Borche: Án Hákons og Matta er liðið ekki nógu sterkt Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Seljaskóla skrifar 1. nóvember 2018 21:45 Borche hefur átt auðveldari daga í starfi sínu vísir/bára Borche Ilievski segir lið ÍR einfaldlega ekki vera nógu sterkt þegar lykilmenn vantar úr liðinu, varamennirnir eru ekki nógu sterkir. Báðir leikstjórnendur liðsins eru meiddir og sárvantaði þá í stórtapi ÍR fyrir Keflavík í kvöld. „Það fór allt illa. Ég man varla eftir einhverju sem fór vel. En ég bjóst við því að við myndum vera eftir á í leiknum þar sem við misstum annan leikstjórnanda, Hákon, í meiðsli. Án hans og Matta er eðlilegt að við séum með tuttugu tapaða bolta og illa skipulagðir,“ sagði Borche eftir leikinn í Seljaskóla í kvöld. Matthías Orri Sigurðarson, aðal leikstjórnandi liðsins og einn sá besti í deildinni, meiddist í öðrum leik vetrarins gegn Haukum og hefur ekkert verið með síðan. Hákon Örn Hjálmarsson er maðurinn sem leysir Matthías af og nú er hann líka meiddur. „Skipulagði hrundi í kvöld og þeir skoruðu 17 stig eftir að við töpum boltanum. Það er allt of mikið. Við þurfum að leysa þessi vandamál, það er klárt.“ „Þetta lið, liðsskipanin eins og hún var í dag er mjög veikburða. Þegar Matti og Hákon koma til baka þurfa þeir tíma til að aðlagast. Við eigum í erfiðleikum eins og er en reynum að vera jákvæðir.“ Borche segist hafa beðið um nýjan leikstjórnanda fyrir einhverjum þremur, fjórum vikum síðan en fengið neikvætt svar. Hann á því ekki von á að geta styrkt lið sitt frekar. Þá sagði hann að Matthías muni líklega missa af næstu tveimur til þremur leikjum ÍR. „Hann er enn ekki byrjaður að æfa. Hann fer vonandi að skjóta og skokka á mánudaginn. Ég vona að hann verði tilbúinn í þar næsta leik, en það fer eftir því hvernig honum líður.“ „Þegar við fáum Hákon til baka verður skipulagið mun betra og skotvalið. Þá munum við ekki tapa 20 boltum, og fyrir mér eru þessir töpuðu boltar það sem ræður úrslitunum. Ef annar þessara stráka hefði verið hér þá hefði leikurinn verið jafnari.“ „Þetta verður enn erfitt þegar Hákon verður bara kominn til baka, en þá verða leikirnir jafnari.“ „En ég á í miklum vandræðum þessa dagana,“ sagði Borche Ilievski. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Keflavík 74-94 │Auðveldur sigur Keflavíkur Keflvíkingar unnu mjög öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. 1. nóvember 2018 22:15 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Borche Ilievski segir lið ÍR einfaldlega ekki vera nógu sterkt þegar lykilmenn vantar úr liðinu, varamennirnir eru ekki nógu sterkir. Báðir leikstjórnendur liðsins eru meiddir og sárvantaði þá í stórtapi ÍR fyrir Keflavík í kvöld. „Það fór allt illa. Ég man varla eftir einhverju sem fór vel. En ég bjóst við því að við myndum vera eftir á í leiknum þar sem við misstum annan leikstjórnanda, Hákon, í meiðsli. Án hans og Matta er eðlilegt að við séum með tuttugu tapaða bolta og illa skipulagðir,“ sagði Borche eftir leikinn í Seljaskóla í kvöld. Matthías Orri Sigurðarson, aðal leikstjórnandi liðsins og einn sá besti í deildinni, meiddist í öðrum leik vetrarins gegn Haukum og hefur ekkert verið með síðan. Hákon Örn Hjálmarsson er maðurinn sem leysir Matthías af og nú er hann líka meiddur. „Skipulagði hrundi í kvöld og þeir skoruðu 17 stig eftir að við töpum boltanum. Það er allt of mikið. Við þurfum að leysa þessi vandamál, það er klárt.“ „Þetta lið, liðsskipanin eins og hún var í dag er mjög veikburða. Þegar Matti og Hákon koma til baka þurfa þeir tíma til að aðlagast. Við eigum í erfiðleikum eins og er en reynum að vera jákvæðir.“ Borche segist hafa beðið um nýjan leikstjórnanda fyrir einhverjum þremur, fjórum vikum síðan en fengið neikvætt svar. Hann á því ekki von á að geta styrkt lið sitt frekar. Þá sagði hann að Matthías muni líklega missa af næstu tveimur til þremur leikjum ÍR. „Hann er enn ekki byrjaður að æfa. Hann fer vonandi að skjóta og skokka á mánudaginn. Ég vona að hann verði tilbúinn í þar næsta leik, en það fer eftir því hvernig honum líður.“ „Þegar við fáum Hákon til baka verður skipulagið mun betra og skotvalið. Þá munum við ekki tapa 20 boltum, og fyrir mér eru þessir töpuðu boltar það sem ræður úrslitunum. Ef annar þessara stráka hefði verið hér þá hefði leikurinn verið jafnari.“ „Þetta verður enn erfitt þegar Hákon verður bara kominn til baka, en þá verða leikirnir jafnari.“ „En ég á í miklum vandræðum þessa dagana,“ sagði Borche Ilievski.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Keflavík 74-94 │Auðveldur sigur Keflavíkur Keflvíkingar unnu mjög öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. 1. nóvember 2018 22:15 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Keflavík 74-94 │Auðveldur sigur Keflavíkur Keflvíkingar unnu mjög öruggan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. 1. nóvember 2018 22:15