Notar dagblöð í stað plastpoka þegar hún hirðir upp eftir hundinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 19:00 Sjö manna fjölskylda í Reykjavík hefur markvisst dregið úr plastnotkun á síðustu árum. Húsmóðirin segir að þau hafi náð sex af tíu stigum í aðgerðum sínum. Hún notar dagblöð í stað plastpoka til að hreinsa upp eftir hundinn og setur ávexti og grænmeti í verslunum í saumaða poka. Bannað verður að nota einnota plastpoka, plasthnífapör, diska og glös eftir nokkur ár. Það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að plastmálum. Í Reykjavík býr sjö manna fjölskylda byrjaði á því fyrir fjórum árum. Dóra Magnúsdóttir umhverfisgæðingur segir að gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum. „Ég nota til dæmis kókosolíu í glerkrukku í stað hreinsikrems í plasti til að taka af mér farða. Við notum handsápu sem er ekki í plastumbúðum. Það eru að sjálfsögðu umhverfisvænir pokar í ruslinu. Þá fer ég með saumaða poka í búðina til að setja í grænmeti og ávexti. Ég er alltaf með margnota poka í bílnum og ef ég gleymi þeim þegar ég fer að versla tíni ég matinn inní bílinn og sæki poka til að bera hann inn þegar heim er komið. Við kaupum ekki smjörva því hann er í plastíláti heldur hreint smjör sem við geymum mjúkt á eldhúsbekknum. Við kaupum heldur ekki gosdrykki í plasti en eigum sódastreamtæki,“ segir Dóra. Fjölskyldan flokkar allt rusl og hefur komið sér upp moltu. „Ég og maðurinn minn erum alveg eitt í þessu en krakkarnir henda stundum banönum í almenna ruslið og fá þá alveg að heyra það,“ segir Dóra og brosir. Á heimilinu er hundur og þegar Dóra fer með hann út þá notar hún dagblöð í stað plastpoka til að hirða upp eftir hann. Dóra segir að móðir hennar hafi verið á undan samtímanum þegar kom að umhverfismálum. „Mamma saumaði til að mynda margnota jólapoka sem við fjölskyldan notum í stað umbúðapappírs. Fyrst fannst mér þetta hálfleiðinegt en núna eru þessi pokar bara heilagir,“ segir hún að lokum. Umhverfismál Tengdar fréttir Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Íslendingar vilja banna plastpoka Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst. 30. október 2018 06:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Sjö manna fjölskylda í Reykjavík hefur markvisst dregið úr plastnotkun á síðustu árum. Húsmóðirin segir að þau hafi náð sex af tíu stigum í aðgerðum sínum. Hún notar dagblöð í stað plastpoka til að hreinsa upp eftir hundinn og setur ávexti og grænmeti í verslunum í saumaða poka. Bannað verður að nota einnota plastpoka, plasthnífapör, diska og glös eftir nokkur ár. Það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að plastmálum. Í Reykjavík býr sjö manna fjölskylda byrjaði á því fyrir fjórum árum. Dóra Magnúsdóttir umhverfisgæðingur segir að gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum. „Ég nota til dæmis kókosolíu í glerkrukku í stað hreinsikrems í plasti til að taka af mér farða. Við notum handsápu sem er ekki í plastumbúðum. Það eru að sjálfsögðu umhverfisvænir pokar í ruslinu. Þá fer ég með saumaða poka í búðina til að setja í grænmeti og ávexti. Ég er alltaf með margnota poka í bílnum og ef ég gleymi þeim þegar ég fer að versla tíni ég matinn inní bílinn og sæki poka til að bera hann inn þegar heim er komið. Við kaupum ekki smjörva því hann er í plastíláti heldur hreint smjör sem við geymum mjúkt á eldhúsbekknum. Við kaupum heldur ekki gosdrykki í plasti en eigum sódastreamtæki,“ segir Dóra. Fjölskyldan flokkar allt rusl og hefur komið sér upp moltu. „Ég og maðurinn minn erum alveg eitt í þessu en krakkarnir henda stundum banönum í almenna ruslið og fá þá alveg að heyra það,“ segir Dóra og brosir. Á heimilinu er hundur og þegar Dóra fer með hann út þá notar hún dagblöð í stað plastpoka til að hirða upp eftir hann. Dóra segir að móðir hennar hafi verið á undan samtímanum þegar kom að umhverfismálum. „Mamma saumaði til að mynda margnota jólapoka sem við fjölskyldan notum í stað umbúðapappírs. Fyrst fannst mér þetta hálfleiðinegt en núna eru þessi pokar bara heilagir,“ segir hún að lokum.
Umhverfismál Tengdar fréttir Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Íslendingar vilja banna plastpoka Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst. 30. október 2018 06:15 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Sjá meira
Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30
Íslendingar vilja banna plastpoka Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst. 30. október 2018 06:15