Þunnur meirihluti hjá Netanjahú Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. nóvember 2018 09:00 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/AP Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. Í gær tilkynnti Avigdor Lieberman varnarmálaráðherra um afsögn sína í mótmælaskyni. Lieberman sagði að með gerð vopnahlésins væru Ísraelar að „láta undan kröfum hryðjuverkamanna“ og að hann myndi ekki geta horft í augu kjósenda ef hann héldi áfram starfi sínu. Lieberman er leiðtogi flokksins Ísrael Beitenu sem hefur verið hluti ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Með afsögn Liebermans tekur flokkurinn sér hins vegar sæti í stjórnarandstöðu og er meirihluti ríkisstjórnarinnar á þingi orðinn ansi þunnur; 61 sæti gegn 59 sætum stjórnarandstöðu. Þótt Lieberman hafi kallað eftir nýjum kosningum í gær sagði Jonatan Urich, upplýsingafulltrúi Líkúd, flokks Netanjahús, að það væri óþarfi. Ríkisstjórnin gæti haldið áfram út kjörtímabilið. Netanjahú varði gerð vopnahlésins í gær. Sagði Hamas hafa grátbeðið um að vopnahlé yrði gert. Á minningarathöfn fyrir David og Paula Ben-Gurion sagði forsætisráðherrann að hann vildi ekki tjá sig um framtíð Gasasvæðisins en að hann myndi hafa hagsmuni Ísraela í forgangi. Nú tekur Netanjahú við varnarmálaráðuneytinu af Lieberman. Í ritstjórnargrein Jerusalem Post vegna þessa sagði að slíkt ætti ekki að líðast. „Það þurfa að vera takmörk fyrir því hvað forsætisráðherrann getur gert,“ sagði í greininni og var enn fremur minnt á að Netanjahú væri einnig utanríkisráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32 Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Vopnahléið sem Ísraelar sömdu um við Hamas-samtökin eftir átök undanfarinna daga á Gasasvæðinu dregur dilk á eftir sér. Í gær tilkynnti Avigdor Lieberman varnarmálaráðherra um afsögn sína í mótmælaskyni. Lieberman sagði að með gerð vopnahlésins væru Ísraelar að „láta undan kröfum hryðjuverkamanna“ og að hann myndi ekki geta horft í augu kjósenda ef hann héldi áfram starfi sínu. Lieberman er leiðtogi flokksins Ísrael Beitenu sem hefur verið hluti ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Með afsögn Liebermans tekur flokkurinn sér hins vegar sæti í stjórnarandstöðu og er meirihluti ríkisstjórnarinnar á þingi orðinn ansi þunnur; 61 sæti gegn 59 sætum stjórnarandstöðu. Þótt Lieberman hafi kallað eftir nýjum kosningum í gær sagði Jonatan Urich, upplýsingafulltrúi Líkúd, flokks Netanjahús, að það væri óþarfi. Ríkisstjórnin gæti haldið áfram út kjörtímabilið. Netanjahú varði gerð vopnahlésins í gær. Sagði Hamas hafa grátbeðið um að vopnahlé yrði gert. Á minningarathöfn fyrir David og Paula Ben-Gurion sagði forsætisráðherrann að hann vildi ekki tjá sig um framtíð Gasasvæðisins en að hann myndi hafa hagsmuni Ísraela í forgangi. Nú tekur Netanjahú við varnarmálaráðuneytinu af Lieberman. Í ritstjórnargrein Jerusalem Post vegna þessa sagði að slíkt ætti ekki að líðast. „Það þurfa að vera takmörk fyrir því hvað forsætisráðherrann getur gert,“ sagði í greininni og var enn fremur minnt á að Netanjahú væri einnig utanríkisráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32 Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Umfangsmiklar árásir í Ísrael og á Gasa Hernaðaryfirvöld Ísrael segjast hafa gert loftárárásir á um hundrað skotmörk á Gasa-ströndinni í nótt. Það var gert eftir að Hamas-liðar skutu um 370 flugskeytum að Ísrael í gær. 13. nóvember 2018 11:32
Varnarmálaráðherra Ísrael segir af sér og kallar eftir kosningum Avigdor Liberman segir það mikil mistök að hafa samþykkt vopnahlé við Hamas-liða og gagnrýnir herin fyrir takmörkuð viðbrögð við árásum frá Gasa. 14. nóvember 2018 12:36