Lít frekar á mig sem miðvörð núna Hjörvar Ólafsson skrifar 14. nóvember 2018 12:30 Haukur Heiðar fagnar sænska meistaratitlinum eftir sigur AIK á Kalmar um helgina. Nordicphotos/Getty Það var ljúfsár tilfinning sem fór um Norðlendinginn Hauk Heiðar Hauksson þegar AIK varð sænskur meistari um helgina. Haukur missti sæti sitt í byrjunarliði liðsins í upphafi leiktíðar og þegar upp var staðið lék hann einungis fjóra deildarleiki með liðinu á nýlokinni leiktíð. Hann lítur hins vegar klárlega á sig sem mikilvægan hluta af leikmannahópnum og fagnaði titlinum vel og innilega um helgina. „Auðvitað er mjög gaman að vera sænskur meistari og ég er orðinn harður AIK-maður eftir að hafa verið fjögur ár í félaginu. Mér hefur liðið mjög vel hérna og tíminn hefur flogið á meðan ég hef spilað hérna. Það voru vissulega erfiðir tímar á meðan ég var meiddur, en það var hugsað afar vel um mig og ég fékk góða meðhöndlun. Við höfum tvisvar verið nálægt því að verða meistarar á meðan ég hef verið hérna og gaman að takast þetta áður en ég fer,“ sagði þessi öflugi varnarmaður sem hefur tvisvar sinnum lent í öðru sæti með liðinu og kveður nú liðið með meistaratitli. „Ég datt út úr byrjunarliðinu í byrjun tímabilsins og á meðan liðið var að vinna er erfitt að tuða yfir því að vera ekki í liðinu. Ég hef hins vegar ákveðið að róa á önnur mið og mun nota næstu tvær til þrjár vikurnar til þess að skoða mína stöðu. Það er áhugi fyrir hendi hjá liðum í Skandinavíu og ég hef einnig rætt við lið heima á Íslandi. Það eru margir þættir sem spila inn í þessa ákvörðun. Ég þarf að finna stað þar sem fjölskyldunni líður vel og hentar mér hvað fótboltann snertir,“ segir hann um framhaldið. Haukur er uppalinn hjá KA, en lék þrjú keppnistímabil með KR á árunum 2012 til 2014 áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við AIK. Hjá Vesturbæjarliðinu varð hann einu sinni Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari. Þá lék hann sem sókndjarfur hægri bakvörður og tók virkan þátt í sóknarleik KR-liðsins með góðum árangri. Nú lítur hann frekar á sig sem miðvörð þrátt fyrir að hann geti leyst hægri bakvarðarstöðuna með sóma. „Eftir að hafa lent í þessum hnémeiðslum þar sem ég var í veseni með brjósk hef ég þurft að breyta aðeins um leikstíl. Ég þarf að laga minn leik að breyttum aðstæðum og ég lít frekar á mig sem miðvörð í dag en bakvörð. Það hentar mér einkar vel að leika hægra megin í þriggja manna vörn eins og ég hef gert síðustu ár hérna í Svíþjóð. Þá get ég einnig staðið í stykkinu í tveggja manna miðvarðakerfi,“ segir hann um þróun mála á ferli sínum, en hann fór í aðgerð á hnénu árið 2016 og svo aftur árið 2017. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Það var ljúfsár tilfinning sem fór um Norðlendinginn Hauk Heiðar Hauksson þegar AIK varð sænskur meistari um helgina. Haukur missti sæti sitt í byrjunarliði liðsins í upphafi leiktíðar og þegar upp var staðið lék hann einungis fjóra deildarleiki með liðinu á nýlokinni leiktíð. Hann lítur hins vegar klárlega á sig sem mikilvægan hluta af leikmannahópnum og fagnaði titlinum vel og innilega um helgina. „Auðvitað er mjög gaman að vera sænskur meistari og ég er orðinn harður AIK-maður eftir að hafa verið fjögur ár í félaginu. Mér hefur liðið mjög vel hérna og tíminn hefur flogið á meðan ég hef spilað hérna. Það voru vissulega erfiðir tímar á meðan ég var meiddur, en það var hugsað afar vel um mig og ég fékk góða meðhöndlun. Við höfum tvisvar verið nálægt því að verða meistarar á meðan ég hef verið hérna og gaman að takast þetta áður en ég fer,“ sagði þessi öflugi varnarmaður sem hefur tvisvar sinnum lent í öðru sæti með liðinu og kveður nú liðið með meistaratitli. „Ég datt út úr byrjunarliðinu í byrjun tímabilsins og á meðan liðið var að vinna er erfitt að tuða yfir því að vera ekki í liðinu. Ég hef hins vegar ákveðið að róa á önnur mið og mun nota næstu tvær til þrjár vikurnar til þess að skoða mína stöðu. Það er áhugi fyrir hendi hjá liðum í Skandinavíu og ég hef einnig rætt við lið heima á Íslandi. Það eru margir þættir sem spila inn í þessa ákvörðun. Ég þarf að finna stað þar sem fjölskyldunni líður vel og hentar mér hvað fótboltann snertir,“ segir hann um framhaldið. Haukur er uppalinn hjá KA, en lék þrjú keppnistímabil með KR á árunum 2012 til 2014 áður en hann söðlaði um og gekk til liðs við AIK. Hjá Vesturbæjarliðinu varð hann einu sinni Íslandsmeistari og tvívegis bikarmeistari. Þá lék hann sem sókndjarfur hægri bakvörður og tók virkan þátt í sóknarleik KR-liðsins með góðum árangri. Nú lítur hann frekar á sig sem miðvörð þrátt fyrir að hann geti leyst hægri bakvarðarstöðuna með sóma. „Eftir að hafa lent í þessum hnémeiðslum þar sem ég var í veseni með brjósk hef ég þurft að breyta aðeins um leikstíl. Ég þarf að laga minn leik að breyttum aðstæðum og ég lít frekar á mig sem miðvörð í dag en bakvörð. Það hentar mér einkar vel að leika hægra megin í þriggja manna vörn eins og ég hef gert síðustu ár hérna í Svíþjóð. Þá get ég einnig staðið í stykkinu í tveggja manna miðvarðakerfi,“ segir hann um þróun mála á ferli sínum, en hann fór í aðgerð á hnénu árið 2016 og svo aftur árið 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira