Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2018 17:46 Trump segir Sádi-Arabíu vera mikilvægt bandalagsríki Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld ræða við starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, um mat stofnunarinnar að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann var myrtur í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi í síðasta mánuði. Yfirvöld Sádi-Arabíu hafa þvertekið fyrir að krónprinsinn hafi komið að morðinu með nokkrum hætti. Þeir segja hóp manna hafa farið á eigin vegum og myrt Khashoggi. Til stendur að taka fimm menn af lífi í Sádi-Arabíu en yfirvöld þar hafa sakað þá um morðið. Mohammed bin Salman, sem gjarnan er kallaður MBS, er í raun leiðtogi Sádi-Arabíu og bandamaður ríkisstjórnar Trump. Þessar nýjustu vendingar þykja ekki líklegar til að auðvelda viðleitni Trump til að viðhalda góðu sambandi við Sáda. Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. Þá tók hann sérstaklega fram að Sádar hefðu staðhæft við hann að MBS hefði ekki komið að morðinu. „Þeir hafa verið frábærir bandamenn varðandi störf og efnahagsþróun. Sem forseti, þarf ég að huga að mörgum hlutum við ákvarðanatöku,“ sagði Trump.Bandaríkin hafa beitt 17 aðila í Sádi-Arabíu viðskiptaþvingunum og annars konar refsiaðgerðum vegna málsins. Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins hafa þó kallað eftir frekari refsiaðgerðum gegn yfirvöldum ríkisins, meðal annars með því að stöðva sölu vopna til Sádi-Arabíu. Hershöfðinginn James Dunford, sem er formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, sagði í dag að Sádi-Arabía spilaði stórt hlutverk sem bandalagsríki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og að ríkið skapaði stöðugleika þar. „Sádi-Arabía hefur verið mikilvægt bandalagsríki varðandi öryggi í Mið-Austurlöndum og ég tel að þeir verði svo í framtíðinni,“ sagði hershöfðinginn á ráðstefnu í Halifax í dag. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun í kvöld ræða við starfsmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, um mat stofnunarinnar að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann var myrtur í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi í síðasta mánuði. Yfirvöld Sádi-Arabíu hafa þvertekið fyrir að krónprinsinn hafi komið að morðinu með nokkrum hætti. Þeir segja hóp manna hafa farið á eigin vegum og myrt Khashoggi. Til stendur að taka fimm menn af lífi í Sádi-Arabíu en yfirvöld þar hafa sakað þá um morðið. Mohammed bin Salman, sem gjarnan er kallaður MBS, er í raun leiðtogi Sádi-Arabíu og bandamaður ríkisstjórnar Trump. Þessar nýjustu vendingar þykja ekki líklegar til að auðvelda viðleitni Trump til að viðhalda góðu sambandi við Sáda. Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. Þá tók hann sérstaklega fram að Sádar hefðu staðhæft við hann að MBS hefði ekki komið að morðinu. „Þeir hafa verið frábærir bandamenn varðandi störf og efnahagsþróun. Sem forseti, þarf ég að huga að mörgum hlutum við ákvarðanatöku,“ sagði Trump.Bandaríkin hafa beitt 17 aðila í Sádi-Arabíu viðskiptaþvingunum og annars konar refsiaðgerðum vegna málsins. Þingmenn bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins hafa þó kallað eftir frekari refsiaðgerðum gegn yfirvöldum ríkisins, meðal annars með því að stöðva sölu vopna til Sádi-Arabíu. Hershöfðinginn James Dunford, sem er formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, sagði í dag að Sádi-Arabía spilaði stórt hlutverk sem bandalagsríki Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum og að ríkið skapaði stöðugleika þar. „Sádi-Arabía hefur verið mikilvægt bandalagsríki varðandi öryggi í Mið-Austurlöndum og ég tel að þeir verði svo í framtíðinni,“ sagði hershöfðinginn á ráðstefnu í Halifax í dag.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Sjá meira
Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18
Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57
CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08
Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30
Tyrkir hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Khashoggi Tyrkir hafa deilt myndböndum sem tengjast morðinu á Jamal Khashoggi með Bandaríkjunum, Bretlandi, Sádi Arabíu og fleirum. Forseti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan ítrekaði það sem hann hefur fullyrt að Sádi Arabar vita hvert hafi myrt Khashoggi. 10. nóvember 2018 15:57