Borgin sátt við kostnaðinn við uppbygginguna á Hlemmi Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2018 21:00 Kostnaður við breytingarnar á strætóstöðinni á Hlemmi í mathöll hækkaði um rúm 120 prósent frá frumáætlunum til endanlegs kostnaðar enda segir borgin húsið hafa þarfnast mikillar endurnýjunar. Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. Mathöllin á Hlemmi var opnuð á Menningarnótt fyrir rúmu ári. En áður hafði verið auglýst eftir rekstraraðila og síðan valið úr þeim hópi sem sótti um. Rekstraraðilinn leigir síðan út aðstöðu til þeirra veitingastaða sem nú eru með aðstöðu í Mathöllinni.Sjá einnig: Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms Frumáætlun um endurbyggingu hússins hljóðaði upp á 107 milljónir en kostnaðurinn varð að lokum 236 milljónir. Óli Örn Eiríksson deildarstjóri atvinnuþróunar hjá borginni segir fjölda samverkandi þátta hafa aukið kostnaðinn við að breyta þessari 40 ára gömlu strætóstöð í mathöll sem standist allar nútímalegar kröfur. „Það var klárað og jafnvel þótt við bætum við kostnaði við torg endurgerð á þaki er þetta samt þannig að við erum komin með þessa glæsilegu mathöll fyrir fimm, sex hundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Óli Örn. Rekstrarfélag Sjávarklasans leigir Mathöllina á rétt rúma milljón á mánuði og hafa heyrst raddir um að sú leiga sé lág. Óli Örn segir Sjávarklasann hafa komið best út við mat á þeim sex aðilum sem sóttu um að reka Mathöllina. „Þegar þar að kemur fáum við þrjá fasteignasala til að meta hvert leiguverðið ætti að vera til að tryggja að það sé markaðsverð sem verið er að greiða,“ segir Óli Örn.Veitingastaðirnir greiða um sex milljónir í leigu Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðalgrunngjald fyrir hvern bás um hálf milljón á mánuði. Auk þess fær Mathöllin ákveðið hlutfall af veltu hvers veitingastaðar fari hún yfir tiltekin viðmið og staðirnir greiða 100 þúsund króna gjald vegna þrifa, viðhalds og öryggisgæslu. Kostnaður hvers veitngastaðar er því að lágmarki um 600 þúsund krónur á mánuði. Tíu veitingastaðir eru á Hlemmi og má því ætla að rekstraraðilinn fái um sex milljónir króna á mánuði í leigutekjur en greiði sjálfur um milljón. „Hann rekur húsið. Sér um þrifin á húsinu, öryggisgæslu og að halda salernunum hreinum. Hiti og rafmagn, það fellur allt á þetta rekstrarfélag, Hlemmur mathöll,“ segir Óli Örn. Rekstur Mathallarinnar hafi reynst vel þótt þrír veitingastaðir hafi ákveðið að hætta þar. Reynslan frá öðrum löndum af sams konar rekstri sýni að það taki tíma að finna jafnvægi á milli leiguverðs og þeirra veitingastaða sem eru í mathöllum. Þegar er byrjað að vinna að skipulagi að nýju torgi austan við Hlemm mathöll, samkvæmt vinningstillögum í samkeppni um þróun þess svæðis. Þar geti jafnvel risið önnur mathöll þar sem lögð verði áhersla á ferskar vörur. Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms FA vill meina að leiguverðið sé of lágt og í raun opinber styrkur til aðila í samkeppnisrekstri. 7. nóvember 2018 16:49 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Kostnaður við breytingarnar á strætóstöðinni á Hlemmi í mathöll hækkaði um rúm 120 prósent frá frumáætlunum til endanlegs kostnaðar enda segir borgin húsið hafa þarfnast mikillar endurnýjunar. Faglega hafi verið staðið að því að finna út leiguverð til þeirra sem sjá um rekstur hússins. Mathöllin á Hlemmi var opnuð á Menningarnótt fyrir rúmu ári. En áður hafði verið auglýst eftir rekstraraðila og síðan valið úr þeim hópi sem sótti um. Rekstraraðilinn leigir síðan út aðstöðu til þeirra veitingastaða sem nú eru með aðstöðu í Mathöllinni.Sjá einnig: Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms Frumáætlun um endurbyggingu hússins hljóðaði upp á 107 milljónir en kostnaðurinn varð að lokum 236 milljónir. Óli Örn Eiríksson deildarstjóri atvinnuþróunar hjá borginni segir fjölda samverkandi þátta hafa aukið kostnaðinn við að breyta þessari 40 ára gömlu strætóstöð í mathöll sem standist allar nútímalegar kröfur. „Það var klárað og jafnvel þótt við bætum við kostnaði við torg endurgerð á þaki er þetta samt þannig að við erum komin með þessa glæsilegu mathöll fyrir fimm, sex hundruð þúsund krónur á fermetra,“ segir Óli Örn. Rekstrarfélag Sjávarklasans leigir Mathöllina á rétt rúma milljón á mánuði og hafa heyrst raddir um að sú leiga sé lág. Óli Örn segir Sjávarklasann hafa komið best út við mat á þeim sex aðilum sem sóttu um að reka Mathöllina. „Þegar þar að kemur fáum við þrjá fasteignasala til að meta hvert leiguverðið ætti að vera til að tryggja að það sé markaðsverð sem verið er að greiða,“ segir Óli Örn.Veitingastaðirnir greiða um sex milljónir í leigu Samkvæmt heimildum fréttastofu er meðalgrunngjald fyrir hvern bás um hálf milljón á mánuði. Auk þess fær Mathöllin ákveðið hlutfall af veltu hvers veitingastaðar fari hún yfir tiltekin viðmið og staðirnir greiða 100 þúsund króna gjald vegna þrifa, viðhalds og öryggisgæslu. Kostnaður hvers veitngastaðar er því að lágmarki um 600 þúsund krónur á mánuði. Tíu veitingastaðir eru á Hlemmi og má því ætla að rekstraraðilinn fái um sex milljónir króna á mánuði í leigutekjur en greiði sjálfur um milljón. „Hann rekur húsið. Sér um þrifin á húsinu, öryggisgæslu og að halda salernunum hreinum. Hiti og rafmagn, það fellur allt á þetta rekstrarfélag, Hlemmur mathöll,“ segir Óli Örn. Rekstur Mathallarinnar hafi reynst vel þótt þrír veitingastaðir hafi ákveðið að hætta þar. Reynslan frá öðrum löndum af sams konar rekstri sýni að það taki tíma að finna jafnvægi á milli leiguverðs og þeirra veitingastaða sem eru í mathöllum. Þegar er byrjað að vinna að skipulagi að nýju torgi austan við Hlemm mathöll, samkvæmt vinningstillögum í samkeppni um þróun þess svæðis. Þar geti jafnvel risið önnur mathöll þar sem lögð verði áhersla á ferskar vörur.
Borgarstjórn Skipulag Tengdar fréttir Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06 Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms FA vill meina að leiguverðið sé of lágt og í raun opinber styrkur til aðila í samkeppnisrekstri. 7. nóvember 2018 16:49 Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00 Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Vilja að Samkeppniseftirlitið skoði samning borgarinnar við Hlemm Mathöll Félag atvinnurekenda, FA, hefur farið fram á að Samkeppniseftirlitið taki til skoðunar samning Reykjavíkurborgar við rekstraraðila Hlemms Mathallar ehf., með tilliti til þess hvort hann feli í sér opinberan styrk sem raski samkeppni á markaði. 6. nóvember 2018 21:06
Borgin segir þrjá fasteignasala hafa metið leiguverð Hlemms FA vill meina að leiguverðið sé of lágt og í raun opinber styrkur til aðila í samkeppnisrekstri. 7. nóvember 2018 16:49
Tillögu um óháða rannsókn á Hlemmi mathöll vísað frá Borgarstjórn samþykkti í gærkvöld að vísa frá tillögu Mið- flokksins um óháða rannsókn vegna framkvæmda við Hlemm Mathöll. Tólf voru fylgjandi frávísun, tíu mótfallnir en einn sat hjá. 17. október 2018 07:00