Brugðist við neyðinni í Jemen með 100 milljóna króna framlagi Heimsljós kynnir 16. nóvember 2018 17:30 Styrjöldin hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og átökin eru meginástæða neyðarástandsins. Marco Frattini, WFP. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ákvað í dag að utanríkisráðuneytið myndi verja 100 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Jemen. Að þessu sinni skiptist framlagið jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð, annars vegar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og hins vegar til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Neyðin er slík að hver mínúta skiptir máli. Við bregðumst við með auknum stuðningi við stofnanir á vettvangi, annars vegar til að sporna gegn yfirvofandi hungursneyð og hins vegar að úrbótum í vatnsmálum til að verjast útbreiðslu smitsjúkdóma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Alvarlegt neyðarástand ríkir í Jemen og það hefur farið hríðversnandi á síðustu misserum. Styrjöldin hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og átökin eru meginástæða neyðarástandsins. Talið er að um 75 prósent íbúa landsins, eða ríflega 22 milljónir manna hafi bráða þörf fyrir mannúðaraðstoð. Hungursneyð vofir yfir 8 til 12 milljónum manna, 3 milljónir eru á flótta innanlands og þorri þjóðarinnar býr við vannæringu. Þá hefur kólera og aðrir smitsjúkdómar brotist út í landinu. Efnahagur Jemen er hruninn og innviðir eru í molum. Þá hefur sigið á ógæfuhliðina eftir að höfnum var lokað en það hefur leitt til mikilla verðhækkana á matvöru. Um 80% af innflutningi til landsins fer um höfnina í Hodeidah þar sem bardagar hafa geisað. Aðeins helmingur heilbrigðisstofnana landsins er starfandi og 16 milljónir manna hafa ekki aðgang að hreinu vatni og salernisaðstöðu sem aftur eykur líkurnar á útbreiðslu smitsjúkdóma.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ákvað í dag að utanríkisráðuneytið myndi verja 100 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Jemen. Að þessu sinni skiptist framlagið jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð, annars vegar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og hins vegar til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Neyðin er slík að hver mínúta skiptir máli. Við bregðumst við með auknum stuðningi við stofnanir á vettvangi, annars vegar til að sporna gegn yfirvofandi hungursneyð og hins vegar að úrbótum í vatnsmálum til að verjast útbreiðslu smitsjúkdóma,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Alvarlegt neyðarástand ríkir í Jemen og það hefur farið hríðversnandi á síðustu misserum. Styrjöldin hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér og átökin eru meginástæða neyðarástandsins. Talið er að um 75 prósent íbúa landsins, eða ríflega 22 milljónir manna hafi bráða þörf fyrir mannúðaraðstoð. Hungursneyð vofir yfir 8 til 12 milljónum manna, 3 milljónir eru á flótta innanlands og þorri þjóðarinnar býr við vannæringu. Þá hefur kólera og aðrir smitsjúkdómar brotist út í landinu. Efnahagur Jemen er hruninn og innviðir eru í molum. Þá hefur sigið á ógæfuhliðina eftir að höfnum var lokað en það hefur leitt til mikilla verðhækkana á matvöru. Um 80% af innflutningi til landsins fer um höfnina í Hodeidah þar sem bardagar hafa geisað. Aðeins helmingur heilbrigðisstofnana landsins er starfandi og 16 milljónir manna hafa ekki aðgang að hreinu vatni og salernisaðstöðu sem aftur eykur líkurnar á útbreiðslu smitsjúkdóma.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent