Heræfingar hafnar að nýju í Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2018 10:54 Frá heræfingu Suður-Kóreu og Bandaríkjanna fyrr á árinu. EPA/JEON HEON-KYUN Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. Eftir fund Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í sumar sagði Trump að sameiginlegum æfingum skyldi hætt um tíma og sagði Trump sjálfur að æfingarnar væru kostnaðarsamar og „ögrandi“ gagnvart Norður-Kóreu. Æfingarnar eru þó smáar í sniðum og fela í sér þátttöku um 500 landgönguliða beggja ríkjanna. Bandaríkin eru með um 28.500 hermenn í Suður-Kóreu og hafa ríkin reglulega staðið í sameiginlegum æfingum. Þær eru sagðar vera varnarlegs eðlis en yfirvöld Norður-Kóreu hafa reglulega fordæmt þær og sagt þær vera undirbúning fyrir innrás. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með erindrekum frá Norður-Kóreu á næstu dögum þar sem afvopnun Norður-Kóreu verður rædd. Trump og Kim skrifuðu undir samkomulag í Singapúr í sumar sem þótti óljóst og hefur lítill árangur náðst síðan þá. Bandaríkin hafa lagt áherslu á að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu verði haldið til streitu þar til einræðisríkið lætur kjarnorkuvopn sín af hendi. Yfirvöld Norður-Kóreu vilja hins vegar ekki taka skref í átt að afvopnun án þess að losna fyrst við refsiaðgerðir.Samkvæmt AFP fréttaveitunni gaf Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu út yfirlýsingu á föstudaginn þar sem því var hótað að framleiðsla kjarnorkuvopna yrði hafin að nýju í einræðisríkinu. Það yrði gert ef Bandaríkin léttu ekki á þvingunum.Pompeo sagði þó seinna á föstudaginn að það kæmi ekki til greina án aðgerða frá Norður-Kóreu. Asía Norður-Kórea Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Fyrsta sameiginlega heræfing Suður-Kóreu og Bandaríkjanna frá því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að slíkum æfingum skyldi hætt stendur nú yfir. Eftir fund Trump og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í sumar sagði Trump að sameiginlegum æfingum skyldi hætt um tíma og sagði Trump sjálfur að æfingarnar væru kostnaðarsamar og „ögrandi“ gagnvart Norður-Kóreu. Æfingarnar eru þó smáar í sniðum og fela í sér þátttöku um 500 landgönguliða beggja ríkjanna. Bandaríkin eru með um 28.500 hermenn í Suður-Kóreu og hafa ríkin reglulega staðið í sameiginlegum æfingum. Þær eru sagðar vera varnarlegs eðlis en yfirvöld Norður-Kóreu hafa reglulega fordæmt þær og sagt þær vera undirbúning fyrir innrás. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með erindrekum frá Norður-Kóreu á næstu dögum þar sem afvopnun Norður-Kóreu verður rædd. Trump og Kim skrifuðu undir samkomulag í Singapúr í sumar sem þótti óljóst og hefur lítill árangur náðst síðan þá. Bandaríkin hafa lagt áherslu á að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu verði haldið til streitu þar til einræðisríkið lætur kjarnorkuvopn sín af hendi. Yfirvöld Norður-Kóreu vilja hins vegar ekki taka skref í átt að afvopnun án þess að losna fyrst við refsiaðgerðir.Samkvæmt AFP fréttaveitunni gaf Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu út yfirlýsingu á föstudaginn þar sem því var hótað að framleiðsla kjarnorkuvopna yrði hafin að nýju í einræðisríkinu. Það yrði gert ef Bandaríkin léttu ekki á þvingunum.Pompeo sagði þó seinna á föstudaginn að það kæmi ekki til greina án aðgerða frá Norður-Kóreu.
Asía Norður-Kórea Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira