Telja að tvífari Ross sé í London Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2018 11:08 Hinn grunaði glæpamaður er sá til vinstri, en David Schwimmer er sá til hægri. Eða var það öfugt? Lögregla í London tekur nú þátt í leitinni að tvífara bandaríska leikarans David Schwimmer eftir að lögregla í Blackpool birti mynd af honum úr öryggismyndavél. Lögregla í Blackpool telur víst að maðurinn, sem grunaður er um þjófnað í borginni, sé frá og hafist við í London. Netheimar loguðu eftir að Blackpool-lögreglan lýsti eftir manninum þar sem hann þótti sláandi líkur persónunni Ross úr þáttunum Vinum. Schwimmer fór með hlutverk Ross í þáttunum sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004. „Við vinnum með kollegum okkar í Lundúnalögreglunni að því að hafa hendur í hári hans og handtaka,“ segir talskona lögreglunnar í Blackpool. „Við teljum að maðurinn sem náðist á öryggismyndavél sé frá London.“ Schwimmer tók sjálfur boltann á lofti og lýsti yfir sakleysi sínu þar sem hann sagðist ekki hafa verið í Blackpool á þeim tíma sem myndin úr öryggismyndavélinni náðist. Birti hann myndband á samfélagsmiðlum sem sagt var úr öryggismyndavél verslunar í New York þar sem mátti sjá Schwimmer haldandi á kassa af bjór, alveg eins og tvífarinn. „Lögreglumenn, ég sver að þetta var ekki ég. Eins og þið sjáið þá var ég í New York.“ Maðurinn sem lögreglan leitar að er grunaður um að hafa stolið jakka, síma og veski á veitingastaðnum Mr Basrai's í Blackpool þann 20. september.Officers, I swear it wasn't me.As you can see, I was in New York.To the hardworking Blackpool Police, good luck with the investigation.#itwasntme pic.twitter.com/EDFF9dZoYR— schwim (@DavidSchwimmer) October 24, 2018 Bretland Friends Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Lögregla í London tekur nú þátt í leitinni að tvífara bandaríska leikarans David Schwimmer eftir að lögregla í Blackpool birti mynd af honum úr öryggismyndavél. Lögregla í Blackpool telur víst að maðurinn, sem grunaður er um þjófnað í borginni, sé frá og hafist við í London. Netheimar loguðu eftir að Blackpool-lögreglan lýsti eftir manninum þar sem hann þótti sláandi líkur persónunni Ross úr þáttunum Vinum. Schwimmer fór með hlutverk Ross í þáttunum sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004. „Við vinnum með kollegum okkar í Lundúnalögreglunni að því að hafa hendur í hári hans og handtaka,“ segir talskona lögreglunnar í Blackpool. „Við teljum að maðurinn sem náðist á öryggismyndavél sé frá London.“ Schwimmer tók sjálfur boltann á lofti og lýsti yfir sakleysi sínu þar sem hann sagðist ekki hafa verið í Blackpool á þeim tíma sem myndin úr öryggismyndavélinni náðist. Birti hann myndband á samfélagsmiðlum sem sagt var úr öryggismyndavél verslunar í New York þar sem mátti sjá Schwimmer haldandi á kassa af bjór, alveg eins og tvífarinn. „Lögreglumenn, ég sver að þetta var ekki ég. Eins og þið sjáið þá var ég í New York.“ Maðurinn sem lögreglan leitar að er grunaður um að hafa stolið jakka, síma og veski á veitingastaðnum Mr Basrai's í Blackpool þann 20. september.Officers, I swear it wasn't me.As you can see, I was in New York.To the hardworking Blackpool Police, good luck with the investigation.#itwasntme pic.twitter.com/EDFF9dZoYR— schwim (@DavidSchwimmer) October 24, 2018
Bretland Friends Tengdar fréttir Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Lögregla lýsir eftir tvífara Davids Schwimmers Líkindin hafa vakið mikla kátínu netverja. 24. október 2018 09:53