Jóhann Þór: Þetta var engin Mourinho taktík Smári Jökull Jónsson í Röstinni skrifar 1. nóvember 2018 21:13 Jóhann sá jákvæða punkta hjá liði Grindavíkur í kvöld. vísir/vilhelm „Það var fullt af ljósum punktum í þessu en við erum enn í þróunarferli og eigum langt í land. Það voru jákvæðir punktar úti um allt samt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn gegn Val í kvöld suður með sjó. „Fyrsti og þriðji leikhluti standa upp úr varnarlega og ákvarðanatökur sóknarlega eru betri þó svo að þær megi vera töluvert skárri. Varnarlega erum við að gera barnaleg mistök og eigum töluvert í land þar,“ bætti Jóhann við þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Lewis Clinch skoraði 24 stig í kvöld og átti sinn besta leik síðan hann mætti í Grindavík á nýjan leik. Ólafur Ólafsson átti einnig fína spretti og setti sigurkörfuna undir lokin fyrir utan þriggja stiga línuna. „Lewis var flottur í restina og skoraði stórar körfur. Skotið hjá Ólafi var kannski týpískt varðandi skotavalið sem ég er að tala um, en það fór niður þannig að það bjargaðist fyrir okkur.“ Tiegbe Bamba lék sinn fyrsta leik í gula búningnum í kvöld og átti ágæta innkomu, skoraði 9 stig og tók 8 fráköst og sýndi að það er ýmislegt í hann spunnið. „Hann var allt í lagi. Þetta er flottur leikmaður og kann körfubolta, mikill skrokkur og allt það. Við þurfum að finna leiðir til að nýta okkur hann í vörn og sókn og ég hef engar áhyggjur af því.“ Eftir tapleikinn gegn Keflavík um daginn lét Jóhann Þór hafa eftir sér á Vísi að hann væri að velta fyrir sér að hætta með liðið. Mörgum fannst ummælin sérstök og sérfræðingar Domino´s körfuboltakvölds ræddu meðal annars um áhrif þessara orða á lið Grindavíkur. Sér Jóhann eftir þessum orðum? „Alls ekki. Ég get ekki sagt að þetta sé enn að fara í gegnum hausinn. Við settumst niður og ræddum þetta fram og til baka. Ég er þannig að það sem fer í gegnum hausinn á mér frussast út. Þetta var engin Mourinho-taktík eins og einhverjir voru að tala um. Þetta var það sem fór í gegnum hausinn á mér.“ „Við funduðum bæði föstudag og laugardag eftir leikinn og ræddum þetta fram og til baka. Þetta er bara búið og gert og áfram gakk,“ sagði Jóhann Þór að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00 Körfuboltakvöld um Grindavík: „Ég skil ekkert í þessu“ Domino's Körfuboltakvöld var á sínum á föstudagskvöldið en þar var gerð upp síðasta umferð í bæði Dominos-deild karla og kvenna. 21. október 2018 19:45 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
„Það var fullt af ljósum punktum í þessu en við erum enn í þróunarferli og eigum langt í land. Það voru jákvæðir punktar úti um allt samt,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn gegn Val í kvöld suður með sjó. „Fyrsti og þriðji leikhluti standa upp úr varnarlega og ákvarðanatökur sóknarlega eru betri þó svo að þær megi vera töluvert skárri. Varnarlega erum við að gera barnaleg mistök og eigum töluvert í land þar,“ bætti Jóhann við þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Lewis Clinch skoraði 24 stig í kvöld og átti sinn besta leik síðan hann mætti í Grindavík á nýjan leik. Ólafur Ólafsson átti einnig fína spretti og setti sigurkörfuna undir lokin fyrir utan þriggja stiga línuna. „Lewis var flottur í restina og skoraði stórar körfur. Skotið hjá Ólafi var kannski týpískt varðandi skotavalið sem ég er að tala um, en það fór niður þannig að það bjargaðist fyrir okkur.“ Tiegbe Bamba lék sinn fyrsta leik í gula búningnum í kvöld og átti ágæta innkomu, skoraði 9 stig og tók 8 fráköst og sýndi að það er ýmislegt í hann spunnið. „Hann var allt í lagi. Þetta er flottur leikmaður og kann körfubolta, mikill skrokkur og allt það. Við þurfum að finna leiðir til að nýta okkur hann í vörn og sókn og ég hef engar áhyggjur af því.“ Eftir tapleikinn gegn Keflavík um daginn lét Jóhann Þór hafa eftir sér á Vísi að hann væri að velta fyrir sér að hætta með liðið. Mörgum fannst ummælin sérstök og sérfræðingar Domino´s körfuboltakvölds ræddu meðal annars um áhrif þessara orða á lið Grindavíkur. Sér Jóhann eftir þessum orðum? „Alls ekki. Ég get ekki sagt að þetta sé enn að fara í gegnum hausinn. Við settumst niður og ræddum þetta fram og til baka. Ég er þannig að það sem fer í gegnum hausinn á mér frussast út. Þetta var engin Mourinho-taktík eins og einhverjir voru að tala um. Þetta var það sem fór í gegnum hausinn á mér.“ „Við funduðum bæði föstudag og laugardag eftir leikinn og ræddum þetta fram og til baka. Þetta er bara búið og gert og áfram gakk,“ sagði Jóhann Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00 Körfuboltakvöld um Grindavík: „Ég skil ekkert í þessu“ Domino's Körfuboltakvöld var á sínum á föstudagskvöldið en þar var gerð upp síðasta umferð í bæði Dominos-deild karla og kvenna. 21. október 2018 19:45 Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 62-97 | Keflavík slátraði nágrönnunum Keflavík rótburstaði nágranna sína í Grindavík í 3.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir höfðu yfirhöndina nánast frá upphafi, leiddu með 25 stigum í hálfleik og heimamenn áttu aldrei möguleika. Lokatölur 97-62 og Keflavík þar með að vinna sinn annan sigur í röð en Grindavík hefur tapað síðustu tveimur. 18. október 2018 22:00
Körfuboltakvöld um Grindavík: „Ég skil ekkert í þessu“ Domino's Körfuboltakvöld var á sínum á föstudagskvöldið en þar var gerð upp síðasta umferð í bæði Dominos-deild karla og kvenna. 21. október 2018 19:45
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli