Borgin reiknar með að skila 3,6 milljarða afgangi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2018 14:13 Borgarstjóri segir fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun til fimm ára bera þess skýr merki að Reykjavík sé í mikilli sókn Vísir/Rakel Ósk Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 og fimm ára áætlun 2019-2023 var lagt fram í borgarstjórn í dag. Áætlunin gerir ráð fyrir að borgarsjóður skili 3,6 milljarða jákvæðri rekstrarniðurstöðu árið 2019, en jákvæð niðurstaða samstæðu er áætluð 12,8 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Jafnvægi er í rekstri borgarinnar, bæði hjá fyrirtækjum hennar og í rekstri A-hlutans þótt ýmis teikn séu á lofti í efnahagsmálum, en A-hlutinn heldur utan um hinn eiginlega rekstur fagsviða borgarinnar. Í tilkynningu fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar til Kauphallar í tengslum við fjárhagsáætlun segir m.a. „Fjárhagur A-hluta er sterkur. Skuldahlutfall A-hluta borgarinnar er langt fyrir neðan viðmið sveitastjórnarlaga.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg borgina vera í miklum vexti. Það sjáist greinilega á verkefnunum í fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun en aukin framlög séu til skólamála og velferðarmála.Segir hagstætt fyrir barnafjölskyldur að búa í Reykjavík „Í fyrsta lagi erum við að tryggja fjármagn til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og til nýrra NPA samninga við fatlað fólk. Í öðru lagi erum við í mörgum grænum fjárfestingum á grundvelli aðalskipulagsins en sú stærsta á þeim vettvangi er Borgarlínan. Í þriðja lagi heldur uppbygging íþróttamannvirkja í austurhluta borgarinnar áfram og fjórða lagi höldum við áfram að efla velferðarþjónustu og auka framlög til leik- og grunnskóla í borginni. Við höldum líka gjöldum áfram í lágmarki þegar kemur að þjónustu borgarinnar þannig að það verði áfram hagstætt fyrir barnafjölskyldur, unga sem aldna að búa í Reykjavík,“ segir Dagur B. Eggertsson. Hann segir að fólki fjölgi í borginni á hverju ári. Það þýði að borgin þurfi að vaxa, nýjar íbúðir séu byggðar sem kalli á að borgin fjárfesti í innviðum eins og götum, torgum, lögnum, skólum og íþróttamannvirkjum auk þjónustu í hverfum. „Fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun til fimm ára ber þess skýr merki að Reykjavík er í mikilli sókn. Við fjárfestum fyrir 18,8 milljarða á næsta ári en sú fjárfesting endurspeglar áherslurnar í sáttmála flokkanna sem mynda meirihlutann í borgarstjórn,“ segir Dagur. Í húsnæðismálum ráðgera Félagsbústaðir umtalsverða fjölgun félagslegra íbúða í eignasafni sínu á tímabili fimm ára áætlunar. Auk þess mun borgin leggja talsverða fjármuni í stofnframlög til uppbyggingar íbúða til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Þá hefur aldrei meira íbúðarhúsnæði farið í uppbygginu í borginni, segir í tilkynningunni. Þá muni mikil uppbygging íþróttamannvirkja eiga sér stað í austurhluta borgarinnar en það sé liður í sterkri áætlun innviðauppbyggingar í borginni.Íþróttamannvirki í austurborginni „Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús, menningarmiðstöð og sundlaug rísa. Í Breiðholti verður einnig byggt íþróttahús og knatthús á næstu árum á svæði ÍR í Suður Mjódd. Þá er bygging boltahúss fyrir hand- og körfubolta að ljúka í Grafarvogi.“ Borgin haldi einnig áfram að byggja upp net hjólastíga og endurnýja lýsingu í borginni sem muni spara umtalsverða fjármuni í framtíðinni auk þess að gera borgina visthæfari og grænni. Þrátt fyrir mörg og stór verkefni Reykjavíkurborgar gerir fjárhagsáætlun 2019 samt ráð fyrir góðum afgangi af rekstrinum og að niðurstaðan verði jákvæð um 3,6 milljarða króna. Rekstrartekjur A-hluta eru áætlaðir 127,7 milljarðar króna en þar af eru skatttekjur tæpir 100,8 milljarðar. Rekstrarútgjöld A-hluta eru áætluð 118,7 milljarðar, þar af laun og launatengd gjöld 69,0 milljarðar, breyting lífeyrisskuldbindinga 4,6 milljarðar og annar rekstrarkostnaður 45,1 milljarðar. Framlegð samstæðunnar (EBITDA sem hlutfall af tekjum) er áætluð 13,7% árið 2019 og hækkar i 16,5% samkvæmt fimm ára áætlun. Gert er ráð fyrir batnandi afkomu á tímabilinu 2020 til 2023. Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 og fimm ára áætlun 2019-2023 var lagt fram í borgarstjórn í dag. Áætlunin gerir ráð fyrir að borgarsjóður skili 3,6 milljarða jákvæðri rekstrarniðurstöðu árið 2019, en jákvæð niðurstaða samstæðu er áætluð 12,8 milljarðar króna eftir fjármagnsliði. Jafnvægi er í rekstri borgarinnar, bæði hjá fyrirtækjum hennar og í rekstri A-hlutans þótt ýmis teikn séu á lofti í efnahagsmálum, en A-hlutinn heldur utan um hinn eiginlega rekstur fagsviða borgarinnar. Í tilkynningu fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar til Kauphallar í tengslum við fjárhagsáætlun segir m.a. „Fjárhagur A-hluta er sterkur. Skuldahlutfall A-hluta borgarinnar er langt fyrir neðan viðmið sveitastjórnarlaga.“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg borgina vera í miklum vexti. Það sjáist greinilega á verkefnunum í fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun en aukin framlög séu til skólamála og velferðarmála.Segir hagstætt fyrir barnafjölskyldur að búa í Reykjavík „Í fyrsta lagi erum við að tryggja fjármagn til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og til nýrra NPA samninga við fatlað fólk. Í öðru lagi erum við í mörgum grænum fjárfestingum á grundvelli aðalskipulagsins en sú stærsta á þeim vettvangi er Borgarlínan. Í þriðja lagi heldur uppbygging íþróttamannvirkja í austurhluta borgarinnar áfram og fjórða lagi höldum við áfram að efla velferðarþjónustu og auka framlög til leik- og grunnskóla í borginni. Við höldum líka gjöldum áfram í lágmarki þegar kemur að þjónustu borgarinnar þannig að það verði áfram hagstætt fyrir barnafjölskyldur, unga sem aldna að búa í Reykjavík,“ segir Dagur B. Eggertsson. Hann segir að fólki fjölgi í borginni á hverju ári. Það þýði að borgin þurfi að vaxa, nýjar íbúðir séu byggðar sem kalli á að borgin fjárfesti í innviðum eins og götum, torgum, lögnum, skólum og íþróttamannvirkjum auk þjónustu í hverfum. „Fjárhagsáætlun og fjárfestingaráætlun til fimm ára ber þess skýr merki að Reykjavík er í mikilli sókn. Við fjárfestum fyrir 18,8 milljarða á næsta ári en sú fjárfesting endurspeglar áherslurnar í sáttmála flokkanna sem mynda meirihlutann í borgarstjórn,“ segir Dagur. Í húsnæðismálum ráðgera Félagsbústaðir umtalsverða fjölgun félagslegra íbúða í eignasafni sínu á tímabili fimm ára áætlunar. Auk þess mun borgin leggja talsverða fjármuni í stofnframlög til uppbyggingar íbúða til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Þá hefur aldrei meira íbúðarhúsnæði farið í uppbygginu í borginni, segir í tilkynningunni. Þá muni mikil uppbygging íþróttamannvirkja eiga sér stað í austurhluta borgarinnar en það sé liður í sterkri áætlun innviðauppbyggingar í borginni.Íþróttamannvirki í austurborginni „Stærstu verkefnin eru í Úlfarsárdal þar sem skóli, íþróttahús, menningarmiðstöð og sundlaug rísa. Í Breiðholti verður einnig byggt íþróttahús og knatthús á næstu árum á svæði ÍR í Suður Mjódd. Þá er bygging boltahúss fyrir hand- og körfubolta að ljúka í Grafarvogi.“ Borgin haldi einnig áfram að byggja upp net hjólastíga og endurnýja lýsingu í borginni sem muni spara umtalsverða fjármuni í framtíðinni auk þess að gera borgina visthæfari og grænni. Þrátt fyrir mörg og stór verkefni Reykjavíkurborgar gerir fjárhagsáætlun 2019 samt ráð fyrir góðum afgangi af rekstrinum og að niðurstaðan verði jákvæð um 3,6 milljarða króna. Rekstrartekjur A-hluta eru áætlaðir 127,7 milljarðar króna en þar af eru skatttekjur tæpir 100,8 milljarðar. Rekstrarútgjöld A-hluta eru áætluð 118,7 milljarðar, þar af laun og launatengd gjöld 69,0 milljarðar, breyting lífeyrisskuldbindinga 4,6 milljarðar og annar rekstrarkostnaður 45,1 milljarðar. Framlegð samstæðunnar (EBITDA sem hlutfall af tekjum) er áætluð 13,7% árið 2019 og hækkar i 16,5% samkvæmt fimm ára áætlun. Gert er ráð fyrir batnandi afkomu á tímabilinu 2020 til 2023.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira