Fær greitt þrátt fyrir fjarveru sína í bæjarráði Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. nóvember 2018 13:44 Sigurjón Vídalín situr í bæjarráði Árborgar. Vísir Sigurjón Vídalín Guðmundsson, fulltrúi Á-lista, Áfram Árborg í meirihlutasamstarfi listans, Framsóknar og óháðra, Miðflokksins og Samfylkingarinnar, hefur mætt á þrjá fundi af þrettán í bæjarráði, frá því nýtt meirihlutasamstarf var kynnt 1. júní í sumar. Í fjarveru hans hafa varamenn listans setið fundi ráðsins og þegið greiðslur auk þess að Sigurjón hefur haldið sínum greiðslum fyrir setu sína í bæjarráði. Á-listinn, Áfram Árborg, saman stendur af Pírötum og Viðreisn. Á fundi bæjarráðs Árborgar sem haldinn var 1. nóvember var lögð fram fyrirspurn frá Kjartani Björnssyni, fulltrúa D-lista í ráðinu, um hver kostnaður sveitarfélagsins sé við að varamaður Á-listans hafi setið flesta fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar, það er kostnaður umfram fasta þóknun bæjarfulltrúa, sem viðkomandi aðalmaður þiggur. Í svari meirihlutans segir að fyrir hvern setinn bæjarráðsfund fái varamaður greiddar 16.833,- krónur. Varamenn Á-listans hafa setið tíu fundi bæjarráðs. Þá kemur fram að þessi háttur hafi verið viðhafður í bæjaráði sveitarfélagsins að minnsta kosti frá árinu 2003.Heldur föstum greiðslum enda gera reglur ekki ráð fyrir öðruGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Vísir/MHHGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar staðfestir þetta í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli segir að aðalmaður Á-listans hafi haldið öllum þeim fastagreiðslum sem samþykktir sveitarfélagsins kveða á um þennan tíma, enda geri reglurnar ekki ráð fyrir öðru. Mánaðarleg greiðsla til bæjarráðsfulltrúa er 67.333,- krónur á mánuði og hefur núverandi fulltrúum verið greitt frá 15. júní eftir að nýr meirihluti tilkynnti um samstarf sitt. Aðalfulltrúar fá hins vegar ekki greitt fyrir hvern fund líkt og varamenn.Við í vinnu við VaðlaheiðargöngumBæjarráð Árborgar. Frá vinstri, Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, Gísli Halldór Halldórsson, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarráðsmaður og Gunnar Egilsson, bæjarráðsmaður.Mynd/rborgSkýring á slakri fundarsókn aðalfulltrúa Á-listans er að hann hafi verið bundinn af verkefnum sínum vegna Vaðlaheiðarganga og var bundinn lengur en nokkur hafi búist við. Gísli Halldór segir að skyldum Sigurjóns í því verki sé líklega að ljúka í dag eða á morgun. Gísli tekur fram í svari sínu að Sigurjón hafi sinnt skyldum sínum vel á því tímabili sem um ræðir, að öðru leyti en því að hafa misst úr marga fundi í bæjarráði sem haldnir séu á fimmtudögum. Þeir dagar hafi hitt illa á hann. Gísli segir aðalfulltrúann hafa sett sig vel inn í öll mál og upplýst varamenn og undirbúið þá fyrir fundi. Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins fyrir setu Sigurjóns í bæjarráði frá 15. júní er á þriðja hundrað þúsund og kostnaður vegna varamanna er á annað hundrað þúsund. Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, fulltrúi Á-lista, Áfram Árborg í meirihlutasamstarfi listans, Framsóknar og óháðra, Miðflokksins og Samfylkingarinnar, hefur mætt á þrjá fundi af þrettán í bæjarráði, frá því nýtt meirihlutasamstarf var kynnt 1. júní í sumar. Í fjarveru hans hafa varamenn listans setið fundi ráðsins og þegið greiðslur auk þess að Sigurjón hefur haldið sínum greiðslum fyrir setu sína í bæjarráði. Á-listinn, Áfram Árborg, saman stendur af Pírötum og Viðreisn. Á fundi bæjarráðs Árborgar sem haldinn var 1. nóvember var lögð fram fyrirspurn frá Kjartani Björnssyni, fulltrúa D-lista í ráðinu, um hver kostnaður sveitarfélagsins sé við að varamaður Á-listans hafi setið flesta fundi bæjarráðs og bæjarstjórnar, það er kostnaður umfram fasta þóknun bæjarfulltrúa, sem viðkomandi aðalmaður þiggur. Í svari meirihlutans segir að fyrir hvern setinn bæjarráðsfund fái varamaður greiddar 16.833,- krónur. Varamenn Á-listans hafa setið tíu fundi bæjarráðs. Þá kemur fram að þessi háttur hafi verið viðhafður í bæjaráði sveitarfélagsins að minnsta kosti frá árinu 2003.Heldur föstum greiðslum enda gera reglur ekki ráð fyrir öðruGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Vísir/MHHGísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar staðfestir þetta í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Gísli segir að aðalmaður Á-listans hafi haldið öllum þeim fastagreiðslum sem samþykktir sveitarfélagsins kveða á um þennan tíma, enda geri reglurnar ekki ráð fyrir öðru. Mánaðarleg greiðsla til bæjarráðsfulltrúa er 67.333,- krónur á mánuði og hefur núverandi fulltrúum verið greitt frá 15. júní eftir að nýr meirihluti tilkynnti um samstarf sitt. Aðalfulltrúar fá hins vegar ekki greitt fyrir hvern fund líkt og varamenn.Við í vinnu við VaðlaheiðargöngumBæjarráð Árborgar. Frá vinstri, Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs, Gísli Halldór Halldórsson, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarráðsmaður og Gunnar Egilsson, bæjarráðsmaður.Mynd/rborgSkýring á slakri fundarsókn aðalfulltrúa Á-listans er að hann hafi verið bundinn af verkefnum sínum vegna Vaðlaheiðarganga og var bundinn lengur en nokkur hafi búist við. Gísli Halldór segir að skyldum Sigurjóns í því verki sé líklega að ljúka í dag eða á morgun. Gísli tekur fram í svari sínu að Sigurjón hafi sinnt skyldum sínum vel á því tímabili sem um ræðir, að öðru leyti en því að hafa misst úr marga fundi í bæjarráði sem haldnir séu á fimmtudögum. Þeir dagar hafi hitt illa á hann. Gísli segir aðalfulltrúann hafa sett sig vel inn í öll mál og upplýst varamenn og undirbúið þá fyrir fundi. Áætlaður kostnaður sveitarfélagsins fyrir setu Sigurjóns í bæjarráði frá 15. júní er á þriðja hundrað þúsund og kostnaður vegna varamanna er á annað hundrað þúsund.
Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira