Dómararnir ræða sín á milli um birtingu dóma Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. nóvember 2018 07:30 Hæstiréttur á sinn fulltrúa meðal frummælenda, Benedikt Bogason, hæstaréttardómara og stjórnarformann dómstólasýslunnar. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnsýsla Nýdoktor í lögum segir að fleiri sjónarmið en eingöngu þröng stéttasjónarmið lögmanna og dómara þurfi að koma fram um fyrirhugaðar breytingar á reglum um birtingu dóma á netinu. Dómstólasýslan hefur boðað til málþings um efnið en hvorki fjölmiðlar né fræðasamfélagið eiga þar fulltrúa meðal frummælenda heldur munu dómarar af öllum dómstigum, formaður lögmannafélagsins og forstjóri Persónuverndar ræða efnið, ásamt dómsmálaráðherra sem flytur ávarp í upphafi fundar. Greiða þarf 4.500 krónur fyrir að sitja fundinn. „Það var ákveðið að kynna fyrst þessi frumvarpsdrög í samfélagi lögfræðinga til að ná samtali þar en á síðari stigum eru menn alveg reiðubúnir til að taka þetta fyrir á öðrum vettvangi,“ segir Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar. Hún segir tilkynningu um fundinn verða senda út þegar nær dragi og fjölmiðlafólki sé að sjálfsögðu velkomið að sitja fundinn. Töluverð umræða hefur orðið að undanförnu um frumvarpsdrögin og af henni hafa sprottið vangaveltur um hvort nýjar reglur muni verða til þess að takmaka fréttaflutning af dómsmálum og störf dómstóla verði þannig ekki eins opin almenningi og áður.Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík.„Það er full ástæða til að bjóða fleirum að þessu samtali, enda fleiri sjónarmið sem þurfa að komast að í málinu en þröng stéttasjónarmið,“ segir Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að auk blaðamanna sem helsta tengiliðs dómskerfisins við almenning hafi akademían einnig slíku upplýsingahlutverki að gegna. „Fyrir fræðimenn innan lögfræðinnar eru dómar ákveðin frumgögn og heftur aðgangur að þeim hefði náttúrulega áhrif á okkar störf,“ segir Haukur. Því vanti ekki eingöngu fulltrúa fjölmiðla á fundinn heldur einnig fræðasamfélagsins. Í auglýsingu fundarins er velt upp spurningum um hver sé tilgangur birtingar dóma; hvort hún sé ætluð sem hluti refsingar brotamanna og hvort tilgangur frumvarpsins sé að loka alveg fyrir upplýsingar um þá sem fá dóma fyrir afbrot eða hvort því sé aðeins ætlað að loka fyrir nafnbirtingu á netinu í boði dómstólanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Sjá meira
Stjórnsýsla Nýdoktor í lögum segir að fleiri sjónarmið en eingöngu þröng stéttasjónarmið lögmanna og dómara þurfi að koma fram um fyrirhugaðar breytingar á reglum um birtingu dóma á netinu. Dómstólasýslan hefur boðað til málþings um efnið en hvorki fjölmiðlar né fræðasamfélagið eiga þar fulltrúa meðal frummælenda heldur munu dómarar af öllum dómstigum, formaður lögmannafélagsins og forstjóri Persónuverndar ræða efnið, ásamt dómsmálaráðherra sem flytur ávarp í upphafi fundar. Greiða þarf 4.500 krónur fyrir að sitja fundinn. „Það var ákveðið að kynna fyrst þessi frumvarpsdrög í samfélagi lögfræðinga til að ná samtali þar en á síðari stigum eru menn alveg reiðubúnir til að taka þetta fyrir á öðrum vettvangi,“ segir Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar. Hún segir tilkynningu um fundinn verða senda út þegar nær dragi og fjölmiðlafólki sé að sjálfsögðu velkomið að sitja fundinn. Töluverð umræða hefur orðið að undanförnu um frumvarpsdrögin og af henni hafa sprottið vangaveltur um hvort nýjar reglur muni verða til þess að takmaka fréttaflutning af dómsmálum og störf dómstóla verði þannig ekki eins opin almenningi og áður.Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík.„Það er full ástæða til að bjóða fleirum að þessu samtali, enda fleiri sjónarmið sem þurfa að komast að í málinu en þröng stéttasjónarmið,“ segir Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að auk blaðamanna sem helsta tengiliðs dómskerfisins við almenning hafi akademían einnig slíku upplýsingahlutverki að gegna. „Fyrir fræðimenn innan lögfræðinnar eru dómar ákveðin frumgögn og heftur aðgangur að þeim hefði náttúrulega áhrif á okkar störf,“ segir Haukur. Því vanti ekki eingöngu fulltrúa fjölmiðla á fundinn heldur einnig fræðasamfélagsins. Í auglýsingu fundarins er velt upp spurningum um hver sé tilgangur birtingar dóma; hvort hún sé ætluð sem hluti refsingar brotamanna og hvort tilgangur frumvarpsins sé að loka alveg fyrir upplýsingar um þá sem fá dóma fyrir afbrot eða hvort því sé aðeins ætlað að loka fyrir nafnbirtingu á netinu í boði dómstólanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Meintir hópnauðgarar á bannlista og skemmtistaðaeigendur varaðir við Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Sjá meira