Sverrir Þór: Ég hefði getað farið inn á og gert helmingi betur Bjarni Þórarinn Hallfreðsson í Blue-höllinni skrifar 8. nóvember 2018 21:30 Sverrir var sáttur með sigurinn, en ekki eins sáttur með spilamennskuna Það voru blendnar tilfinningar hjá Sverri Þór Sverrissyni, þjálfara Keflavíkur eftir sigur sinna manna gegn Breiðablik. Keflvíkingar áttu ekki góðan leik í kvöld, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Keflvíkingar voru mun sterkari í seinni hálfleik og skóp það sigurinn. Fallegur sigur var þetta ekki hjá Keflavík, en sigur er sigur. „Já alveg klárlega. En við vorum bara arfaslakir í fyrri hálfleik. Ég var hrikalega pirraður hvað það var mikið baráttu- og viljaleysi og mönnum var bara alveg skítsama. Ég veit ekki hvort að þeir hafi haldið að Blikarnir hafi ætlað að koma hingað og reyna að tapa. Þeir með hörku mannskap. Við vorum bara í tómum vandræðum en ég er ánægður með viðsnúninginn í seinni hálfleik. Þá fórum við að berjast og leggja okkur fram í vörn.“ Blikar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik, og fyrir leik bjuggust líklega fáir við því. Sverrir var ekki klár á því hvort um vanmat hafi verið að ræða. „Ég veit ekki. Við höfum ekki efni á að vanmeta einn né neinn. Þótt svo við séum búnir að vinna marga leiki í upphafi móts þá eru þetta allt hörkuleikir. Það er ekkert lið í þessari deild lélegt þannig að þú getir bara mætt og engan veginn verið að pæla í leiknum og vinna. Það er ekki þannig, og það verður ekki þannig. Við þurfum heldur betur að fara hugsa okkar gang ef við ætlum ekki að fara tapa fullt af leikjum því við erum ekki nógu vel mótiveraðir. Við getum ekki komið aftur svona eins og í kvöld.“ Aðspurður um hvað fór úrskeiðis hjá Keflvíkingum í fyrri hálfleik var svar Sverris einfalt. Hann þótti sínir menn vera latir. „Mér fannst menn bara hreinlega latir. Ég hefði getað farið þarna inn á og gert helmingi betur. Það væri sorglegt en ég hefði allavega nennt þessu. En menn svöruðu þessu í seinni hálfleik og það er mjög jákvætt. Við þurfum að halda áfram frá því sem við gerðum í seinni hálfleik. Þú átt aldrei að geta látið fólk segja við þig að þú hafir verið latur og ekki með vilja. Ég vil ekki sjá það aftur í mínu liði.“ Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Það voru blendnar tilfinningar hjá Sverri Þór Sverrissyni, þjálfara Keflavíkur eftir sigur sinna manna gegn Breiðablik. Keflvíkingar áttu ekki góðan leik í kvöld, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Keflvíkingar voru mun sterkari í seinni hálfleik og skóp það sigurinn. Fallegur sigur var þetta ekki hjá Keflavík, en sigur er sigur. „Já alveg klárlega. En við vorum bara arfaslakir í fyrri hálfleik. Ég var hrikalega pirraður hvað það var mikið baráttu- og viljaleysi og mönnum var bara alveg skítsama. Ég veit ekki hvort að þeir hafi haldið að Blikarnir hafi ætlað að koma hingað og reyna að tapa. Þeir með hörku mannskap. Við vorum bara í tómum vandræðum en ég er ánægður með viðsnúninginn í seinni hálfleik. Þá fórum við að berjast og leggja okkur fram í vörn.“ Blikar höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik, og fyrir leik bjuggust líklega fáir við því. Sverrir var ekki klár á því hvort um vanmat hafi verið að ræða. „Ég veit ekki. Við höfum ekki efni á að vanmeta einn né neinn. Þótt svo við séum búnir að vinna marga leiki í upphafi móts þá eru þetta allt hörkuleikir. Það er ekkert lið í þessari deild lélegt þannig að þú getir bara mætt og engan veginn verið að pæla í leiknum og vinna. Það er ekki þannig, og það verður ekki þannig. Við þurfum heldur betur að fara hugsa okkar gang ef við ætlum ekki að fara tapa fullt af leikjum því við erum ekki nógu vel mótiveraðir. Við getum ekki komið aftur svona eins og í kvöld.“ Aðspurður um hvað fór úrskeiðis hjá Keflvíkingum í fyrri hálfleik var svar Sverris einfalt. Hann þótti sínir menn vera latir. „Mér fannst menn bara hreinlega latir. Ég hefði getað farið þarna inn á og gert helmingi betur. Það væri sorglegt en ég hefði allavega nennt þessu. En menn svöruðu þessu í seinni hálfleik og það er mjög jákvætt. Við þurfum að halda áfram frá því sem við gerðum í seinni hálfleik. Þú átt aldrei að geta látið fólk segja við þig að þú hafir verið latur og ekki með vilja. Ég vil ekki sjá það aftur í mínu liði.“
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira