Innlent

Ánægðari með verðlag en áður

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ferðamenn á göngu um Almannagjá á Þingvöllum.
Ferðamenn á göngu um Almannagjá á Þingvöllum. vísir/vilhelm
Ferðaþjónusta Ferðamannapúlsinn, sem byggist á ánægju með heimsókn, hvort það sem keypt er sé peninganna virði, uppfyllingu væntinga, líkum á meðmælum og gestrisni, mælist í hæstu hæðum, eða 84,3 stig af 100 í september. Hefur hann ekki verið hærri síðan á sama tíma 2016. Ferðamannapúlsinn er á vegum Isavia, Ferðamálastofu og Gallup.

Pólskir ferðamenn eru ánægðastir með komuna. Á eftir fylgdu Spánverjar, Þjóðverjar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn. Ferðamenn mældust ánægðari með verðlag en í ágúst. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×