Reynir að halda lífi í ríkisstjórn sinni Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 19:05 Netanyahu segir pólitík ekki eiga að spila inn í varnarmál Ísrael. AP/Ariel Schalit Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. Avigdor Liberman sagði af sér á miðvikudaginn í kjölfar þess að Ísrael gerði vopnahlé við Hamas-samtökin og kallaði eftir nýjum kosningum. Útlit er fyrir að tveir ráðherra til viðbótar ætli að segja af sér á morgun. Þeir hafa boðað til blaðamannafundar á morgun. Þeir ráðherrar tilheyra stjórnarflokknum Jewish Home. Eins og staðan er núna er Netanyahu með einungis eins manns meirihluta á þingi og slíti Jewish Home sig frá ríkisstjórninni verður ekki komist hjá því að boða til kosninga. Þar að auki hefur Moshe Kahlon, fjármálaráðherra, einnig sagt að réttast væri að boða til nýrra kosninga. Netanyahu ætlar sjálfur að taka að sér embætti varnarmálaráðherra í kjölfar afsagnar Liberman. Í sjónvarpsávarpi í dag sagði hann ekki rétt að boða til kosninga á svo viðkvæmum tíma varðandi öryggi Ísrael. Forsætisráðherrann sagði að pólitík ætti ekki að koma að öryggi Ísrael og hann vissi hvað hann væri að gera.Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmaálaráðherra Ísrael.AP/Ariel SchalitÓvissan í Ísrael byrjaði eins og áður segir á miðvikudaginn þegar Liberman sagði af sér. Hann og fleiri meðlimir ríkisstjórnarinnar voru, samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael, ósáttir með að Netanyahu hefði tekið einhliða ákvörðun um að samþykkja vopnahlé við Hamas. Það var gert eftir umfangsmiklar árásir beggja vegna við landamæri Ísrael og Gasa-strandarinnar.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningumLiberman hefur að undanförnu kallað eftir innrás á Gasa og að her Ísrael þvingi Hamas-liða frá völdum. Hann segir það vera einu leiðina til að stilla til friðar á svæðinu. Á rétt rúmum sólarhring var minnst 460 sprengjum varpað á Ísrael frá gasa og svöruðu Ísraelsmenn með fjölmörgum loftárásum. Útlit var fyrir að það stefni í fjórða stríðið á Gasa á einungis áratug. Liberman gagnrýndi herinn á blaðamannafundi sínum í morgun og sagði viðbrögðin við árásunum ekki hafa verið samræmi við alvarleika þeirra. Allt í allt gerði herinn um 160 loftárásir á Gasa. Undanfarna mánuði hefur Hamas haldið vikuleg og fjölmenn mótmæli við landamæri Gasa og Ísrael vegna herkvíarinnar. Fjölmargir Palestínumenn verið skotnir til bana af hermönnum á þessum tíma og hafa Ísraelsmenn verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása frá Gasa og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael. Nýjustu átökin hófust þegar upp komst um dulbúna sérsveitarmenn Ísrael á Gasaströndinni. Til skotbardaga kom sem sjö Hamas-liðar og einn háttsettur sérsveitarmaður féllu í. Í kjölfar þess byrjuðu Hamas-liðar að varpa sprengjum á Ísrael. Flokksmeðlimir Netanyahu í Likud-flokknum hafa gagnrýnt forsvarsmenn annarra stjórnarflokka í dag, samkvæmt Times of Israel. Meðal þess sem ráðherra Likud flokksins hafa sagt er að samstarfsaðilar þeirra séu að haga sér á mjög óábyrgan hátt. Miri Regev, menningarráðherra, sagði það einmitt óábyrgt að fella svo góða hægri-ríkisstjórn. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segist leita allra leiða til að koma í veg fyrir fall ríkisstjórnar sinnar í kjölfar afsagnar varnarmálaráðherra landsins. Avigdor Liberman sagði af sér á miðvikudaginn í kjölfar þess að Ísrael gerði vopnahlé við Hamas-samtökin og kallaði eftir nýjum kosningum. Útlit er fyrir að tveir ráðherra til viðbótar ætli að segja af sér á morgun. Þeir hafa boðað til blaðamannafundar á morgun. Þeir ráðherrar tilheyra stjórnarflokknum Jewish Home. Eins og staðan er núna er Netanyahu með einungis eins manns meirihluta á þingi og slíti Jewish Home sig frá ríkisstjórninni verður ekki komist hjá því að boða til kosninga. Þar að auki hefur Moshe Kahlon, fjármálaráðherra, einnig sagt að réttast væri að boða til nýrra kosninga. Netanyahu ætlar sjálfur að taka að sér embætti varnarmálaráðherra í kjölfar afsagnar Liberman. Í sjónvarpsávarpi í dag sagði hann ekki rétt að boða til kosninga á svo viðkvæmum tíma varðandi öryggi Ísrael. Forsætisráðherrann sagði að pólitík ætti ekki að koma að öryggi Ísrael og hann vissi hvað hann væri að gera.Avigdor Liberman, fyrrverandi varnarmaálaráðherra Ísrael.AP/Ariel SchalitÓvissan í Ísrael byrjaði eins og áður segir á miðvikudaginn þegar Liberman sagði af sér. Hann og fleiri meðlimir ríkisstjórnarinnar voru, samkvæmt fjölmiðlum í Ísrael, ósáttir með að Netanyahu hefði tekið einhliða ákvörðun um að samþykkja vopnahlé við Hamas. Það var gert eftir umfangsmiklar árásir beggja vegna við landamæri Ísrael og Gasa-strandarinnar.Sjá einnig: Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningumLiberman hefur að undanförnu kallað eftir innrás á Gasa og að her Ísrael þvingi Hamas-liða frá völdum. Hann segir það vera einu leiðina til að stilla til friðar á svæðinu. Á rétt rúmum sólarhring var minnst 460 sprengjum varpað á Ísrael frá gasa og svöruðu Ísraelsmenn með fjölmörgum loftárásum. Útlit var fyrir að það stefni í fjórða stríðið á Gasa á einungis áratug. Liberman gagnrýndi herinn á blaðamannafundi sínum í morgun og sagði viðbrögðin við árásunum ekki hafa verið samræmi við alvarleika þeirra. Allt í allt gerði herinn um 160 loftárásir á Gasa. Undanfarna mánuði hefur Hamas haldið vikuleg og fjölmenn mótmæli við landamæri Gasa og Ísrael vegna herkvíarinnar. Fjölmargir Palestínumenn verið skotnir til bana af hermönnum á þessum tíma og hafa Ísraelsmenn verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása frá Gasa og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael. Nýjustu átökin hófust þegar upp komst um dulbúna sérsveitarmenn Ísrael á Gasaströndinni. Til skotbardaga kom sem sjö Hamas-liðar og einn háttsettur sérsveitarmaður féllu í. Í kjölfar þess byrjuðu Hamas-liðar að varpa sprengjum á Ísrael. Flokksmeðlimir Netanyahu í Likud-flokknum hafa gagnrýnt forsvarsmenn annarra stjórnarflokka í dag, samkvæmt Times of Israel. Meðal þess sem ráðherra Likud flokksins hafa sagt er að samstarfsaðilar þeirra séu að haga sér á mjög óábyrgan hátt. Miri Regev, menningarráðherra, sagði það einmitt óábyrgt að fella svo góða hægri-ríkisstjórn.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira