Styttu farbann yfir manni sem segist hafa orðið fyrir túbusjónvarpsárás Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2018 22:22 Mennirnir starfa báðir í kísilveri PCC á Bakka við Húsavík. Fréttablaðið/Anton Brink Farbann yfir pólskum starfsmanni PCC á Bakka við Húsavík hefur verið stytt um 45 daga. Hann hafði verið úrskurðaður í farbann til 1. febrúar næstkomandi en Landsréttur ákvað að stytta farbannið til 17. desember. Talið er að maðurinn sem um ræðir hafi verið laminn í andlit eða höfuð af miklu afli með litlu túbusjónvarpi. Sá sem er grunaður um það er samlandi hans og einnig starfsmaður PCC á Bakka. Sá er enn í farbanni til 1. febrúar. Mennirnir eru báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás gegn hvor öðrum. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri á laugardaginn 3. nóvember og handteknir eftir að hafa verið útskrifaðir þaðan. Í úrskurðunum kemur fram að þeir hafi báðir verið með töluverða áverka, annar hafi hlotið mikla áverka á andliti, hinn hafi höfuðkúpubrotnað. Sá sem segist hafa orðið fyrir barsmíðum með túbusjónvarpi sagði í yfirheyrslu frá lögreglu að hinn maðurinn sem er í farbanni hefði haft horn í síðu hans alveg frá því maðurinn hóf störf hjá PCC í september. Kvartaði hann til verkstjóra en framkoma vinnufélagans batnaði ekki. Laugardaginn 3. nóvember sauð upp úr á milli þeirra eftir að sá sem er grunaður um að hafa beitt túbusjónvarpi í slagsmálunum kallaði manninn öllum illum nöfnum. Þeir voru skildir að og ákvað sá sem segist hafa orðið fyrir túbusjónvarpsárásinni að leggjast til hvílu. Hann vaknaði hnefahögg frá samstarfsmanninum sem greip svo lítið túbusjónvarp og barði hann sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. Sagðist maðurinn hafa reynt að „taka á móti eins og hann hafi getað“ en í átökunum féllu þeir úr rúminu sem brotnaði í átökunum. Tók hann þá fót af rúminu til þess að freista þess að koma vinnufélaganum úr herberginu. Sagðist maðurinn á þessum tímapunkti hafa verið að berjast fyrir lífi sínu. Mennirnir eru sem fyrr segir báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás á hvor öðrum en slík brot varða fangelsi allt að sextán árum. Norðurþing Tengdar fréttir Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. 5. nóvember 2018 12:15 Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Farbann yfir pólskum starfsmanni PCC á Bakka við Húsavík hefur verið stytt um 45 daga. Hann hafði verið úrskurðaður í farbann til 1. febrúar næstkomandi en Landsréttur ákvað að stytta farbannið til 17. desember. Talið er að maðurinn sem um ræðir hafi verið laminn í andlit eða höfuð af miklu afli með litlu túbusjónvarpi. Sá sem er grunaður um það er samlandi hans og einnig starfsmaður PCC á Bakka. Sá er enn í farbanni til 1. febrúar. Mennirnir eru báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás gegn hvor öðrum. Mennirnir voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri á laugardaginn 3. nóvember og handteknir eftir að hafa verið útskrifaðir þaðan. Í úrskurðunum kemur fram að þeir hafi báðir verið með töluverða áverka, annar hafi hlotið mikla áverka á andliti, hinn hafi höfuðkúpubrotnað. Sá sem segist hafa orðið fyrir barsmíðum með túbusjónvarpi sagði í yfirheyrslu frá lögreglu að hinn maðurinn sem er í farbanni hefði haft horn í síðu hans alveg frá því maðurinn hóf störf hjá PCC í september. Kvartaði hann til verkstjóra en framkoma vinnufélagans batnaði ekki. Laugardaginn 3. nóvember sauð upp úr á milli þeirra eftir að sá sem er grunaður um að hafa beitt túbusjónvarpi í slagsmálunum kallaði manninn öllum illum nöfnum. Þeir voru skildir að og ákvað sá sem segist hafa orðið fyrir túbusjónvarpsárásinni að leggjast til hvílu. Hann vaknaði hnefahögg frá samstarfsmanninum sem greip svo lítið túbusjónvarp og barði hann sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. Sagðist maðurinn hafa reynt að „taka á móti eins og hann hafi getað“ en í átökunum féllu þeir úr rúminu sem brotnaði í átökunum. Tók hann þá fót af rúminu til þess að freista þess að koma vinnufélaganum úr herberginu. Sagðist maðurinn á þessum tímapunkti hafa verið að berjast fyrir lífi sínu. Mennirnir eru sem fyrr segir báðir grunaðir um stórfellda líkamsárás á hvor öðrum en slík brot varða fangelsi allt að sextán árum.
Norðurþing Tengdar fréttir Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. 5. nóvember 2018 12:15 Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. 5. nóvember 2018 12:15
Tveir starfsmenn PCC á Bakka í farbann Tveir erlendir starfsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík voru í gærkvöldi úrskurðaðir í allt að þriggja mánaða farbann, í héraðsdómi Norðurlands eystra. 5. nóvember 2018 07:14