Ríkislögmaður víkur sæti vegna föður síns Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður. Andri Árnason lögmaður hefur verið settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru á dögunum um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona, vegna vanhæfis Einars Karls Hallvarðssonar. Hallvarður Einvarðsson, faðir Einars Karls var vararíkissaksóknari þegar rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum hófst í Reykjavík í kringum áramótin 1975-76. Hann kom mjög svo að rannsókn málana, var viðstaddur bæði formlegar og óformlegar yfirheyrslur yfir sakborningum og sótti dómþing vegna málsins fyrir hönd ákæruvaldsins í sakadómi Reykjavíkur. Hann var skipaður rannsóknarlögreglustjóri ríkisins árið 1977 og lét af því starfi þegar hann var skipaður ríkissaksóknari árið 1986. Sævar Marínó kvartaði ítrekað undir framgöngu Hallvarðs meðan málin voru til rannsóknar. Sagði hann Hallvarð meðal annars hafa hótað sér því að láta hann týnast í amerísku fangelsi játaði hann ekki sakir í málinu. Einnig hafi Hallvarður hótað því að henda Sævari í sjóinn til að reyna vatnshræðslu hans. Við rannsókn á ætluðu harðræði við rannsókn málsins sem fram fór á árinu 1979, hafði Hallvarður bæði stöðu vitnis og sakbornings. Hallvarður Einvarðsson lést í desember 2016. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í síðasta mánuði skipaði forsætisráðherra Kristrúnu Heimisdóttur til að leiða sáttanefnd og leita sátta milli ríkisins og hina sýknuðu. Mun það hafa valdið nokkrum ruglingi að Katrín skyldi einnig setja Andra Árnason sem ad hoc ríkislögmann vegna málsins og ríkið þannig komið með tvo forystumenn fyrir sig í bótaviðræðurnar. „Ríkislögmaður vinnur að málinu með sáttanefndinni þar sem hún hefur ekki umboð lögum samkvæmt til að semja um greiðslu bóta úr ríkissjóði. Það umboð er formlega hjá ríkislögmanni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og bætir við: „vegna vanhæfis Einars Karls, setti ég Andra Árnason lögmann fyrir hann sem fulltrúa í nefndinni.“ Katrín segir Andra hafa verið valinn vegna mikillar reynslu á þessu sviði. Vanhæfi Einars Karls hafi legið fyrir frá öndverðu og ekki verið umdeilt af hálfu neins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur formaður sáttanefndar átt óformleg samtöl við flesta hlutaðeigandi en formlega eru viðræður um bætur skammt á veg komnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Andri Árnason lögmaður hefur verið settur ríkislögmaður í bótamálum þeirra sem sýknaðir voru á dögunum um aðild að hvarfi Guðmundar og Geirfinns Einarssona, vegna vanhæfis Einars Karls Hallvarðssonar. Hallvarður Einvarðsson, faðir Einars Karls var vararíkissaksóknari þegar rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum hófst í Reykjavík í kringum áramótin 1975-76. Hann kom mjög svo að rannsókn málana, var viðstaddur bæði formlegar og óformlegar yfirheyrslur yfir sakborningum og sótti dómþing vegna málsins fyrir hönd ákæruvaldsins í sakadómi Reykjavíkur. Hann var skipaður rannsóknarlögreglustjóri ríkisins árið 1977 og lét af því starfi þegar hann var skipaður ríkissaksóknari árið 1986. Sævar Marínó kvartaði ítrekað undir framgöngu Hallvarðs meðan málin voru til rannsóknar. Sagði hann Hallvarð meðal annars hafa hótað sér því að láta hann týnast í amerísku fangelsi játaði hann ekki sakir í málinu. Einnig hafi Hallvarður hótað því að henda Sævari í sjóinn til að reyna vatnshræðslu hans. Við rannsókn á ætluðu harðræði við rannsókn málsins sem fram fór á árinu 1979, hafði Hallvarður bæði stöðu vitnis og sakbornings. Hallvarður Einvarðsson lést í desember 2016. Í kjölfar sýknudóms Hæstaréttar í síðasta mánuði skipaði forsætisráðherra Kristrúnu Heimisdóttur til að leiða sáttanefnd og leita sátta milli ríkisins og hina sýknuðu. Mun það hafa valdið nokkrum ruglingi að Katrín skyldi einnig setja Andra Árnason sem ad hoc ríkislögmann vegna málsins og ríkið þannig komið með tvo forystumenn fyrir sig í bótaviðræðurnar. „Ríkislögmaður vinnur að málinu með sáttanefndinni þar sem hún hefur ekki umboð lögum samkvæmt til að semja um greiðslu bóta úr ríkissjóði. Það umboð er formlega hjá ríkislögmanni,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og bætir við: „vegna vanhæfis Einars Karls, setti ég Andra Árnason lögmann fyrir hann sem fulltrúa í nefndinni.“ Katrín segir Andra hafa verið valinn vegna mikillar reynslu á þessu sviði. Vanhæfi Einars Karls hafi legið fyrir frá öndverðu og ekki verið umdeilt af hálfu neins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur formaður sáttanefndar átt óformleg samtöl við flesta hlutaðeigandi en formlega eru viðræður um bætur skammt á veg komnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira