Fengu uppsagnarbréf á meðan þeir voru á sjó Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 HB Grandi. Uppsagnarbréf sjómanna á Helgu Maríu AK, skipi HB Granda, bárust sjómönnum með ábyrgðarpósti þann 8. nóvember síðastliðinn, meðan þeir voru að veiðum. Áður hafði framkvæmdastjóri fyrirtækisins þverneitað að tekin hefði verið nokkur ákvörðun um að segja upp sjómönnum á skipinu. „Það er rétt. Ég get staðfest að þeir skipverjar sem hafa þrjá mánuði í uppsagnarfrest eða lengri hafa fengið uppsagnarbréf frá okkur. Við munum svo á næstu mánuðum meta stöðu skipsins og endurskoða reksturinn á skipinu,“ segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri HB Granda. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð skipsins en allar hugmyndir uppi á borðinu hvað það varðar.“ Skipið hélt til veiða í lok október en áður var haldinn starfsmannafundur um borð þar sem skipverjum var tjáð að fram undan yrðu mögulegar uppsagnir og breytingar á útgerð skipsins. HB Grandi hefur á síðustu vikum hagrætt nokkuð í rekstri sínum með uppsögnum á starfsfólki, bæði á Akranesi og á Norðausturlandi, en fyrirtækið er umsvifamikið á Vopnafirði. Ekki er svo langt síðan fyrirtækið ákvað að flytja alla landvinnslu sína frá Akranesi til Reykjavíkur. „Þetta er ekki gott, enn eitt höggið fyrir okkur á Akranesi en Helga María er sannarlega skráð hjá okkur. Það er alveg ljóst að fyrirtækið leitar nú gríðarlegrar hagræðingar sem birtist í uppsögnum þeirra sem búa til verðmætin. Það er aldrei gott þegar fólk missir vinnuna,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Maður veltir því fyrir sér hver ábyrgð lífeyrissjóðanna okkar sé sem eiga um helming í fyrirtækinu eins og staðan er núna,“ bætir Vilhjálmur við. HB Grandi hefur á síðustu misserum tekið í notkun þrjú ný og mjög afkastamikil ísfiskskip. Helga María er eitt elsta skipið í flota fyrirtækisins sem nú leitar allra leiða til að hagræða í rekstrinum. Ekki er á þessu stigi vitað hvort skipverjar á Helgu Maríu fái pláss á öðrum skipum fyrirtækisins verði þeirra skipi lagt og það selt.vísir/eyþór Akranes Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Hluthafar HB Granda samþykktu kaupin á Ögurvík Framhaldshluthafafundur HB Granda var haldinn í dag þar sem atkvæði voru greidd um tillögu stjórnar um kaupin. 2. nóvember 2018 20:08 Framkvæmdastjóri HB Granda neitar að áhöfn togara hafi verið sagt upp Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 2. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Uppsagnarbréf sjómanna á Helgu Maríu AK, skipi HB Granda, bárust sjómönnum með ábyrgðarpósti þann 8. nóvember síðastliðinn, meðan þeir voru að veiðum. Áður hafði framkvæmdastjóri fyrirtækisins þverneitað að tekin hefði verið nokkur ákvörðun um að segja upp sjómönnum á skipinu. „Það er rétt. Ég get staðfest að þeir skipverjar sem hafa þrjá mánuði í uppsagnarfrest eða lengri hafa fengið uppsagnarbréf frá okkur. Við munum svo á næstu mánuðum meta stöðu skipsins og endurskoða reksturinn á skipinu,“ segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri HB Granda. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð skipsins en allar hugmyndir uppi á borðinu hvað það varðar.“ Skipið hélt til veiða í lok október en áður var haldinn starfsmannafundur um borð þar sem skipverjum var tjáð að fram undan yrðu mögulegar uppsagnir og breytingar á útgerð skipsins. HB Grandi hefur á síðustu vikum hagrætt nokkuð í rekstri sínum með uppsögnum á starfsfólki, bæði á Akranesi og á Norðausturlandi, en fyrirtækið er umsvifamikið á Vopnafirði. Ekki er svo langt síðan fyrirtækið ákvað að flytja alla landvinnslu sína frá Akranesi til Reykjavíkur. „Þetta er ekki gott, enn eitt höggið fyrir okkur á Akranesi en Helga María er sannarlega skráð hjá okkur. Það er alveg ljóst að fyrirtækið leitar nú gríðarlegrar hagræðingar sem birtist í uppsögnum þeirra sem búa til verðmætin. Það er aldrei gott þegar fólk missir vinnuna,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Maður veltir því fyrir sér hver ábyrgð lífeyrissjóðanna okkar sé sem eiga um helming í fyrirtækinu eins og staðan er núna,“ bætir Vilhjálmur við. HB Grandi hefur á síðustu misserum tekið í notkun þrjú ný og mjög afkastamikil ísfiskskip. Helga María er eitt elsta skipið í flota fyrirtækisins sem nú leitar allra leiða til að hagræða í rekstrinum. Ekki er á þessu stigi vitað hvort skipverjar á Helgu Maríu fái pláss á öðrum skipum fyrirtækisins verði þeirra skipi lagt og það selt.vísir/eyþór
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Hluthafar HB Granda samþykktu kaupin á Ögurvík Framhaldshluthafafundur HB Granda var haldinn í dag þar sem atkvæði voru greidd um tillögu stjórnar um kaupin. 2. nóvember 2018 20:08 Framkvæmdastjóri HB Granda neitar að áhöfn togara hafi verið sagt upp Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 2. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23
Hluthafar HB Granda samþykktu kaupin á Ögurvík Framhaldshluthafafundur HB Granda var haldinn í dag þar sem atkvæði voru greidd um tillögu stjórnar um kaupin. 2. nóvember 2018 20:08
Framkvæmdastjóri HB Granda neitar að áhöfn togara hafi verið sagt upp Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 2. nóvember 2018 08:00