Ein besta knattspyrnukona sögunnar blótar FIFA í opinskáu viðtali Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 09:00 Abby Wambach. Vísir/Getty Abby Wambach átti magnaðan fótboltaferil á sínum tíma en hún er líka mjög litríkur karakter sem er óhrædd við að segja sína skoðun. Það þarf því ekki að koma á óvart að hún láti ýmislegt flakka í hlaðvarpsþættinum hjá Planet Fútbol enda er þessi knattspyrnugoðsögn ekki sátt við slaka frammistaðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins við að bæta stöðu kvenna. Abby Wambach lætur nefnilega FIFA heldur betur heyra það í viðtalinu en þar talar hún einnig um nýja starf sitt, eiginkonu sína sem er metsöluhöfundur og bókina sem hún gefur út í apríl sem heitir: Wolfpack: How Women Claim Power, Unite and Change the Game. Abby Wambach skoraði á sínum tíma 184 mörk í 256 landsleikjum fyrir Bandaríkin en engin annar, hvorki karl né kona, hefur skorað fleiri landsliðsmörk í sögunni. Wambach skoraði mörkin sín á árunum 2001 til 2015 en hún varð einu sinni heimsmeistari og vann auk þess tvö Ólympíugull á landsliðsferli sínum. Abby Wambach lætur forráðamenn FIFA heyra það í viðtalinu en hún er sérstaklega óánægð með tvennt. Í fyrsta lagi það að FIFA leyfi úrslitaleiki í tveimur öðrum stórmótum fara fram á sama tíma og úrslitaleikur HM kvenna næsta sumar en í öðru lagi grillar hún FIFA fyrir þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla- og kvennaliða hafi verið að aukast síðustu fjögur ár. „Ég veit ekki hvort ég megi blóta í þessu hlaðvarpi en þetta er algjör andskotans rugl. Ég er miklu meira en reið yfir því að konur þurfi að deila deginum með úrslitaleiknum með tveimur öðrum stórmótum. Það er einn mesti löðrungur sem FIFA getur gefið konum,“ sagði Abby Wambach meðal annars.Abby Wambach fagnar heimsmeistaratitli með liðsfélögum sínum.Vísir/GettyÚrslitleikur Copa América og úrslitaleikur Gold Cup fara fram á sama degi og úrslitaleikur HM kvenna sem verður haldin í Frakklandi næsta sumar. „Ég þori vanalega að láta flest flakka og ég er núna að reyna að hugsa upp bestu leiðina fyrir herferð sem myndi sniðganga alla styrktaraðilia FIFA. Það er mín skoðun að þetta skiptir engu máli fyrir FIFA fyrr en þeir finna fyrir því fjárhagslega. Það er samt ekki eins og þá vanti pening því FIFA á sko nóg af peningum,“ sagði Wambach en hún er líka mjög ósátt með þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla og kvenna er enn að aukast. „Svo taka þeir upp á því að auka verðlaunaféð hjá konunum en bíddu, skoðum það aðeins betur. Þeir eru í raun að auka muninn á milli verðlaunafés karla og kvenna. Hvaða breytingu eru menn að reyna að gera og hvers konar skilaboð eru menn að senda,“ spyr Wambach og bætti við: „Við erum endalaust að fá þessi skilaboð frá FIFA og frá stjórnvöldum að konur séu minni mannverur. Ég veit ekki hvenær það endar og ég veit ekki hvernig í andskotanum við fáum FIFA til að taka ábyrgð í þessu máli,“ sagði Wambach. Það má hlusta á hlaðvarpsviðtalið við Abby Wambach hér fyrir neðan. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Abby Wambach átti magnaðan fótboltaferil á sínum tíma en hún er líka mjög litríkur karakter sem er óhrædd við að segja sína skoðun. Það þarf því ekki að koma á óvart að hún láti ýmislegt flakka í hlaðvarpsþættinum hjá Planet Fútbol enda er þessi knattspyrnugoðsögn ekki sátt við slaka frammistaðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins við að bæta stöðu kvenna. Abby Wambach lætur nefnilega FIFA heldur betur heyra það í viðtalinu en þar talar hún einnig um nýja starf sitt, eiginkonu sína sem er metsöluhöfundur og bókina sem hún gefur út í apríl sem heitir: Wolfpack: How Women Claim Power, Unite and Change the Game. Abby Wambach skoraði á sínum tíma 184 mörk í 256 landsleikjum fyrir Bandaríkin en engin annar, hvorki karl né kona, hefur skorað fleiri landsliðsmörk í sögunni. Wambach skoraði mörkin sín á árunum 2001 til 2015 en hún varð einu sinni heimsmeistari og vann auk þess tvö Ólympíugull á landsliðsferli sínum. Abby Wambach lætur forráðamenn FIFA heyra það í viðtalinu en hún er sérstaklega óánægð með tvennt. Í fyrsta lagi það að FIFA leyfi úrslitaleiki í tveimur öðrum stórmótum fara fram á sama tíma og úrslitaleikur HM kvenna næsta sumar en í öðru lagi grillar hún FIFA fyrir þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla- og kvennaliða hafi verið að aukast síðustu fjögur ár. „Ég veit ekki hvort ég megi blóta í þessu hlaðvarpi en þetta er algjör andskotans rugl. Ég er miklu meira en reið yfir því að konur þurfi að deila deginum með úrslitaleiknum með tveimur öðrum stórmótum. Það er einn mesti löðrungur sem FIFA getur gefið konum,“ sagði Abby Wambach meðal annars.Abby Wambach fagnar heimsmeistaratitli með liðsfélögum sínum.Vísir/GettyÚrslitleikur Copa América og úrslitaleikur Gold Cup fara fram á sama degi og úrslitaleikur HM kvenna sem verður haldin í Frakklandi næsta sumar. „Ég þori vanalega að láta flest flakka og ég er núna að reyna að hugsa upp bestu leiðina fyrir herferð sem myndi sniðganga alla styrktaraðilia FIFA. Það er mín skoðun að þetta skiptir engu máli fyrir FIFA fyrr en þeir finna fyrir því fjárhagslega. Það er samt ekki eins og þá vanti pening því FIFA á sko nóg af peningum,“ sagði Wambach en hún er líka mjög ósátt með þá staðreynd að munurinn á verðlaunafé karla og kvenna er enn að aukast. „Svo taka þeir upp á því að auka verðlaunaféð hjá konunum en bíddu, skoðum það aðeins betur. Þeir eru í raun að auka muninn á milli verðlaunafés karla og kvenna. Hvaða breytingu eru menn að reyna að gera og hvers konar skilaboð eru menn að senda,“ spyr Wambach og bætti við: „Við erum endalaust að fá þessi skilaboð frá FIFA og frá stjórnvöldum að konur séu minni mannverur. Ég veit ekki hvenær það endar og ég veit ekki hvernig í andskotanum við fáum FIFA til að taka ábyrgð í þessu máli,“ sagði Wambach. Það má hlusta á hlaðvarpsviðtalið við Abby Wambach hér fyrir neðan.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn