Verktakinn vill byrja strax að breikka Suðurlandsveg Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2018 21:00 Fyrsti áfanginn, 2,5 kílómetrar milli Varmár og Gljúfurholtsár, á að vera tilbúinn næsta haust. Mynd/Vegagerðin. Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins, 1.360 milljónir króna. Athygli vekur að öll tilboð voru yfir kostnaðaráætlun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn er tveggja og hálfs kílómetra kafli í Ölfusi, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt hliðarvegum, sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar að Ölfusborgum og hins vegar niður að Völlum. Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2019. Þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár en tilboð voru opnuð í höfuðstöðvum hennar í Reykjavík í dag. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu en aðeins bárust fjögur tilboð og öll innlend.Tilboð Íslenskra aðalverktaka var 200 milljónum króna lægra en næstlægsta boð, sem var frá Ístaki.Grafík/Guðmundur Björnsson.Lægsta boð áttu Íslenskir aðalverktakar, upp á 1.361 milljón króna, en það var 9%, eða 111 milljónum króna, yfir 1.250 milljóna króna kostnaðaráætlun. Tilboð Ístaks, Suðurverks og Munck á Íslandi reyndust mun hærri, eða 25 til 30 prósentum yfir kostnaðaráætlun. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, segir mikinn áfanga að ná að opna tilboð í þetta stóra verk. Það séu ákveðin vonbrigði að tilboð skyldu vera yfir kostnaðaráætlun en það sé kannski skiljanlegt að einhverju leyti. Árni Valur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum.Stöð 2/Einar Árnason.„Þetta leggst vel í okkur. Við komum til með að byrja af fullum krafti bara strax í desember og vonandi tekst okkur að ljúka fyrsta áfanga 30. mars, ef veður og Guð lofar,“ segir Árni Valur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum. Þeir hjá ÍAV segjast hafa nægan mannskap. Þeir séu að ljúka tveimur stórum verkum, Vaðlaheiðargöngum og Búrfellsvirkjun. „Við vöðum í þetta strax,“ segir Árni Valur.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Stöð 2/Einar Árnason.Markmið samgönguáætlunar er að ljúka breikkun vegarins milli Kamba og Selfoss árið 2022 en þetta eru alls um tíu kílómetrar. Guðmundur Valur segir Vegagerðina stefna að því að næsti áfangi verði boðinn út næsta sumar og gerir ráð fyrir að fjárveitingar verði þá tryggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hveragerði Tengdar fréttir Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Íslenskir aðalverktakar vilja hefja breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss strax í næsta mánuði en þeir buðu lægst í fyrsta áfanga verksins, 1.360 milljónir króna. Athygli vekur að öll tilboð voru yfir kostnaðaráætlun. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Fyrsti áfanginn er tveggja og hálfs kílómetra kafli í Ölfusi, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt hliðarvegum, sem tengjast nýjum vegamótum, annars vegar að Ölfusborgum og hins vegar niður að Völlum. Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2019. Þetta er stærsta útboð Vegagerðarinnar í ár en tilboð voru opnuð í höfuðstöðvum hennar í Reykjavík í dag. Verkið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu en aðeins bárust fjögur tilboð og öll innlend.Tilboð Íslenskra aðalverktaka var 200 milljónum króna lægra en næstlægsta boð, sem var frá Ístaki.Grafík/Guðmundur Björnsson.Lægsta boð áttu Íslenskir aðalverktakar, upp á 1.361 milljón króna, en það var 9%, eða 111 milljónum króna, yfir 1.250 milljóna króna kostnaðaráætlun. Tilboð Ístaks, Suðurverks og Munck á Íslandi reyndust mun hærri, eða 25 til 30 prósentum yfir kostnaðaráætlun. Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hönnunardeildar Vegagerðarinnar, segir mikinn áfanga að ná að opna tilboð í þetta stóra verk. Það séu ákveðin vonbrigði að tilboð skyldu vera yfir kostnaðaráætlun en það sé kannski skiljanlegt að einhverju leyti. Árni Valur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum.Stöð 2/Einar Árnason.„Þetta leggst vel í okkur. Við komum til með að byrja af fullum krafti bara strax í desember og vonandi tekst okkur að ljúka fyrsta áfanga 30. mars, ef veður og Guð lofar,“ segir Árni Valur Garðarsson, verkefnisstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum. Þeir hjá ÍAV segjast hafa nægan mannskap. Þeir séu að ljúka tveimur stórum verkum, Vaðlaheiðargöngum og Búrfellsvirkjun. „Við vöðum í þetta strax,“ segir Árni Valur.Guðmundur Valur Guðmundsson, forstöðumaður hjá Vegagerðinni.Stöð 2/Einar Árnason.Markmið samgönguáætlunar er að ljúka breikkun vegarins milli Kamba og Selfoss árið 2022 en þetta eru alls um tíu kílómetrar. Guðmundur Valur segir Vegagerðina stefna að því að næsti áfangi verði boðinn út næsta sumar og gerir ráð fyrir að fjárveitingar verði þá tryggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hveragerði Tengdar fréttir Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Suðurlandsvegur milli Kamba og Selfoss mun líta svona út Vegagerðin hefur boðið út fyrsta áfangann í breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss. Myndband, sem sýnir hvernig vegurinn mun líta út, var sýnt í fréttum Stöðvar 2. 13. október 2018 08:45