Ný rannsókn: Mikill efnahagslegur ávinningur af friðlýstum svæðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2018 15:48 Fyrir hverja krónu sem ríkið setur í Hraunfossa skila 158 sér til baka samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Vísir/Vilhelm Efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á Íslandi eru ótvírætt jákvæð. Á árinu 2017 var beinn efnahagslegur ávinningur 12 svæða og nærsamfélaga þeirra um 10 milljarðar króna. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar króna. Þetta eru niðurstöður fyrstu rannsóknar sem gerð hefur verið á landsvísu á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur, Laki og Skaftafell eru öll í Vatnajökulsþjóðgarði.Vísir/VilhelmTólf svæði rannsökuð Rannsóknin var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, og niðurstöður hennar voru kynntar á Umhverfisþingi sem nú stendur yfir. Rannsökuð voru 12 svæði vítt og breitt um Ísland með það að markmiði að meta efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á nærsamfélög þeirra og á atvinnulíf á svæðinu. Samkvæmt rannsókninni eyða ferðamenn árlega samtals 10 milljörðum íslenskra króna innan þeirra svæða sem rannsökuð voru eða í næsta nágrenni þeirra. Þetta skapar um 1.800 störf á umræddum stöðum eða um 1.500 full stöðugildi. Um er að ræða bein störf í ferðaþjónustu, svo sem við gistingu, skipulagðar ferðir, akstur og veitingaþjónustu. 45% af eyðslu ferðafólks var inni á friðlýstu svæðunum eða í næsta nágrenni þeirra. Svæðin sem voru rannsökuð voru Ásbyrgi/Jökulsárgljúfur, Laki og Skaftafell, sem öll eru í Vatnajökulsþjóðgarði, Þingvellir, Dynjandi, Hraunfossar, Landmannalaugar, Mývatn, Þórsmörk, Hengifoss og Hvítserkur. Tvö síðast töldu svæðin eru ekki friðlýst þótt svæðinu við Hengifoss sé stjórnað af Vatnajökulsþjóðgarði en voru tekin með í rannsóknina til að ná að fanga ólík svæði vítt og breitt um landið. Niðurstöður frá áður birtri rannsókn á Snæfellsjökulsþjóðgarði voru enn fremur uppfærðar, þannig að heildarfjöldi svæðanna varð 12.Dynjandi er meðal mikilfenglegustu fossa Íslands.VísirRætt við þrjú þúsund ferðamenn Rannsóknir sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Hlutfallið er ólíkt á milli svæða, allt frá 10:1 við Dynjanda og upp í 158:1 við Hraunfossa. Á Þingvöllum er hlutfallið 25:1, í Vatnajökulsþjóðgarði 15:1 og í Þórsmörk 21:1, svo nokkur dæmi séu tekin. Alls var í rannsókninni rætt við ríflega 3.000 ferðamenn á tímabilinu frá 6. júní til 10. september 2018. Niðurstöðurnar úr viðtölunum við ferðamennina sjálfa voru bornar saman við tölur frá Ríkisskattstjóra og kannanir sem gerðar voru meðal atvinnurekenda. Alls var rætt við 415 fyrirtæki sem samtals eru með vel yfir 4.000 starfsmenn. Að meðaltali skiluðu friðlýstu svæðin í rannsókninni áttföldum tekjuskatti miðað við rekstrarkostnað þeirra. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira
Efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á Íslandi eru ótvírætt jákvæð. Á árinu 2017 var beinn efnahagslegur ávinningur 12 svæða og nærsamfélaga þeirra um 10 milljarðar króna. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar króna. Þetta eru niðurstöður fyrstu rannsóknar sem gerð hefur verið á landsvísu á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.Ásbyrgi, Jökulsárgljúfur, Laki og Skaftafell eru öll í Vatnajökulsþjóðgarði.Vísir/VilhelmTólf svæði rannsökuð Rannsóknin var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, og niðurstöður hennar voru kynntar á Umhverfisþingi sem nú stendur yfir. Rannsökuð voru 12 svæði vítt og breitt um Ísland með það að markmiði að meta efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða á nærsamfélög þeirra og á atvinnulíf á svæðinu. Samkvæmt rannsókninni eyða ferðamenn árlega samtals 10 milljörðum íslenskra króna innan þeirra svæða sem rannsökuð voru eða í næsta nágrenni þeirra. Þetta skapar um 1.800 störf á umræddum stöðum eða um 1.500 full stöðugildi. Um er að ræða bein störf í ferðaþjónustu, svo sem við gistingu, skipulagðar ferðir, akstur og veitingaþjónustu. 45% af eyðslu ferðafólks var inni á friðlýstu svæðunum eða í næsta nágrenni þeirra. Svæðin sem voru rannsökuð voru Ásbyrgi/Jökulsárgljúfur, Laki og Skaftafell, sem öll eru í Vatnajökulsþjóðgarði, Þingvellir, Dynjandi, Hraunfossar, Landmannalaugar, Mývatn, Þórsmörk, Hengifoss og Hvítserkur. Tvö síðast töldu svæðin eru ekki friðlýst þótt svæðinu við Hengifoss sé stjórnað af Vatnajökulsþjóðgarði en voru tekin með í rannsóknina til að ná að fanga ólík svæði vítt og breitt um landið. Niðurstöður frá áður birtri rannsókn á Snæfellsjökulsþjóðgarði voru enn fremur uppfærðar, þannig að heildarfjöldi svæðanna varð 12.Dynjandi er meðal mikilfenglegustu fossa Íslands.VísirRætt við þrjú þúsund ferðamenn Rannsóknir sýnir að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka. Hlutfallið er ólíkt á milli svæða, allt frá 10:1 við Dynjanda og upp í 158:1 við Hraunfossa. Á Þingvöllum er hlutfallið 25:1, í Vatnajökulsþjóðgarði 15:1 og í Þórsmörk 21:1, svo nokkur dæmi séu tekin. Alls var í rannsókninni rætt við ríflega 3.000 ferðamenn á tímabilinu frá 6. júní til 10. september 2018. Niðurstöðurnar úr viðtölunum við ferðamennina sjálfa voru bornar saman við tölur frá Ríkisskattstjóra og kannanir sem gerðar voru meðal atvinnurekenda. Alls var rætt við 415 fyrirtæki sem samtals eru með vel yfir 4.000 starfsmenn. Að meðaltali skiluðu friðlýstu svæðin í rannsókninni áttföldum tekjuskatti miðað við rekstrarkostnað þeirra.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Sjá meira