Aríur úr óperum Verdis tengdar með frásögnum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 10:00 Hrund Ósk og Hrönn beina sjónum að lífi og dauða kvenhetjanna í óperum Verdis. Fréttablaðið/Stefán Hrund Ósk Árnadóttir óperusöngkona ætlar að halda tónleika í Salnum á laugardaginn, 17. nóvember, klukkan 16. Dagskráin nefnist Death by Verdi og byggist á aríum úr óperum eftir Verdi sem tvinnaðar eru saman með frásögnum. Með Hrund Ósk leikur Hrönn Þráinsdóttir á píanó. „Á þessum tónleikum langar okkur að kanna þetta ólíka landslag impressjónisma og raunsæis í verkum Verdis með því að beina sjónum að lífi og dauða kvenhetjanna sem fjallað er um í þeim. Við skoðum hvernig verkunum var tekið á sínum tíma og úr hvaða bókmenntum, hugmyndum og tíðaranda þau spretta.“ Hrund er búsett í Berlín þar sem hún fæst bæði við óperusöng og kennslu. Hún kveðst hafa verið syngjandi frá því hún man eftir sér. „Ég söng það mikið að foreldrar mínir fengu leiða á mér og sendu mig í kór,“ segir hún og kveðst fyrst hafa verið í Barnakór Hallgrímskirkju en farið að leggja stund á söng fyrir alvöru fjórtán ára gömul þegar hún var í Söngskólanum í Reykjavík. Ég söng djass og blús og var í klassísku söngnámi líka og var alltaf ákveðin í að verða klassísk söngkona,“ rifjar hún upp. Eitt af kennileitunum á ferli hennar er sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2005, þá fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hrund Ósk Árnadóttir óperusöngkona ætlar að halda tónleika í Salnum á laugardaginn, 17. nóvember, klukkan 16. Dagskráin nefnist Death by Verdi og byggist á aríum úr óperum eftir Verdi sem tvinnaðar eru saman með frásögnum. Með Hrund Ósk leikur Hrönn Þráinsdóttir á píanó. „Á þessum tónleikum langar okkur að kanna þetta ólíka landslag impressjónisma og raunsæis í verkum Verdis með því að beina sjónum að lífi og dauða kvenhetjanna sem fjallað er um í þeim. Við skoðum hvernig verkunum var tekið á sínum tíma og úr hvaða bókmenntum, hugmyndum og tíðaranda þau spretta.“ Hrund er búsett í Berlín þar sem hún fæst bæði við óperusöng og kennslu. Hún kveðst hafa verið syngjandi frá því hún man eftir sér. „Ég söng það mikið að foreldrar mínir fengu leiða á mér og sendu mig í kór,“ segir hún og kveðst fyrst hafa verið í Barnakór Hallgrímskirkju en farið að leggja stund á söng fyrir alvöru fjórtán ára gömul þegar hún var í Söngskólanum í Reykjavík. Ég söng djass og blús og var í klassísku söngnámi líka og var alltaf ákveðin í að verða klassísk söngkona,“ rifjar hún upp. Eitt af kennileitunum á ferli hennar er sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2005, þá fyrir hönd Menntaskólans í Reykjavík.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira