Gröf fyrsta forsætisráðherra Íslands ómerkt Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. nóvember 2018 19:00 Umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu segir kirkjugarðana nánast grafa fólk í sjálfboðavinnu. Ekki gangi lengur að skera niður í rekstri þeirra því ástandið sé farið að bitna á umhirðu leiða og legsteinum. Umhirða minningarmarka er ekki eitt af lögbundnum hlutverkum Kirkjugarða Reykjavíkur en að einhverju leiti hefur því þá verið sinnt. Hins vegar þegar fjármagnið er búið er hætta á að minningarmörkin skemmist.Morgunblaðið greindi frá því í morgun að legsteinn Jóns Magnússonar, fyrrverandi forsætisráðherra, stæði laskaður í kirkjugarðinum við Suðurgötu eftir að marmaraplata framan á steinum brotnaði. Platan var sett í geymslu og er gröfin því ómerkt. Ástæðan fyrir því að þetta minningarmark veki athygli er að Jón var fyrsti forsætisráðherra landsins eftir að Ísland fékk fullveldi árið 1918 og var hann einn af þeim sem kom sambandslögunum á það ár. Það vekur því furðu að á hundrað ára afmæli lýðveldisins stendur gröf fyrsta forsætisráðherrans ómerkt.Heimir Janusarson, umsjónarmaður HólavallakirkjugarðsVisir/Stöð 2„Þetta er eitt reisulegasta minningarmark á landinu og mikið og fallegt handverk. Nafnaplatan er því miður brotin og það þarf að gera við hana. Í eðlilegu árferði þá hefðum við gerð það. Látið það fylgja með, rekið pening úr rekstrinum, eins og er gert í önnur verkefni og haldið við en því miður þá kostar þetta svipað og þriggja vikna vinna hjá sumarstarfsmanni og það var bara ofar á forgangslista að hafa fólk í vinnu heldur en að fara út í svona viðgerðir, sagði Heimir Janusarson, umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs. Heimir segir hlutverk kirkjugarðanna er að halda þeim í heild sinni sem bestum og sem snyrtilegustum. „Í gegnum tíðina höfum við sinnt, eins og má sjá í þessum garði sérstaklega, þessum pottjárnsgirðingum. Við höfum gerð þær upp. Við höfum gert við stóra steina, en nú er það bara búið, það er liðin tíð, segir Heimir. Frá hruni hefur fjárveiting til Kirkjugarða Reykjavíkur dregist verulega saman eða um allt að fjörutíu prósent sem hefur mikil áhrif á rekstur garðanna. „Þetta gengur ekki lengur þessi niðurskurður í þessum fyrirtækjum. Hver ætlar annar að sjá um þetta en hið opinbera? Það eru kirkjugarðar út um allt land sem nánast eru að grafa fólk í sjálfboðavinnu, þetta gengur ekki lengur,“ segir Heimir. Skipulag Stjórnsýsla Þjóðkirkjan Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Umsjónarmaður kirkjugarðsins við Suðurgötu segir kirkjugarðana nánast grafa fólk í sjálfboðavinnu. Ekki gangi lengur að skera niður í rekstri þeirra því ástandið sé farið að bitna á umhirðu leiða og legsteinum. Umhirða minningarmarka er ekki eitt af lögbundnum hlutverkum Kirkjugarða Reykjavíkur en að einhverju leiti hefur því þá verið sinnt. Hins vegar þegar fjármagnið er búið er hætta á að minningarmörkin skemmist.Morgunblaðið greindi frá því í morgun að legsteinn Jóns Magnússonar, fyrrverandi forsætisráðherra, stæði laskaður í kirkjugarðinum við Suðurgötu eftir að marmaraplata framan á steinum brotnaði. Platan var sett í geymslu og er gröfin því ómerkt. Ástæðan fyrir því að þetta minningarmark veki athygli er að Jón var fyrsti forsætisráðherra landsins eftir að Ísland fékk fullveldi árið 1918 og var hann einn af þeim sem kom sambandslögunum á það ár. Það vekur því furðu að á hundrað ára afmæli lýðveldisins stendur gröf fyrsta forsætisráðherrans ómerkt.Heimir Janusarson, umsjónarmaður HólavallakirkjugarðsVisir/Stöð 2„Þetta er eitt reisulegasta minningarmark á landinu og mikið og fallegt handverk. Nafnaplatan er því miður brotin og það þarf að gera við hana. Í eðlilegu árferði þá hefðum við gerð það. Látið það fylgja með, rekið pening úr rekstrinum, eins og er gert í önnur verkefni og haldið við en því miður þá kostar þetta svipað og þriggja vikna vinna hjá sumarstarfsmanni og það var bara ofar á forgangslista að hafa fólk í vinnu heldur en að fara út í svona viðgerðir, sagði Heimir Janusarson, umsjónarmaður Hólavallakirkjugarðs. Heimir segir hlutverk kirkjugarðanna er að halda þeim í heild sinni sem bestum og sem snyrtilegustum. „Í gegnum tíðina höfum við sinnt, eins og má sjá í þessum garði sérstaklega, þessum pottjárnsgirðingum. Við höfum gerð þær upp. Við höfum gert við stóra steina, en nú er það bara búið, það er liðin tíð, segir Heimir. Frá hruni hefur fjárveiting til Kirkjugarða Reykjavíkur dregist verulega saman eða um allt að fjörutíu prósent sem hefur mikil áhrif á rekstur garðanna. „Þetta gengur ekki lengur þessi niðurskurður í þessum fyrirtækjum. Hver ætlar annar að sjá um þetta en hið opinbera? Það eru kirkjugarðar út um allt land sem nánast eru að grafa fólk í sjálfboðavinnu, þetta gengur ekki lengur,“ segir Heimir.
Skipulag Stjórnsýsla Þjóðkirkjan Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira