Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2018 19:04 Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Kosið var til var til Stórþingsins haustið 2017 og eftir þær myndaði Hægriflokkur Ernu Sólberg ríkisstjórn með Framfaraflokknum, sem Venstre gekk síðan til liðs við í janúar síðastliðnum, og með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins sem þó er utan stjórnar. Leynileg atkvæðagreiðsla á aukalandsfundi Fyrir fimm vikum tilkynnti Knut Arild Hareide formaður Kristilegra óvænt að hann vildi að flokkurinn færi í samstarf með vinstri blokkinni á þingi og boðað var til aukalandsfundar. Flest norsku dagblaðanna fjalla um aukalandsfund Kristilega þjóðarflokksins sem fram fer a morgun og getur ráðið úrslitum um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg. Kristilegi þjóðarflokkurinn er hins vegar klofinn í herðar niður. Leynileg atkvæðagreiðsla verður á fundinum á morgun um hvort að flokkurinn halli sér til vinstri eða hægri. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst með minna fylgi heldur en nú samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir TV2 í Noregi. Flokkurinn mælist aðeins með 3% og er nánast að hverfa. Á meðan bíður Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, á hliðarlínunni. „Og þetta er óvenjuleg staða vegna þess ef flokkurinn ákveður að fylgja formanni sínum og óska samstarfs við Verkamannaflokkinn, breytast hlutföll í Stórþinginu. Þá missir ríkisstjórninn grundvöllinn. Það gætu orðið stjórnarskipti í Noregi, segir Störe.“ Hareide hefur lýst því yfir að hann vilji ekki vera hluti af ríkisstjórn með aðild Framfaraflokksins sem stendur yst til hægri í norskum stjórnmálum. „Hareide kallar eftir annars konar samfélagi. Hann vill eiga samtal við norska samfélagið, vill önnur gildi, varðandi hver við erum og viljum vera. Það yrði uppgjör við hægri popúlismann. Ég styð það og ef það myndast meirihluti fyrir stjórnarskiptum er Verkamannaflokkurinn reiðubúinn til að axla sína ábyrgð.“ segir Störe. Telur að hún verði enn forsætisráðherra Aðspurð hvort hún telji að hún verði enn forsætisráðherra Noregs eftir mánuð segir Erna Solberg: „Já ég held það því hvernig sem fer tekur lengri tíma en það að skipta um stjórn. Ég geri mér ljóst að það getur eitthvað gerst á föstudag sem leiðir til þess að við höfum ekki lengur sömu samsteypustjórn og nú er. Annað hvort fjölgar flokkum í núverandi stjórn eða ný stjórn tekur við. Það er landsfundur Kristilegra sem ákveður hvaða stjórn verður við völd og hver verður forsætisráðherra, segir Erna Solberg.“ Norðurlönd Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Kosið var til var til Stórþingsins haustið 2017 og eftir þær myndaði Hægriflokkur Ernu Sólberg ríkisstjórn með Framfaraflokknum, sem Venstre gekk síðan til liðs við í janúar síðastliðnum, og með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins sem þó er utan stjórnar. Leynileg atkvæðagreiðsla á aukalandsfundi Fyrir fimm vikum tilkynnti Knut Arild Hareide formaður Kristilegra óvænt að hann vildi að flokkurinn færi í samstarf með vinstri blokkinni á þingi og boðað var til aukalandsfundar. Flest norsku dagblaðanna fjalla um aukalandsfund Kristilega þjóðarflokksins sem fram fer a morgun og getur ráðið úrslitum um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg. Kristilegi þjóðarflokkurinn er hins vegar klofinn í herðar niður. Leynileg atkvæðagreiðsla verður á fundinum á morgun um hvort að flokkurinn halli sér til vinstri eða hægri. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst með minna fylgi heldur en nú samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir TV2 í Noregi. Flokkurinn mælist aðeins með 3% og er nánast að hverfa. Á meðan bíður Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, á hliðarlínunni. „Og þetta er óvenjuleg staða vegna þess ef flokkurinn ákveður að fylgja formanni sínum og óska samstarfs við Verkamannaflokkinn, breytast hlutföll í Stórþinginu. Þá missir ríkisstjórninn grundvöllinn. Það gætu orðið stjórnarskipti í Noregi, segir Störe.“ Hareide hefur lýst því yfir að hann vilji ekki vera hluti af ríkisstjórn með aðild Framfaraflokksins sem stendur yst til hægri í norskum stjórnmálum. „Hareide kallar eftir annars konar samfélagi. Hann vill eiga samtal við norska samfélagið, vill önnur gildi, varðandi hver við erum og viljum vera. Það yrði uppgjör við hægri popúlismann. Ég styð það og ef það myndast meirihluti fyrir stjórnarskiptum er Verkamannaflokkurinn reiðubúinn til að axla sína ábyrgð.“ segir Störe. Telur að hún verði enn forsætisráðherra Aðspurð hvort hún telji að hún verði enn forsætisráðherra Noregs eftir mánuð segir Erna Solberg: „Já ég held það því hvernig sem fer tekur lengri tíma en það að skipta um stjórn. Ég geri mér ljóst að það getur eitthvað gerst á föstudag sem leiðir til þess að við höfum ekki lengur sömu samsteypustjórn og nú er. Annað hvort fjölgar flokkum í núverandi stjórn eða ný stjórn tekur við. Það er landsfundur Kristilegra sem ákveður hvaða stjórn verður við völd og hver verður forsætisráðherra, segir Erna Solberg.“
Norðurlönd Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira