BHM vill afnema ábyrgðir af eldri námslánum Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2018 20:30 Bandalag háskólamanna vill að ábyrgðir á eldri námslánum verði felldar niður. Ekki hafi verið kannað hvort ábyrgðarmenn voru yfirleitt þess megnugir að standa undir greiðslum lánanna, hvaða þá mörgum áratugum síðar þegar lán fari í vanskil. Árið 2009 hætti Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, að krefja lántakendur um ábyrgðarmenn á lánum þeirra hjá sjóðnum. Hins vegar var einnig ákveðið að aflétta ekki ábyrgðum af eldri lánum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun. „Við erum fyrst og fremst að fylgja eftir stefnu Bandalags háskólamanna um að skrefið verði stigið til fulls. Það er að segja að ábyrgðarmannakerfið verði numið úr gildi,” segir Þórunn. Ábyrgð á eldri lánum sé að valda fólki og fjölskyldum alls konar óhagræði jafnvel áratugum eftir að tengsl milli lántakanda og ábyrgðarmanns hafi rofnað eða aðstæður fólks gerbreyst. „Eins og fólk veit þá erfast ábyrgðir þannig að þetta gengur út yfir gröf og dauða ef að þannig má að orði komast. Þetta er óréttlátt kerfi og það þarf að breyta því,” segir Þórunn. Það sé eðlilegt að samræmi ríki milli lána hvenær sem þau voru tekin. Af þessu hljótist stærra vandamál en margir vilji horfast í augu við. En rökin fyrir að halda eldri ábyrgðum hafi verið að niðurfelling þeirra gæti haft áhrif á innheimtuhlutfall lánasjóðsins. En hún telji kostnaðinn ekki eins mikinn og þá hafi verið haldið. Formaður BHM segir að á meðan fólk var krafið um uppáskrift hafi það þurft að hafa aðgang að einhverjum sem gæti borgað ef lánið færi í vanskil. „Við vitum öll að þannig hefur það ekki verið. Fólk var að skrifa undir hjá vinum og vandamönnum. Foreldrar hjá börnum auðvitað og svo framvegis. Síðan kemur það kannski í ljós einhverjum áratugum síðar að fólk getur ekki staðið í skilum. Þá reynir á tengsl sem í rauninni voru aldrei formleg og heldur ekki kannað hvort fólk væri fjárhagsmenn til að standa undir ábyrgðinni,” segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Skóla - og menntamál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Bandalag háskólamanna vill að ábyrgðir á eldri námslánum verði felldar niður. Ekki hafi verið kannað hvort ábyrgðarmenn voru yfirleitt þess megnugir að standa undir greiðslum lánanna, hvaða þá mörgum áratugum síðar þegar lán fari í vanskil. Árið 2009 hætti Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, að krefja lántakendur um ábyrgðarmenn á lánum þeirra hjá sjóðnum. Hins vegar var einnig ákveðið að aflétta ekki ábyrgðum af eldri lánum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun. „Við erum fyrst og fremst að fylgja eftir stefnu Bandalags háskólamanna um að skrefið verði stigið til fulls. Það er að segja að ábyrgðarmannakerfið verði numið úr gildi,” segir Þórunn. Ábyrgð á eldri lánum sé að valda fólki og fjölskyldum alls konar óhagræði jafnvel áratugum eftir að tengsl milli lántakanda og ábyrgðarmanns hafi rofnað eða aðstæður fólks gerbreyst. „Eins og fólk veit þá erfast ábyrgðir þannig að þetta gengur út yfir gröf og dauða ef að þannig má að orði komast. Þetta er óréttlátt kerfi og það þarf að breyta því,” segir Þórunn. Það sé eðlilegt að samræmi ríki milli lána hvenær sem þau voru tekin. Af þessu hljótist stærra vandamál en margir vilji horfast í augu við. En rökin fyrir að halda eldri ábyrgðum hafi verið að niðurfelling þeirra gæti haft áhrif á innheimtuhlutfall lánasjóðsins. En hún telji kostnaðinn ekki eins mikinn og þá hafi verið haldið. Formaður BHM segir að á meðan fólk var krafið um uppáskrift hafi það þurft að hafa aðgang að einhverjum sem gæti borgað ef lánið færi í vanskil. „Við vitum öll að þannig hefur það ekki verið. Fólk var að skrifa undir hjá vinum og vandamönnum. Foreldrar hjá börnum auðvitað og svo framvegis. Síðan kemur það kannski í ljós einhverjum áratugum síðar að fólk getur ekki staðið í skilum. Þá reynir á tengsl sem í rauninni voru aldrei formleg og heldur ekki kannað hvort fólk væri fjárhagsmenn til að standa undir ábyrgðinni,” segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Skóla - og menntamál Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira