Guðni rifjar upp stóra ananas-málið: „Ég gekk skrefi of langt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. nóvember 2018 11:15 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er sem fyrr ekki hrifinn af ananas á pizzu og mælir með fiskmeti. vísir/garðar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hann hafi gengið skrefi of langt þegar hann sagðist vilja láta banna ananas sem álegg á pítsur. Forsetinn rifjaði upp málið, sem vakti heimsathygli, í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið.Vísir greindi frá ummælum Guðna á sínum tíma en þau voru látin falla er forsetinn var í heimsókn í Menntaskólanum á Akureyri í febrúar árið 2017. Þar ávarpaði hann nemendur á sal þar sem hann fékk spurningu um hver afstaða hans væri til ananas sem álegg á pítsur. Sagðist Guðni alfarið vera á móti ananas á pizzum og bætti við að ef hann gæti sett lög um það myndi hann banna ananas á flatbökur. Ummæli Guðna fóru sem eldur um sinu um heimsbyggðina og fjallað var um þau í fjölmörgum erlendum miðlum. Gekk málið svo langt að Guðni sá sig knúinn til þess að gefa út yfirlýsingu þess efnis að hann væri ekki í aðstöðu til þess að setja lög til þess að banna ananas á pítsur, né hefði hann áhuga á því að vera forseti, hefði hann slík völd. Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962.Vísir/Getty Í viðtali í þættinum As it Happens í kanadíska ríkisútvarpinu rifjaði Guðni upp lætin í kringum þetta mál.„Ég gekk skrefi of langt,“ viðurkenndi Guðni í viðtali við Carol Off, sem stýrir þættinum en spjall þeirra var á léttu nótunum. Off hóf viðtalið á því á spyrja Guðna hreint út hvað hann hefði á móti ananas á pítsum.„Ég hef ekkert á móti ananas en þegar hann er settur á pítsur verður hann svampkenndur,“ sagði Guðni og bætti við að þegar fjölskylda hans pantaði pítsu með ananas endaði það yfirleitt með að ananasinn væri týndur af.Málið þótti sérlega viðkvæmt í Kanada enda vilja heimamenn meina að hugmyndin um að setja ananas á pítsur hafi verið fædd þar. Á meðal þeirra sem tjáði sig um málið á sínum tíma var Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, þar sem hann lýsti því yfir að hann væri harður stuðningsmaður ananas sem áleggs á pítsu. I have a pineapple. I have a pizza. And I stand behind this delicious Southwestern Ontario creation. #TeamPineapple@Canada — Justin Trudeau (@JustinTrudeau) February 24, 2017 Sam Panopoulos, maðurinn sem almennt er talið að hafi fundið upp Havaí-pítsuna svokölluðu, pítsu með ananas, tjáði sig einnig um málið á sínum tíma í viðtali vip sama útvarpsþátt og rætt var við Guðna í gær.Þar vitnaði hann í áðurnefnda yfirlýsingu Guðna, þar sem forsetinn mælti með því að setja fiskmeti og aðra sjávarrétti, á pítsur. Sagði Panopoulos að það væri augljóslega til marks um það að Guðni væri í bullandi hagsmunagæslu fyrir Íslands, enda sjávarútvegur lykilatvinngrein á Íslandi.„Ég held að Sam Panopolous hafi hitt naglann á höfuðið þarna. Íslendingar reiða sig á sjávarútveg og ef allir myndu setja fiskmeti og sjávarrétti á pítsur væri það mjög gott,“ sagði Guðni og hló.„Bíddu nú við, ertu að viðurkenna að þú sér í vasanum á sjávarútvegsfyrirtækum,“ spurði Off þá.„Nei, ég myndi nú ekki ganga svo langt. En í allri hreinskilni, fiskmeti og sjávarréttir á pítsur er mjög gott. Þú ættir að prófa það,“ svaraði Guðni.Í viðtalinu, sem hlusta má á hér, kemur meðal annars fram að Guðni hafi sent fjölskyldu Panopoulos samúðarkveðjur er hann lést á síðasta ári, auk þess sem að Guðni segir að honum hafi borist fjölmargar stuðningskveðjur úr öllum heimshornum vegna málsins, en einkum og sér í lagi frá Ítalíu, heimalandi pítsunnar. Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni Th. minnist ananas-mannsins Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. 10. júní 2017 15:41 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hann hafi gengið skrefi of langt þegar hann sagðist vilja láta banna ananas sem álegg á pítsur. Forsetinn rifjaði upp málið, sem vakti heimsathygli, í viðtali við kanadíska ríkisútvarpið.Vísir greindi frá ummælum Guðna á sínum tíma en þau voru látin falla er forsetinn var í heimsókn í Menntaskólanum á Akureyri í febrúar árið 2017. Þar ávarpaði hann nemendur á sal þar sem hann fékk spurningu um hver afstaða hans væri til ananas sem álegg á pítsur. Sagðist Guðni alfarið vera á móti ananas á pizzum og bætti við að ef hann gæti sett lög um það myndi hann banna ananas á flatbökur. Ummæli Guðna fóru sem eldur um sinu um heimsbyggðina og fjallað var um þau í fjölmörgum erlendum miðlum. Gekk málið svo langt að Guðni sá sig knúinn til þess að gefa út yfirlýsingu þess efnis að hann væri ekki í aðstöðu til þess að setja lög til þess að banna ananas á pítsur, né hefði hann áhuga á því að vera forseti, hefði hann slík völd. Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962.Vísir/Getty Í viðtali í þættinum As it Happens í kanadíska ríkisútvarpinu rifjaði Guðni upp lætin í kringum þetta mál.„Ég gekk skrefi of langt,“ viðurkenndi Guðni í viðtali við Carol Off, sem stýrir þættinum en spjall þeirra var á léttu nótunum. Off hóf viðtalið á því á spyrja Guðna hreint út hvað hann hefði á móti ananas á pítsum.„Ég hef ekkert á móti ananas en þegar hann er settur á pítsur verður hann svampkenndur,“ sagði Guðni og bætti við að þegar fjölskylda hans pantaði pítsu með ananas endaði það yfirleitt með að ananasinn væri týndur af.Málið þótti sérlega viðkvæmt í Kanada enda vilja heimamenn meina að hugmyndin um að setja ananas á pítsur hafi verið fædd þar. Á meðal þeirra sem tjáði sig um málið á sínum tíma var Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, þar sem hann lýsti því yfir að hann væri harður stuðningsmaður ananas sem áleggs á pítsu. I have a pineapple. I have a pizza. And I stand behind this delicious Southwestern Ontario creation. #TeamPineapple@Canada — Justin Trudeau (@JustinTrudeau) February 24, 2017 Sam Panopoulos, maðurinn sem almennt er talið að hafi fundið upp Havaí-pítsuna svokölluðu, pítsu með ananas, tjáði sig einnig um málið á sínum tíma í viðtali vip sama útvarpsþátt og rætt var við Guðna í gær.Þar vitnaði hann í áðurnefnda yfirlýsingu Guðna, þar sem forsetinn mælti með því að setja fiskmeti og aðra sjávarrétti, á pítsur. Sagði Panopoulos að það væri augljóslega til marks um það að Guðni væri í bullandi hagsmunagæslu fyrir Íslands, enda sjávarútvegur lykilatvinngrein á Íslandi.„Ég held að Sam Panopolous hafi hitt naglann á höfuðið þarna. Íslendingar reiða sig á sjávarútveg og ef allir myndu setja fiskmeti og sjávarrétti á pítsur væri það mjög gott,“ sagði Guðni og hló.„Bíddu nú við, ertu að viðurkenna að þú sér í vasanum á sjávarútvegsfyrirtækum,“ spurði Off þá.„Nei, ég myndi nú ekki ganga svo langt. En í allri hreinskilni, fiskmeti og sjávarréttir á pítsur er mjög gott. Þú ættir að prófa það,“ svaraði Guðni.Í viðtalinu, sem hlusta má á hér, kemur meðal annars fram að Guðni hafi sent fjölskyldu Panopoulos samúðarkveðjur er hann lést á síðasta ári, auk þess sem að Guðni segir að honum hafi borist fjölmargar stuðningskveðjur úr öllum heimshornum vegna málsins, en einkum og sér í lagi frá Ítalíu, heimalandi pítsunnar.
Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni Th. minnist ananas-mannsins Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. 10. júní 2017 15:41 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Guðni Th. minnist ananas-mannsins Á óbeinan hátt lágu leiðir okkar saman fyrr á þessu ári þegar ég spjallaði í gamni við nemendur Menntaskólans á Akureyri um pítsur og þetta tiltekna álegg – sem reyndar væri best að banna ef út í það væri farið,“ segir forsetinn. 10. júní 2017 15:41
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20