Leðurblökumaðurinn bjargar íslenskunni Benedikt Bóas skrifar 15. nóvember 2018 10:00 Haraldur Hrafn Gudmundsson er þýðandi Leðurblökumannsins. Fréttablaðið/Ernir „Markmiðið er að fá krakka til að lesa. Þetta eru spennandi sögur, það er ofbeldi, spenna og ýmsar hættur. Alls konar skemmtilegt,“ segir gullsmiðurinn Haraldur Hrafn Guðmundsson, betur þekktur sem Krummi, en hann hefur þýtt Leðurblökumanninn yfir á íslensku. Krummi, ásamt Gísla Einarssyni hjá Nexus, og Pétur Ingvi Leósson ákváðu fyrir rúmu ári að þeir yrðu að bregðast við hruni á yndislestri hjá ungmennum. „Krakkar lesa Andrés önd, Syrpuna og allt hitt þar til þau eru 10-12 ára en þá er það ekki töff lengur og ögrar ekki lengur lesendanum. Þá er ekkert annað sem kallar til þeirra. Við vonum að Leðurblökumaðurinn, þetta er nú krúnudjásn DC Comics og hefur laðað til sín marga frábæra höfunda, bæti úr því,“ segir hann.Forsíðan á fyrstu bókinni sem kemur út í desember.Fyrsta blaðið verður fríblað og eru þeir félagar að reyna að koma blaðinu til allra í 7. til 10. bekk. Yfirlýst markmið og tilgangur þessarar útgáfu er að hvetja til og efla lestur hjá krökkum og unglingum. Ekkert hefur verið sparað við vinnslu verkefnisins, hvorki hvað varðar þýðingu, vinnslu eða prentun og hefur undirbúningur útgáfunnar staðið yfir í meira en ár. „Yndislestur unglinga og krakka er að hrapa, sérstaklega hjá drengjum. Við teljum að það sé vegna þess að það er ekki framboð á skemmtilegu lesefni. Það er vandað til verks og umbrot og prentun eru eins og best þekkist í þessum bransa. Það er mikill metnaður hjá okkur að þetta sé flott og að það sé ekki mikill munur á þessu og frumútgáfunni.“ Fyrsta blaðið verður ein saga, um 20 blaðsíður. Fyrsta stóra blaðið, eða bókin, kemur svo út í desember og mun innihalda fimm sögur og verða um og yfir 100 blaðsíður. Hægt verður að gerast áskrifandi eða kaupa gripinn í lausasölu. Nexus boðar til fagnaðar vegna útgáfunnar sem Krummi segir að verði vonandi mikið fjör. „Mín kynslóð ólst upp við Tarzan, Lukku-Láka, Ástrík en þetta er ekki til fyrir mína krakka. Blaðið er flottara en við þorðum að vona og það verður vonandi mikið húllumhæ þegar það verður kynnt fyrir öllum.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Skyldulesning allra kynslóða Sögur Tove Jansson um múmínálfana hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. 15. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
„Markmiðið er að fá krakka til að lesa. Þetta eru spennandi sögur, það er ofbeldi, spenna og ýmsar hættur. Alls konar skemmtilegt,“ segir gullsmiðurinn Haraldur Hrafn Guðmundsson, betur þekktur sem Krummi, en hann hefur þýtt Leðurblökumanninn yfir á íslensku. Krummi, ásamt Gísla Einarssyni hjá Nexus, og Pétur Ingvi Leósson ákváðu fyrir rúmu ári að þeir yrðu að bregðast við hruni á yndislestri hjá ungmennum. „Krakkar lesa Andrés önd, Syrpuna og allt hitt þar til þau eru 10-12 ára en þá er það ekki töff lengur og ögrar ekki lengur lesendanum. Þá er ekkert annað sem kallar til þeirra. Við vonum að Leðurblökumaðurinn, þetta er nú krúnudjásn DC Comics og hefur laðað til sín marga frábæra höfunda, bæti úr því,“ segir hann.Forsíðan á fyrstu bókinni sem kemur út í desember.Fyrsta blaðið verður fríblað og eru þeir félagar að reyna að koma blaðinu til allra í 7. til 10. bekk. Yfirlýst markmið og tilgangur þessarar útgáfu er að hvetja til og efla lestur hjá krökkum og unglingum. Ekkert hefur verið sparað við vinnslu verkefnisins, hvorki hvað varðar þýðingu, vinnslu eða prentun og hefur undirbúningur útgáfunnar staðið yfir í meira en ár. „Yndislestur unglinga og krakka er að hrapa, sérstaklega hjá drengjum. Við teljum að það sé vegna þess að það er ekki framboð á skemmtilegu lesefni. Það er vandað til verks og umbrot og prentun eru eins og best þekkist í þessum bransa. Það er mikill metnaður hjá okkur að þetta sé flott og að það sé ekki mikill munur á þessu og frumútgáfunni.“ Fyrsta blaðið verður ein saga, um 20 blaðsíður. Fyrsta stóra blaðið, eða bókin, kemur svo út í desember og mun innihalda fimm sögur og verða um og yfir 100 blaðsíður. Hægt verður að gerast áskrifandi eða kaupa gripinn í lausasölu. Nexus boðar til fagnaðar vegna útgáfunnar sem Krummi segir að verði vonandi mikið fjör. „Mín kynslóð ólst upp við Tarzan, Lukku-Láka, Ástrík en þetta er ekki til fyrir mína krakka. Blaðið er flottara en við þorðum að vona og það verður vonandi mikið húllumhæ þegar það verður kynnt fyrir öllum.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Skyldulesning allra kynslóða Sögur Tove Jansson um múmínálfana hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. 15. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Menning Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Skyldulesning allra kynslóða Sögur Tove Jansson um múmínálfana hafa notið gríðarlegra vinsælda víða um heim. 15. nóvember 2018 11:00