Stefnir í að Hareide lúti í lægra haldi og norska stjórnin haldi Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2018 10:00 Óljóst er hvort að Knut Arild Hareide verði stætt í embætti eftir landsfundinn. EPA/Lisa Aserud Allt stefnir nú í að Kristilegi þjóðarflokkurinn í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn skipti um lið og hefji samstarf við rauðu flokkana sem nú eru í stjórnarandstöðu. Ákveði flokkurinn að slíta sig frá bláu flokkunum, mun ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra falla þar sem Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur varið stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre falli.Búa sig undir landsfund Kristilegi þjóðarflokkurinn býr sig nú undir aukalandsfund sem haldinn verður í byrjun nóvember. Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með því síðustu daga hvaða fulltrúa héraðssambönd flokksins velja til að taka sæti á þinginu, og þá hvort viðkomandi vilji vera hluti rauðu eða bláu blokkarinnar.NRK segir frá því að í gærkvöldi hafi 95 fulltrúar, sem flokka megi sem bláliða, verið valdir til að taka sæti á þinginu, en 96 þarf til að ná meirihluta. 87 rauðliðar hafa verið valdir og á enn eftir að velja nokkra til viðbótar. Alls taka 190 fulltrúar sæti á þinginu en þó kann svo að vera að 95 dugi þar sem einhverjir hafa sagst ætla að sitja hjá þegar fulltrúar munu kjósa hvaða leið skuli farin.Óánægja með FramfaraflokkinnFormaðurinn Hareide telur að bilið milli Kristilega þjóðarflokksins og hægripopúlistaflokksins Framfaraflokksins sé orðið of breitt og að flokkurinn eigi mun meira sameiginlegt með Miðflokknum sérstaklega. Hann segir að flokkur Solberg, Hægriflokkurinn, hafi ákveðið að feta ákveðna braut þegar hann ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs með Framfaraflokknum.Erna Solberg er forsætisráðherra Noregs.Getty/Carlos TischlerMikill klofningur er innan Kristilega þjóðarflokksins þar sem varaformennirnir Kjell Ingolf Ropstad og Olaug Bollestad og leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins eru allir ósammála formanni sínum. Óljóst er hvort að Hareide verði stætt í embætti eftir landsfundinn.Þurfa þá að treysta á stuðning SV Solberg hefur sagt að Kristilegi þjóðarflokkurinn standi frammi fyrir tveimur valkostum. „Annað hvort taka þátt í meirihlutasamstarfi með hægriflokkunum, eða þá mynda minnihlutastjórn með Verkamannaflokknum og Miðflokknum. „Þeir verða þá að treysta á stuðning Sósíalíska vinstriflokknum,“ segir Solberg sem bendir einnig á að Kristilegi þjóðarflokkurinn hafi á síðustu árum náð ýmsum stefnumálum sínum í gegn. Kristilegi þjóðarflokkurinn á átta þingmenn á norska þinginu. Norðurlönd Noregur Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Allt stefnir nú í að Kristilegi þjóðarflokkurinn í Noregi verði áfram hluti af bláu blokkinni í norskum stjórnmálum. Formaðurinn Knut Arild Hareide hefur talað fyrir því að flokkurinn skipti um lið og hefji samstarf við rauðu flokkana sem nú eru í stjórnarandstöðu. Ákveði flokkurinn að slíta sig frá bláu flokkunum, mun ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra falla þar sem Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur varið stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre falli.Búa sig undir landsfund Kristilegi þjóðarflokkurinn býr sig nú undir aukalandsfund sem haldinn verður í byrjun nóvember. Norskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með því síðustu daga hvaða fulltrúa héraðssambönd flokksins velja til að taka sæti á þinginu, og þá hvort viðkomandi vilji vera hluti rauðu eða bláu blokkarinnar.NRK segir frá því að í gærkvöldi hafi 95 fulltrúar, sem flokka megi sem bláliða, verið valdir til að taka sæti á þinginu, en 96 þarf til að ná meirihluta. 87 rauðliðar hafa verið valdir og á enn eftir að velja nokkra til viðbótar. Alls taka 190 fulltrúar sæti á þinginu en þó kann svo að vera að 95 dugi þar sem einhverjir hafa sagst ætla að sitja hjá þegar fulltrúar munu kjósa hvaða leið skuli farin.Óánægja með FramfaraflokkinnFormaðurinn Hareide telur að bilið milli Kristilega þjóðarflokksins og hægripopúlistaflokksins Framfaraflokksins sé orðið of breitt og að flokkurinn eigi mun meira sameiginlegt með Miðflokknum sérstaklega. Hann segir að flokkur Solberg, Hægriflokkurinn, hafi ákveðið að feta ákveðna braut þegar hann ákvað að ganga til stjórnarsamstarfs með Framfaraflokknum.Erna Solberg er forsætisráðherra Noregs.Getty/Carlos TischlerMikill klofningur er innan Kristilega þjóðarflokksins þar sem varaformennirnir Kjell Ingolf Ropstad og Olaug Bollestad og leiðtogi ungliðahreyfingar flokksins eru allir ósammála formanni sínum. Óljóst er hvort að Hareide verði stætt í embætti eftir landsfundinn.Þurfa þá að treysta á stuðning SV Solberg hefur sagt að Kristilegi þjóðarflokkurinn standi frammi fyrir tveimur valkostum. „Annað hvort taka þátt í meirihlutasamstarfi með hægriflokkunum, eða þá mynda minnihlutastjórn með Verkamannaflokknum og Miðflokknum. „Þeir verða þá að treysta á stuðning Sósíalíska vinstriflokknum,“ segir Solberg sem bendir einnig á að Kristilegi þjóðarflokkurinn hafi á síðustu árum náð ýmsum stefnumálum sínum í gegn. Kristilegi þjóðarflokkurinn á átta þingmenn á norska þinginu.
Norðurlönd Noregur Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira