Patrekur: Verður nákvæmlega eins ef ekki verra á laugardaginn Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 21:30 Patrekur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel „Við vorum lélegir sóknarlega, vorum að fara hrikalega illa með færin, sérstaklega í fyrri hálfleik, vorum 14-6 undir,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í samtali við Vísi eftir tap gegn Haukum í kvöld. „Haukarnir voru sterkir, voru að skora 8 mörk af þessum 16 úr hraðaupphlaupum í fyrri, vörnin var allt í lag hjá okkur og markvarslan í heildan góð en Grétar vann þennann leik fyrir þá. Við komumst nálægt þeim en ekki nóg til að vinna þá.“ Eftir gott áhlaup undir lok fyrri hálfleiks slökuðu Selfyssingar aftur á í upphafi síðari hálfleiks og segir Patrekur að það hafi klárlega ekki verið planið. „Það var ekki planið að koma slakir út í seinni hálfleikinn, við vorum 14-6 í fyrri hálfleik en svo kom 7-2 kafli frá okkur þar sem Haukarnir voru slakir líka. Óskað að það hefði verið það sama í seinni hálfleik en Haukarnir voru alltaf skrefinu á undan okkur. Ef við hefðum nýtt okkur öll dauðafærin þá hefði þetta farið öðruvísi.“ „Maður reynir nú yfirleitt að vera jákvæður, og það sem er jákvætt er að í stöðunni 14-6 gegn Haukum þá hefði maður oft sagt, þetta er bara búið. En menn gáfust ekki upp, héldu áfram og komu til baka.“ „Við vorum að spila margt ágætlega en eins og ég hef sagt þá fórum við hrikalega illa með þessi dauðafæri, sum hver af 6 metrunum.“ Elvar Örn Jónsson var frá vegna meiðsla í kvöld og Patrekur segir að það hafi ekki farið í gegnum hugsa hans á meðan leik stóð í kvöld að það vantaði Elvar. „Ég var ekkert að spá í því að það hafi vantað hann. Við vorum oft án hans í fyrra og spiluðum alveg og unnum leiki þá. Ég var bara ánægður með strákana sem spiluðu í dag. 3 eða 4 í hóp úr akademiunni.“ „Ég get ekkert kvartað yfir leikmannahópnum í dag það vantaði bara gæðin í skotin hjá okkur. Það er svona greiningin strax eftir leik, það kemur kannski annað í ljós í kvöld þegar ég fer yfir leikinn.“ Næst er það Evrópukeppnin sem bíður Selfyssinga en þar mæta þeir pólsku liði. Fyrri leikurinn er á laugardaginn en umferðin er sú síðasta fyrir riðlakeppnia. „Mér líst vel á það verkefni, þetta er hörkulið í Póllandi, 2 eða 3 sæti. Það eru turnar í þessu liði, þetta verður svipað og hérna í kvöld. Það verða dómar sem eru 50/50 eins og í kvöld. Þetta verður nákvæmlega eins ef ekki verra á laugardaginn. Við erum því búnir að undirbúa okkur vel fyrir það,“ en verða allir með? „Ég vonast eftir að Elvar og Guðni verði með já, þeir ættu að vera búnir að jafna sig en Richard verður ekki með. Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Selfoss 30-26 │Haukarnir fyrstir til að klára Selfoss Haukarnir jafna Selfoss og FH á toppi deildarinnar. 12. nóvember 2018 21:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
„Við vorum lélegir sóknarlega, vorum að fara hrikalega illa með færin, sérstaklega í fyrri hálfleik, vorum 14-6 undir,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfoss, í samtali við Vísi eftir tap gegn Haukum í kvöld. „Haukarnir voru sterkir, voru að skora 8 mörk af þessum 16 úr hraðaupphlaupum í fyrri, vörnin var allt í lag hjá okkur og markvarslan í heildan góð en Grétar vann þennann leik fyrir þá. Við komumst nálægt þeim en ekki nóg til að vinna þá.“ Eftir gott áhlaup undir lok fyrri hálfleiks slökuðu Selfyssingar aftur á í upphafi síðari hálfleiks og segir Patrekur að það hafi klárlega ekki verið planið. „Það var ekki planið að koma slakir út í seinni hálfleikinn, við vorum 14-6 í fyrri hálfleik en svo kom 7-2 kafli frá okkur þar sem Haukarnir voru slakir líka. Óskað að það hefði verið það sama í seinni hálfleik en Haukarnir voru alltaf skrefinu á undan okkur. Ef við hefðum nýtt okkur öll dauðafærin þá hefði þetta farið öðruvísi.“ „Maður reynir nú yfirleitt að vera jákvæður, og það sem er jákvætt er að í stöðunni 14-6 gegn Haukum þá hefði maður oft sagt, þetta er bara búið. En menn gáfust ekki upp, héldu áfram og komu til baka.“ „Við vorum að spila margt ágætlega en eins og ég hef sagt þá fórum við hrikalega illa með þessi dauðafæri, sum hver af 6 metrunum.“ Elvar Örn Jónsson var frá vegna meiðsla í kvöld og Patrekur segir að það hafi ekki farið í gegnum hugsa hans á meðan leik stóð í kvöld að það vantaði Elvar. „Ég var ekkert að spá í því að það hafi vantað hann. Við vorum oft án hans í fyrra og spiluðum alveg og unnum leiki þá. Ég var bara ánægður með strákana sem spiluðu í dag. 3 eða 4 í hóp úr akademiunni.“ „Ég get ekkert kvartað yfir leikmannahópnum í dag það vantaði bara gæðin í skotin hjá okkur. Það er svona greiningin strax eftir leik, það kemur kannski annað í ljós í kvöld þegar ég fer yfir leikinn.“ Næst er það Evrópukeppnin sem bíður Selfyssinga en þar mæta þeir pólsku liði. Fyrri leikurinn er á laugardaginn en umferðin er sú síðasta fyrir riðlakeppnia. „Mér líst vel á það verkefni, þetta er hörkulið í Póllandi, 2 eða 3 sæti. Það eru turnar í þessu liði, þetta verður svipað og hérna í kvöld. Það verða dómar sem eru 50/50 eins og í kvöld. Þetta verður nákvæmlega eins ef ekki verra á laugardaginn. Við erum því búnir að undirbúa okkur vel fyrir það,“ en verða allir með? „Ég vonast eftir að Elvar og Guðni verði með já, þeir ættu að vera búnir að jafna sig en Richard verður ekki með.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Selfoss 30-26 │Haukarnir fyrstir til að klára Selfoss Haukarnir jafna Selfoss og FH á toppi deildarinnar. 12. nóvember 2018 21:30 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Selfoss 30-26 │Haukarnir fyrstir til að klára Selfoss Haukarnir jafna Selfoss og FH á toppi deildarinnar. 12. nóvember 2018 21:30