Rýir sex þúsund fjár á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2018 19:45 Jón Bjarnason sauðfjárbóndi á bænum Skipholti í Hrunamannahreppi situr ekki auðum höndum þessa dagana því hann hefur tekið að sér að rýja sex þúsund fjár á Suðurlandi. Jón var nýlega á rýja í sauðskinnskónum sínum á bænum Brúnastöðum í Flóahreppi. Á Brúnastöðum eru þau Ágúst Ingi Ketilsson og Elín Magnúsdóttir með kúa og sauðfjárbúskap. Jón Bjarnason er mættur í fjárhúsið þeirra til að rýja en á bænum eru um 150 fjár, allt mjög fallegt fé. Ágúst Ingi og Elín hjálpast að við að koma með féð í hendurnar á Jóni áður en hann byrjar að rýja það en Jón fer á milli bæja og rýir fyrir bændur og búalið. „Þetta gengur út á að klippa kindina, það er nú svo einfalt, reyna að gera það sem best“, segir Jón. Hann er ótrúlega fljótur að rýja enda er hann að rýja að meðaltali um þrjátíu ær á klukkustund. „Nú er bara vertíð, þessi mánuður er alveg bókaður eins og hann leggur sig. Þetta er alls ekki erfitt í dag en það var það þegar ég var að byrja að rýja, þá var ég að drepast þegar ég fór á sofa á kvöldin en þetta er býsna þægilegt í dag“, bætir Jón við og segir rúninginn ekki reyna á bakið ef hann beitir líkamanum rétt. Jón að rýgja einn af lambhrútunum á Brúnastöðum.Magnús HlynurEn er einhver munu á því að rýja hvítar kindur og hins vegar t.d. svartar, mórauðar eða flekkóttar? „Það er alltaf best að rýja þessar hvítu, svörtu eru alltaf leiðinlegastar, sérstaklega ef maður endar á þeim því þá er oftast orðið dimmara í húsunum“. Jón reiknar með að rýja um sex þúsund fjár á næstu vikum fyrir sauðfjárbændur á Suðurlandi. Hann er í sérstöku skóm við rúninginn, sauðskinnsskóm eins og vera ber innan um sauðféð. Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira
Jón Bjarnason sauðfjárbóndi á bænum Skipholti í Hrunamannahreppi situr ekki auðum höndum þessa dagana því hann hefur tekið að sér að rýja sex þúsund fjár á Suðurlandi. Jón var nýlega á rýja í sauðskinnskónum sínum á bænum Brúnastöðum í Flóahreppi. Á Brúnastöðum eru þau Ágúst Ingi Ketilsson og Elín Magnúsdóttir með kúa og sauðfjárbúskap. Jón Bjarnason er mættur í fjárhúsið þeirra til að rýja en á bænum eru um 150 fjár, allt mjög fallegt fé. Ágúst Ingi og Elín hjálpast að við að koma með féð í hendurnar á Jóni áður en hann byrjar að rýja það en Jón fer á milli bæja og rýir fyrir bændur og búalið. „Þetta gengur út á að klippa kindina, það er nú svo einfalt, reyna að gera það sem best“, segir Jón. Hann er ótrúlega fljótur að rýja enda er hann að rýja að meðaltali um þrjátíu ær á klukkustund. „Nú er bara vertíð, þessi mánuður er alveg bókaður eins og hann leggur sig. Þetta er alls ekki erfitt í dag en það var það þegar ég var að byrja að rýja, þá var ég að drepast þegar ég fór á sofa á kvöldin en þetta er býsna þægilegt í dag“, bætir Jón við og segir rúninginn ekki reyna á bakið ef hann beitir líkamanum rétt. Jón að rýgja einn af lambhrútunum á Brúnastöðum.Magnús HlynurEn er einhver munu á því að rýja hvítar kindur og hins vegar t.d. svartar, mórauðar eða flekkóttar? „Það er alltaf best að rýja þessar hvítu, svörtu eru alltaf leiðinlegastar, sérstaklega ef maður endar á þeim því þá er oftast orðið dimmara í húsunum“. Jón reiknar með að rýja um sex þúsund fjár á næstu vikum fyrir sauðfjárbændur á Suðurlandi. Hann er í sérstöku skóm við rúninginn, sauðskinnsskóm eins og vera ber innan um sauðféð.
Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Fleiri fréttir Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Sjá meira