Dómþing á bak við svarta gardínu Haukur Logi Karlsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Fréttablaðið fjallaði hinn 31. október sl. um myndatökur í dómshúsum og rakti brot úr samtali blaðamanns við skrifstofustjóra Landsréttar. Tilefnið var einkennileg uppákoma á dögunum þar sem reynt var að koma í veg fyrir eðlilegan fréttaflutning af einu umtalaðasta dómsmáli síðustu ára, m.a. með því að sveipa sakborninginn svörtum gardínum. Svör skrifstofustjórans, sem ég geri ráð fyrir að séu rétt höfð eftir, voru á þá leið að öryggi sakborninga þyrfti að tryggja, þeir væru saklausir uns sekt væri sönnuð, fólk ætti að geta komist óséð um dómshúsið og að fólk hefði val um hvort það væri myndað. Það verður að viðurkennast að þarna hrekst skrifstofustjórinn úr einni haldlausri klisjunni yfir í þá næstu. Öryggi sakborninga er vissulega ekki ógnað með fréttaljósmyndum, viðkomandi sakborningur hafði þegar verið fundinn sekur af héraðsdómi og sætti í öllu falli opinberri ákæru fyrir hegningarlagabrot, fólk á ekki heimtingu á að komast óséð um opinbera staði eins og dómshús og fólk hefur almennt ekki val um það hvort það sé myndað á opinberum stöðum. Í stuttu máli misheppnaðist skrifstofustjóranum að færa viðhlítandi rök fyrir takmörkun á fréttaflutningi af því dómsmáli sem um ræðir, enda eru ljósmyndir órjúfanlegur þáttur af nútíma fréttaflutningi. Uppákoman í dómshúsinu verður vart skilin öðruvísi en sem takmörkun á þeirri meginreglu að réttarhöld skuli fara fram fyrir opnum tjöldum. Verndarandlag þeirrar meginreglu er niðurstaða sjálfs réttarhaldsins. Það eru meiri líkur á réttri niðurstöðu ef störf dómstólsins eru opin almenningi af þeirri einföldu ástæðu að þá þurfa lögmenn, saksóknarar, dómarar og sakborningar að vanda sig betur; öll framkoma og tjáning til ljóðs eða láðs verður almenningi ljós. Það eru því meiri líkur á mistökum og slælegum vinnubrögðum í réttarhaldi sem fer fram á bak við svarta gardínu, rétt eins og það eru meiri líkur á að fólk fari gegn rauðu ljósi þegar enginn er að horfa. Það má því spyrja hvort þær ástæður sem skrifstofustjórinn nefnir réttlæti aukna hættu á mistökum í dómsmeðferð sakamála? Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að lögmenn, saksóknarar, dómarar og aðrir starfsmenn réttarkerfisins vilji vinna störf sín fjarri kastljósi fjölmiðla. Það er þægilegra að hafa það þannig og þeir treysta sjálfum sér eflaust til að gera ekki mistök. Réttarhald, ekki hvað síst í sakamálum, er hins vegar opinber athöfn. Almenningur þarf að sjá og heyra hvað dómstólarnir og aðrir starfsmenn kerfisins eru að aðhafast, enda er það eina aðhaldið sem unnt er að veita þeirri grein ríkisvaldsins sem er svo vandlega varin fyrir pólitískum afskiptum. Öll takmörkun á fréttaflutningi af dómsmálum, umfram það sem er nauðsynlegt til að dómþing geti náð eðlilega fram að ganga, þarf því að byggja á sterkum rökum en ekki innihaldslausum klisjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið fjallaði hinn 31. október sl. um myndatökur í dómshúsum og rakti brot úr samtali blaðamanns við skrifstofustjóra Landsréttar. Tilefnið var einkennileg uppákoma á dögunum þar sem reynt var að koma í veg fyrir eðlilegan fréttaflutning af einu umtalaðasta dómsmáli síðustu ára, m.a. með því að sveipa sakborninginn svörtum gardínum. Svör skrifstofustjórans, sem ég geri ráð fyrir að séu rétt höfð eftir, voru á þá leið að öryggi sakborninga þyrfti að tryggja, þeir væru saklausir uns sekt væri sönnuð, fólk ætti að geta komist óséð um dómshúsið og að fólk hefði val um hvort það væri myndað. Það verður að viðurkennast að þarna hrekst skrifstofustjórinn úr einni haldlausri klisjunni yfir í þá næstu. Öryggi sakborninga er vissulega ekki ógnað með fréttaljósmyndum, viðkomandi sakborningur hafði þegar verið fundinn sekur af héraðsdómi og sætti í öllu falli opinberri ákæru fyrir hegningarlagabrot, fólk á ekki heimtingu á að komast óséð um opinbera staði eins og dómshús og fólk hefur almennt ekki val um það hvort það sé myndað á opinberum stöðum. Í stuttu máli misheppnaðist skrifstofustjóranum að færa viðhlítandi rök fyrir takmörkun á fréttaflutningi af því dómsmáli sem um ræðir, enda eru ljósmyndir órjúfanlegur þáttur af nútíma fréttaflutningi. Uppákoman í dómshúsinu verður vart skilin öðruvísi en sem takmörkun á þeirri meginreglu að réttarhöld skuli fara fram fyrir opnum tjöldum. Verndarandlag þeirrar meginreglu er niðurstaða sjálfs réttarhaldsins. Það eru meiri líkur á réttri niðurstöðu ef störf dómstólsins eru opin almenningi af þeirri einföldu ástæðu að þá þurfa lögmenn, saksóknarar, dómarar og sakborningar að vanda sig betur; öll framkoma og tjáning til ljóðs eða láðs verður almenningi ljós. Það eru því meiri líkur á mistökum og slælegum vinnubrögðum í réttarhaldi sem fer fram á bak við svarta gardínu, rétt eins og það eru meiri líkur á að fólk fari gegn rauðu ljósi þegar enginn er að horfa. Það má því spyrja hvort þær ástæður sem skrifstofustjórinn nefnir réttlæti aukna hættu á mistökum í dómsmeðferð sakamála? Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að lögmenn, saksóknarar, dómarar og aðrir starfsmenn réttarkerfisins vilji vinna störf sín fjarri kastljósi fjölmiðla. Það er þægilegra að hafa það þannig og þeir treysta sjálfum sér eflaust til að gera ekki mistök. Réttarhald, ekki hvað síst í sakamálum, er hins vegar opinber athöfn. Almenningur þarf að sjá og heyra hvað dómstólarnir og aðrir starfsmenn kerfisins eru að aðhafast, enda er það eina aðhaldið sem unnt er að veita þeirri grein ríkisvaldsins sem er svo vandlega varin fyrir pólitískum afskiptum. Öll takmörkun á fréttaflutningi af dómsmálum, umfram það sem er nauðsynlegt til að dómþing geti náð eðlilega fram að ganga, þarf því að byggja á sterkum rökum en ekki innihaldslausum klisjum.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar