Notar dagblöð í stað plastpoka þegar hún hirðir upp eftir hundinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 19:00 Sjö manna fjölskylda í Reykjavík hefur markvisst dregið úr plastnotkun á síðustu árum. Húsmóðirin segir að þau hafi náð sex af tíu stigum í aðgerðum sínum. Hún notar dagblöð í stað plastpoka til að hreinsa upp eftir hundinn og setur ávexti og grænmeti í verslunum í saumaða poka. Bannað verður að nota einnota plastpoka, plasthnífapör, diska og glös eftir nokkur ár. Það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að plastmálum. Í Reykjavík býr sjö manna fjölskylda byrjaði á því fyrir fjórum árum. Dóra Magnúsdóttir umhverfisgæðingur segir að gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum. „Ég nota til dæmis kókosolíu í glerkrukku í stað hreinsikrems í plasti til að taka af mér farða. Við notum handsápu sem er ekki í plastumbúðum. Það eru að sjálfsögðu umhverfisvænir pokar í ruslinu. Þá fer ég með saumaða poka í búðina til að setja í grænmeti og ávexti. Ég er alltaf með margnota poka í bílnum og ef ég gleymi þeim þegar ég fer að versla tíni ég matinn inní bílinn og sæki poka til að bera hann inn þegar heim er komið. Við kaupum ekki smjörva því hann er í plastíláti heldur hreint smjör sem við geymum mjúkt á eldhúsbekknum. Við kaupum heldur ekki gosdrykki í plasti en eigum sódastreamtæki,“ segir Dóra. Fjölskyldan flokkar allt rusl og hefur komið sér upp moltu. „Ég og maðurinn minn erum alveg eitt í þessu en krakkarnir henda stundum banönum í almenna ruslið og fá þá alveg að heyra það,“ segir Dóra og brosir. Á heimilinu er hundur og þegar Dóra fer með hann út þá notar hún dagblöð í stað plastpoka til að hirða upp eftir hann. Dóra segir að móðir hennar hafi verið á undan samtímanum þegar kom að umhverfismálum. „Mamma saumaði til að mynda margnota jólapoka sem við fjölskyldan notum í stað umbúðapappírs. Fyrst fannst mér þetta hálfleiðinegt en núna eru þessi pokar bara heilagir,“ segir hún að lokum. Umhverfismál Tengdar fréttir Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Íslendingar vilja banna plastpoka Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst. 30. október 2018 06:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Sjö manna fjölskylda í Reykjavík hefur markvisst dregið úr plastnotkun á síðustu árum. Húsmóðirin segir að þau hafi náð sex af tíu stigum í aðgerðum sínum. Hún notar dagblöð í stað plastpoka til að hreinsa upp eftir hundinn og setur ávexti og grænmeti í verslunum í saumaða poka. Bannað verður að nota einnota plastpoka, plasthnífapör, diska og glös eftir nokkur ár. Það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að plastmálum. Í Reykjavík býr sjö manna fjölskylda byrjaði á því fyrir fjórum árum. Dóra Magnúsdóttir umhverfisgæðingur segir að gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum. „Ég nota til dæmis kókosolíu í glerkrukku í stað hreinsikrems í plasti til að taka af mér farða. Við notum handsápu sem er ekki í plastumbúðum. Það eru að sjálfsögðu umhverfisvænir pokar í ruslinu. Þá fer ég með saumaða poka í búðina til að setja í grænmeti og ávexti. Ég er alltaf með margnota poka í bílnum og ef ég gleymi þeim þegar ég fer að versla tíni ég matinn inní bílinn og sæki poka til að bera hann inn þegar heim er komið. Við kaupum ekki smjörva því hann er í plastíláti heldur hreint smjör sem við geymum mjúkt á eldhúsbekknum. Við kaupum heldur ekki gosdrykki í plasti en eigum sódastreamtæki,“ segir Dóra. Fjölskyldan flokkar allt rusl og hefur komið sér upp moltu. „Ég og maðurinn minn erum alveg eitt í þessu en krakkarnir henda stundum banönum í almenna ruslið og fá þá alveg að heyra það,“ segir Dóra og brosir. Á heimilinu er hundur og þegar Dóra fer með hann út þá notar hún dagblöð í stað plastpoka til að hirða upp eftir hann. Dóra segir að móðir hennar hafi verið á undan samtímanum þegar kom að umhverfismálum. „Mamma saumaði til að mynda margnota jólapoka sem við fjölskyldan notum í stað umbúðapappírs. Fyrst fannst mér þetta hálfleiðinegt en núna eru þessi pokar bara heilagir,“ segir hún að lokum.
Umhverfismál Tengdar fréttir Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Íslendingar vilja banna plastpoka Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst. 30. október 2018 06:15 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30
Íslendingar vilja banna plastpoka Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst. 30. október 2018 06:15