Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. nóvember 2018 21:44 Erdogan Tyrklandsforseti segir mörgum spurningum ósvarað um morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. Í greininni setur forsetinn fram nokkrar spurningar í tengslum við morðið á Khashoggi sem enn hefur ekki fengist svar við en sádi-arabíski blaðamaðurinn var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan. „Hvar eru líkamsleifar Khashoggi? Hver er „samstarfsmaðurinn“ sem Sádar segjast hafa afhent lík hans? Hver gaf skipun um að drepa þessa góðu sál? Því miður eru þetta spurningar sem yfirvöld Sádi-Arabíu hafa neitað að svara,“ skrifar forsetinn.Sjá einnig: Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Þá telur Erdogan upp það sem vitað er um málið. Að morðingjar Khashoggi séu meðal hinna 18 grunuðu sem nú eru í haldi og að þeir hafi haft ákveðnar skipanir sem sneru að því að myrða Khashoggi og koma sér síðan í burtu. Þá setur forsetinn fram þá fullyrðingu að þær skipanir hafi komið frá háttsettum aðilum innan ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. „Sumir virðast vona að þetta „vandamál“ hverfi með tíð og tíma, en við munum halda áfram að spyrja þessara spurninga sem eru geigvænlega mikilvægar í rannsókn málsins í Tyrklandi, en hafa einnig mikla þýðingu fyrir ástvini og aðstandendur Khashoggi sjálfs.Segir samband Tyrkja og Sáda „vinalegt“Þá leggur Erdogan áherslu á að þrátt fyrir að hann telji skipunina um morðið á Khashoggi hafa komið úr innsta hring ríkisstjórnar Sáda njóti ríkin tvö, Tyrkland og Sádi-Arabía, „vinsamlegra tengsla.“ „Ég trúi því ekki í eina sekúndu að Salman konungur, gæslumaður hinna heilögu moska, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Þess vegna hef ég enga ástæðu til þess að trúa því að morðið tengist á neinn hátt opinberri stefnu Sádi-Arabíu.“ Þó bætti forsetinn við að góð tengsl ríkjanna tveggja myndu ekki verða þess valdandi að Tyrkir sæu sér fært að líta fram hjá því sem hann sjálfur kallaði „þaulskipulagt morð sem átti sér stað fyrir framan nefið á okkur öllum.“ Evrópa Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. 27. október 2018 09:53 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20 Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. Í greininni setur forsetinn fram nokkrar spurningar í tengslum við morðið á Khashoggi sem enn hefur ekki fengist svar við en sádi-arabíski blaðamaðurinn var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan. „Hvar eru líkamsleifar Khashoggi? Hver er „samstarfsmaðurinn“ sem Sádar segjast hafa afhent lík hans? Hver gaf skipun um að drepa þessa góðu sál? Því miður eru þetta spurningar sem yfirvöld Sádi-Arabíu hafa neitað að svara,“ skrifar forsetinn.Sjá einnig: Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Þá telur Erdogan upp það sem vitað er um málið. Að morðingjar Khashoggi séu meðal hinna 18 grunuðu sem nú eru í haldi og að þeir hafi haft ákveðnar skipanir sem sneru að því að myrða Khashoggi og koma sér síðan í burtu. Þá setur forsetinn fram þá fullyrðingu að þær skipanir hafi komið frá háttsettum aðilum innan ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. „Sumir virðast vona að þetta „vandamál“ hverfi með tíð og tíma, en við munum halda áfram að spyrja þessara spurninga sem eru geigvænlega mikilvægar í rannsókn málsins í Tyrklandi, en hafa einnig mikla þýðingu fyrir ástvini og aðstandendur Khashoggi sjálfs.Segir samband Tyrkja og Sáda „vinalegt“Þá leggur Erdogan áherslu á að þrátt fyrir að hann telji skipunina um morðið á Khashoggi hafa komið úr innsta hring ríkisstjórnar Sáda njóti ríkin tvö, Tyrkland og Sádi-Arabía, „vinsamlegra tengsla.“ „Ég trúi því ekki í eina sekúndu að Salman konungur, gæslumaður hinna heilögu moska, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Þess vegna hef ég enga ástæðu til þess að trúa því að morðið tengist á neinn hátt opinberri stefnu Sádi-Arabíu.“ Þó bætti forsetinn við að góð tengsl ríkjanna tveggja myndu ekki verða þess valdandi að Tyrkir sæu sér fært að líta fram hjá því sem hann sjálfur kallaði „þaulskipulagt morð sem átti sér stað fyrir framan nefið á okkur öllum.“
Evrópa Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. 27. október 2018 09:53 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20 Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. 27. október 2018 09:53
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20
Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06