Kistubrot fundust við ljósleiðara í Víkurgarði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 16. nóvember 2018 06:15 Kistuleifar fundust í kverkinni vestan Landsímahússins, í norðausturhorni Víkurgarðs og bíða skráningar undir plasthlífum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það var engin beinagrind, heldur bara kistuleifar,“ segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur um fréttir af líkkistufundi með beinagrind á Landsímareitnum. Að sögn Jóhannesar Stefánssonar, framkvæmdastjóra Lindarvatns ehf., fundust viðarbútar vestan við Landsímahúsið, í kverkinni upp við Aðalstræti 11 þar sem Landsbankinn var áður í viðbyggingu frá 1967. Þar undir er mikið af ýmsum lögnum, meðal annars ljósleiðari sem þurfti að fjarlægja vegna jarðvegsskipta og steypuvinnu sem er að fara í gang.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdarstjóri Lindarvatns ehf.„Þar undir komu í ljós viðarbrot og þá stoppuðum við gröfuna, hringdum í Minjastofnun og sögðumst hafa fundið mögulegar minjar,“ segir Jóhannes. Minjastofnun stöðvaði síðan framkvæmdir á þessum afmarkaða bletti á byggingarreitnum. Minjastofnun fól Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, sem stýrði minjauppgreftri í Víkurgarði, að kanna málið. Vala segir ekki rétt sem fram hafi komið í Morgunblaðinu að fundist hafi kista og beinagrind undir Landsímahúsinu. „Það var ekki það sem gerðist heldur fundum við kistubrot í lagnaskurði,“ segir Vala. Engin bein hafi fundist. „Við mælum upp, teiknum, ljósmyndum og skráum og mokum svo yfir því þetta er náttúrlega ekki á framkvæmdasvæðinu heldur var bara verið að skipta um lagnir og setja í hólka,“ segir Vala. Aðspurð segist hún telja kistuna vera frá sautjándu eða átjándu öld.Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur.Fréttablaðið/StefánFyrir átta dögum vísaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar vegna byggingarleyfis sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík veitti í maí fyrir áformaðri hótelbyggingu á Landsímareitnum. Í september hafði úrskurðarnefndin vísað frá sambærilegri kæru félagsins Kvosarinnar, sem er félagsskapur hóps sem einnig hefur kallað sig Varðmenn Víkurgarðs. Báðum kærunum var vísað frá nefndinni þar sem þessir kærendur eru ekki taldir eiga aðild að málinu. Sóknarnefndin taldi sig eiga aðild að málinu, meðal annars þar sem Dómkirkjan hefði eignar- og umráðarétt yfir landi Víkurgarðs. „Hinn 15. ágúst 2018 var móttekið til þinglýsingar skjal undirritað af ráðherra Íslands, dags. 21. október 1904. Kunngjörir ráðherra þar að Reykjavíkurkaupstað sé afsöluð lóð kirkjugarðs í Reykjavík er lagður hefði verið niður á árinu 1837. Var skjalið fært inn í þinglýsingarbækur 6. september 2018. Getur sóknarnefnd Dómkirkjunnar því ekki byggt aðild sína á eignar- og umráðarétti yfir Víkurgarði,“ segir úrskurðarnefndin meðal annars. Fornminjar Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
„Það var engin beinagrind, heldur bara kistuleifar,“ segir Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur um fréttir af líkkistufundi með beinagrind á Landsímareitnum. Að sögn Jóhannesar Stefánssonar, framkvæmdastjóra Lindarvatns ehf., fundust viðarbútar vestan við Landsímahúsið, í kverkinni upp við Aðalstræti 11 þar sem Landsbankinn var áður í viðbyggingu frá 1967. Þar undir er mikið af ýmsum lögnum, meðal annars ljósleiðari sem þurfti að fjarlægja vegna jarðvegsskipta og steypuvinnu sem er að fara í gang.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdarstjóri Lindarvatns ehf.„Þar undir komu í ljós viðarbrot og þá stoppuðum við gröfuna, hringdum í Minjastofnun og sögðumst hafa fundið mögulegar minjar,“ segir Jóhannes. Minjastofnun stöðvaði síðan framkvæmdir á þessum afmarkaða bletti á byggingarreitnum. Minjastofnun fól Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, sem stýrði minjauppgreftri í Víkurgarði, að kanna málið. Vala segir ekki rétt sem fram hafi komið í Morgunblaðinu að fundist hafi kista og beinagrind undir Landsímahúsinu. „Það var ekki það sem gerðist heldur fundum við kistubrot í lagnaskurði,“ segir Vala. Engin bein hafi fundist. „Við mælum upp, teiknum, ljósmyndum og skráum og mokum svo yfir því þetta er náttúrlega ekki á framkvæmdasvæðinu heldur var bara verið að skipta um lagnir og setja í hólka,“ segir Vala. Aðspurð segist hún telja kistuna vera frá sautjándu eða átjándu öld.Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur.Fréttablaðið/StefánFyrir átta dögum vísaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar vegna byggingarleyfis sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík veitti í maí fyrir áformaðri hótelbyggingu á Landsímareitnum. Í september hafði úrskurðarnefndin vísað frá sambærilegri kæru félagsins Kvosarinnar, sem er félagsskapur hóps sem einnig hefur kallað sig Varðmenn Víkurgarðs. Báðum kærunum var vísað frá nefndinni þar sem þessir kærendur eru ekki taldir eiga aðild að málinu. Sóknarnefndin taldi sig eiga aðild að málinu, meðal annars þar sem Dómkirkjan hefði eignar- og umráðarétt yfir landi Víkurgarðs. „Hinn 15. ágúst 2018 var móttekið til þinglýsingar skjal undirritað af ráðherra Íslands, dags. 21. október 1904. Kunngjörir ráðherra þar að Reykjavíkurkaupstað sé afsöluð lóð kirkjugarðs í Reykjavík er lagður hefði verið niður á árinu 1837. Var skjalið fært inn í þinglýsingarbækur 6. september 2018. Getur sóknarnefnd Dómkirkjunnar því ekki byggt aðild sína á eignar- og umráðarétti yfir Víkurgarði,“ segir úrskurðarnefndin meðal annars.
Fornminjar Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira