðum þessara flugvalla er útilokað að þeir geti sinnt hlutverki sínu fyrir allar þær flugvélar sem þyrftu að lenda þar ef slíkar aðstæður sköpuðust. Ljóst er að við slíkar aðstæður getur veruleg hætta skapast,“ segir í umsögn Icelandair þar sem getið er að þegar mest lætur séu um 30 flugvélar á leið til Keflavíkur á sama tímapunkti sem allar hafi þessa flugvelli skráða sem varaflugvelli.Akureyrarflugvöllur er einn af varaflugvöllum fyrir Keflavíkurflugvöllur.Fréttablaðið/völundurÓforsvaranlegt að ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í nánustu framtíðÍ samgönguáætlun næstu fimm ára er ekki gert ráð fyrir fjármagni til þess að stækka flughlöð Akureyrarflugvallar og Egilstaðaflugvallar né fjölga flugstæðum og þetta segir Icelandair að sé með „öllu óforsvaranlegt“.Þó ekki sé gert ráð fyrir fjármagni í þessi verkefni á næstu fimm árum er gert ráð fyrir að framkvæmdirnar klárist á næsti fimm til tíu árum. Samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033gerir ráð fyrir að á árunum 2024 til 2028 verði ráðist í að ljúka við stækkun flughlaðs Akureyrarflugvallar. Á árunum 2029 til 2034 er gert ráð fyrir að flugstöðvarnar á Akureyri og á Egilsstöðum verði stækkaðar ásamt flughlaðinu á síðarnefnda flugvellinum, svo að flugvellirnir geti tekið á móti auknu millilandaflugi.Umsögn Icelandair svipar mikið til umsagnar Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinuflugmanna þar sem sagði að slíkar framkvæmdir þoli einfaldlega ekki þá bið sem lagt er upp með. Vísaði nefndin meðal annars til atviks sem átti sér stað 2. apríl þegar fjöldi flugvéla þurfti frá að hverfa frá Keflavíkurflugvelli vegna mikillar ofankomu. Ein lenti í Glasgow, tvær á Akureyri og fjórar á Egilsstöðum. Varla hafi verið pláss fyrir fleiri flugvélar á völlunum tveimur hér á landi af þeim sökum.Ein þeirra flugvéla sem þurfti að hverfa frá Keflavíkurflugvelli til Egilsstaða hafði gengið verulega á eldsneytisforða sinn og var aðeins átta mínútum frá því að lýsa yfir neyðarástandi vegna eldsneytisskorts.
Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Tengdar fréttir Vill skoða hvort bærinn geti tekið yfir rekstur Akureyrarflugvallar Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. 30. september 2018 20:00 Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenkra atvinnuflugmanna. 25. október 2018 21:00 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Vill skoða hvort bærinn geti tekið yfir rekstur Akureyrarflugvallar Það kostar þrjá til fjóra milljarða að gera Akureyrarflugvöll að samkeppnishæfum millilandaflugvelli. Bæjarfulltrúi á Akureyri vill skoða hvort fýsilegt sé að Akureyrabær taki yfir rekstur flugvallarins. 30. september 2018 20:00
Neyðarástand sem nærri skapaðist sýni að framkvæmdir á varaflugvöllum þoli ekki margra ára bið Framkvæmdir við stækkun flughlaða Akureyrar- og Egilsstaðaflugvallar þola ekki tíu til fimmtán ára bið eins og lagt er upp með í samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033 að mati öryggisnefndar Félags íslenkra atvinnuflugmanna. 25. október 2018 21:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“