Litarmengunin var frá Málningu hf. á Dalvegi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 12. nóvember 2018 08:00 Farmur gekk til í flutningabíll á lóð Málningar hf. á Dalvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Heilbrigðisfulltrúi fann upptök mengunar í Kópavogslæk 19. október. Málning fór í niðurfall á lóð Málningar hf. Ámælisvert segir heilbrigðiseftirlitið. Mannleg mistök sem ekki gerast aftur, segir yfirmaður hjá fyrirtækinu og biðst afsökunar. „Mengunartilvik í Kópavogslæk hafa verið alltof tíð og hafa stundum leitt til fiskidauða en ávallt truflað eða raskað fuglalífi og verið fólki til mikils ama,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis til Málningar hf. vegna málningar sem hellt var í niðurfall á lóð fyrirtækisins. Fram kemur í bréfinu að 19. október síðastliðinn hafi heilbrigðiseftirlitinu borist athugasemd frá fólki sem átti leið um Kópavogsdal. Lækurinn frá brúnni á Digranesi og niður eftir hafi verið hvítur og greinilegt að mengandi efni hefði borist í hann. Heilbrigðisfulltrúi hafi farið strax á vettvang og staðfest að kvörtunin væri á rökum reist. „Greinilegt var að í lækinn barst hvítt málningarmettað vatn úr drenvatnslögn fyrir ofan brúna á Digranesvegi, nálægt innkeyrslu,“ segir í bréfinu til Málningar sem skrifað er af heilbrigðisfulltrúanum. Hann hafi talið líklegt að um væri að ræða vatnsmálningu sem losuð hefði verið í drenkerfi bæjarins. „Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem mengandi efni hafa komið úr þessu röri,“ segir í bréfinu. Vitað hafi verið að drenlögnin þjóni ekki síst atvinnusvæðinu í kringum Dalveg og upptakanna hafi verið leitað þar. „Sú leit skilaði loks árangri þegar komið var inn á lóð Málningar hf. að Dalvegi 18. Þar mátti sjá merki þess, í kring um niðurfall á lóð, að þrif hafi átt sér stað. Farið var í fyrirtækið og rætt við starfsmenn sem gengust greiðlega við því að einn starfsmaður hafi verið að þrífa málningu eftir óhapp við flutning,“ segir í bréfinu. Heilbrigðiseftirlitiðsegir málið alvarlegt. Kópavogslækur renni um viðkvæmt og vinsælt útivistarsvæði áður en hann opnist út á Kópavogsleirur sem njóti hverfisverndar. „Eftirlitið telur það verklag sem viðhaft var hjá Málningu hf. þann 19. október síðastliðinn ámælisvert,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlitsins. Þetta voru mannleg mistök,“ segir Gísli Guðmundsson, efnaverkfræðingur hjá Málningu. Óhapp hafi orðið þannig að bíll hafi þurft að snögghemla og tuttugu lítrar af málningu farið niður. Aðeins einum til tveimur lítrum sem hafi orðið eftir við þrif á bílnum hafi verið skolað í niðurfallið í stað þess að fara með bílinn á þar til gert svæði. Gísli bendir á að málningin hafi verið vatnsþynnanleg. „Það varð því enginn skaði af þessu þótt þarna hafi orðið veruleg sjónmengun um tíma,“ segir hann og undirstrikar að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem slíkt gerist hjá Málningu. „Okkur finnst þetta mjög, mjög leiðinlegt og munum biðjast afsökunar. Þetta mun ekki gerast aftur.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Sjá meira
Heilbrigðisfulltrúi fann upptök mengunar í Kópavogslæk 19. október. Málning fór í niðurfall á lóð Málningar hf. Ámælisvert segir heilbrigðiseftirlitið. Mannleg mistök sem ekki gerast aftur, segir yfirmaður hjá fyrirtækinu og biðst afsökunar. „Mengunartilvik í Kópavogslæk hafa verið alltof tíð og hafa stundum leitt til fiskidauða en ávallt truflað eða raskað fuglalífi og verið fólki til mikils ama,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis til Málningar hf. vegna málningar sem hellt var í niðurfall á lóð fyrirtækisins. Fram kemur í bréfinu að 19. október síðastliðinn hafi heilbrigðiseftirlitinu borist athugasemd frá fólki sem átti leið um Kópavogsdal. Lækurinn frá brúnni á Digranesi og niður eftir hafi verið hvítur og greinilegt að mengandi efni hefði borist í hann. Heilbrigðisfulltrúi hafi farið strax á vettvang og staðfest að kvörtunin væri á rökum reist. „Greinilegt var að í lækinn barst hvítt málningarmettað vatn úr drenvatnslögn fyrir ofan brúna á Digranesvegi, nálægt innkeyrslu,“ segir í bréfinu til Málningar sem skrifað er af heilbrigðisfulltrúanum. Hann hafi talið líklegt að um væri að ræða vatnsmálningu sem losuð hefði verið í drenkerfi bæjarins. „Því miður er þetta ekki í fyrsta skipti sem mengandi efni hafa komið úr þessu röri,“ segir í bréfinu. Vitað hafi verið að drenlögnin þjóni ekki síst atvinnusvæðinu í kringum Dalveg og upptakanna hafi verið leitað þar. „Sú leit skilaði loks árangri þegar komið var inn á lóð Málningar hf. að Dalvegi 18. Þar mátti sjá merki þess, í kring um niðurfall á lóð, að þrif hafi átt sér stað. Farið var í fyrirtækið og rætt við starfsmenn sem gengust greiðlega við því að einn starfsmaður hafi verið að þrífa málningu eftir óhapp við flutning,“ segir í bréfinu. Heilbrigðiseftirlitiðsegir málið alvarlegt. Kópavogslækur renni um viðkvæmt og vinsælt útivistarsvæði áður en hann opnist út á Kópavogsleirur sem njóti hverfisverndar. „Eftirlitið telur það verklag sem viðhaft var hjá Málningu hf. þann 19. október síðastliðinn ámælisvert,“ segir í bréfi heilbrigðiseftirlitsins. Þetta voru mannleg mistök,“ segir Gísli Guðmundsson, efnaverkfræðingur hjá Málningu. Óhapp hafi orðið þannig að bíll hafi þurft að snögghemla og tuttugu lítrar af málningu farið niður. Aðeins einum til tveimur lítrum sem hafi orðið eftir við þrif á bílnum hafi verið skolað í niðurfallið í stað þess að fara með bílinn á þar til gert svæði. Gísli bendir á að málningin hafi verið vatnsþynnanleg. „Það varð því enginn skaði af þessu þótt þarna hafi orðið veruleg sjónmengun um tíma,“ segir hann og undirstrikar að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem slíkt gerist hjá Málningu. „Okkur finnst þetta mjög, mjög leiðinlegt og munum biðjast afsökunar. Þetta mun ekki gerast aftur.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Sjá meira