Norðmenn mótmæla fyrirhuguðum breytingum á fóstureyðingalöggjöf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2018 16:30 Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs. Vísir/AP Fjölmenn mótmæli hafa verið í stærstu borgum Noregs í dag. Ástæða mótmælanna eru fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnar Ernu Solberg á fóstureyðingalöggjöf landsins. Eins og stendur eru fóstureyðingar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu. Þá eru þær heimilaðar fram að 18. viku að undangengnu umsóknarferli þar sem forsendurnar fyrir fóstureyðingu eru metnar. Loks er hægt að fá leyfi fyrir þungunarrofi fram að 22. viku sé um að ræða sérstök tilfelli, svo sem þar sem meðgangan ógnar heilsu móðurinnar. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti á dögunum að hún væri opin fyrir því að endurskoða löggjöf Noregs um fóstureyðingar. Sú ákvörðun kemur í kjölfar gagnrýni Kristilega þjóðarflokksins á fóstureyðingalöggjöf Noregs en flokkurinn vill láta afnema grein 2c í lögum um fóstureyðingar. Það myndi verða þess valdandi að fóstureyðingar yrðu með öllu óheimilar eftir 12. viku meðgöngunnar. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur hingað til varið ríkisstjórn Solberg falli. Nú vill flokkurinn þó inn í ríkisstjórn og telja margir þetta útspil Solberg vera tilraun til þess að friðþægja flokkinn. Þessi ákvörðun Solberg hefur vakið hörð viðbrögð um allan Noreg og efnt var til fjöldamótmæla víða um landið í dag, meðal annars í Ósló, Bergen, Þrándheimi og Tromsø. Alls voru skipulögð mótmæli í 33 borgum og bæjum í landinu. Yfir átta þúsund manns söfnuðust saman fyrir framan Stortinget, þinghús Noregs, í Ósló í dag. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var Marianne Borgen, borgarstjóri Ósló. Hún sagði mótmælin vera afar mikilvæg. „Það er mér mjög mikilvægt að vera hér í dag. Ég hef barist fyrir góðri fóstureyðingalöggjöf í Noregi í nær 50 ár. Það er frábært að sjá svo marga saman komna hér í dag, konur og karla. Í dag sendum við skýr skilaboð til Ernu Solberg um að það sem er að gerast er algjörlega óásættanlegt.“ Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Fjölmenn mótmæli hafa verið í stærstu borgum Noregs í dag. Ástæða mótmælanna eru fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnar Ernu Solberg á fóstureyðingalöggjöf landsins. Eins og stendur eru fóstureyðingar frjálsar fram að 12. viku meðgöngu. Þá eru þær heimilaðar fram að 18. viku að undangengnu umsóknarferli þar sem forsendurnar fyrir fóstureyðingu eru metnar. Loks er hægt að fá leyfi fyrir þungunarrofi fram að 22. viku sé um að ræða sérstök tilfelli, svo sem þar sem meðgangan ógnar heilsu móðurinnar. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti á dögunum að hún væri opin fyrir því að endurskoða löggjöf Noregs um fóstureyðingar. Sú ákvörðun kemur í kjölfar gagnrýni Kristilega þjóðarflokksins á fóstureyðingalöggjöf Noregs en flokkurinn vill láta afnema grein 2c í lögum um fóstureyðingar. Það myndi verða þess valdandi að fóstureyðingar yrðu með öllu óheimilar eftir 12. viku meðgöngunnar. Kristilegi þjóðarflokkurinn hefur hingað til varið ríkisstjórn Solberg falli. Nú vill flokkurinn þó inn í ríkisstjórn og telja margir þetta útspil Solberg vera tilraun til þess að friðþægja flokkinn. Þessi ákvörðun Solberg hefur vakið hörð viðbrögð um allan Noreg og efnt var til fjöldamótmæla víða um landið í dag, meðal annars í Ósló, Bergen, Þrándheimi og Tromsø. Alls voru skipulögð mótmæli í 33 borgum og bæjum í landinu. Yfir átta þúsund manns söfnuðust saman fyrir framan Stortinget, þinghús Noregs, í Ósló í dag. Meðal þeirra sem tóku þátt í mótmælunum var Marianne Borgen, borgarstjóri Ósló. Hún sagði mótmælin vera afar mikilvæg. „Það er mér mjög mikilvægt að vera hér í dag. Ég hef barist fyrir góðri fóstureyðingalöggjöf í Noregi í nær 50 ár. Það er frábært að sjá svo marga saman komna hér í dag, konur og karla. Í dag sendum við skýr skilaboð til Ernu Solberg um að það sem er að gerast er algjörlega óásættanlegt.“
Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Heimir Már er í Osló. 1. nóvember 2018 19:04