Aftur markakóngur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2018 12:00 Andri Rúnar Bjarnason Mynd/Fésbókarsíða Helsingborgar Fyrsta tímabil Andra Rúnars Bjarnasonar í atvinnumennsku hefði vart getað gengið betur. Eftir 19 marka tímabilið með Grindavík í fyrra, þar sem Andri Rúnar jafnaði markametið í efstu deild og var valinn besti leikmaður hennar, gekk hann í raðir sænska B-deildarliðsins Helsingborg í vetur. Og Bolvíkingurinn sýndi með frammistöðu sinni á nýafstöðnu tímabili að hann er ekkert eins tímabils undur. Andri Rúnar skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Helsingborg á Varbergs BoIs í lokaumferð sænsku B-deildarinnar á laugardaginn. Helsingborg vann deildina og tryggði sér þar með sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Andri Rúnar skoraði alls 16 mörk í 27 leikjum í sænsku B-deildinni í ár og var markakóngur hennar. Hann gaf einnig sex stoðsendingar og kom þannig með beinum hætti að 22 af 59 mörkum Helsingborg í deildinni. Svo fór að Andri Rúnar var valinn leikmaður ársins hjá Helsingborg. Þess má geta að ekki ómerkari leikmaður en Henrik Larsson fékk þessi verðlaun í þrígang (1992, 2007, 2009). Síðustu tvö tímabil hefur Andri Rúnar skorað samtals 35 mörk í 49 leikjum í Pepsi-deildinni og sænsku B-deildinni. Og hann er tveimur gullskóm ríkari. Ekki amaleg uppskera hjá framherjanum öfluga. Góð helgi varð enn betri fyrir Andra Rúnar þegar hann var valinn í íslenska landsliðið í gær. Hann kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem er meiddur. Andri Rúnar hefur leikið tvo landsleiki, báða gegn Indónesíu í byrjun þessa árs, og skorað eitt mark. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Fyrsta tímabil Andra Rúnars Bjarnasonar í atvinnumennsku hefði vart getað gengið betur. Eftir 19 marka tímabilið með Grindavík í fyrra, þar sem Andri Rúnar jafnaði markametið í efstu deild og var valinn besti leikmaður hennar, gekk hann í raðir sænska B-deildarliðsins Helsingborg í vetur. Og Bolvíkingurinn sýndi með frammistöðu sinni á nýafstöðnu tímabili að hann er ekkert eins tímabils undur. Andri Rúnar skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Helsingborg á Varbergs BoIs í lokaumferð sænsku B-deildarinnar á laugardaginn. Helsingborg vann deildina og tryggði sér þar með sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Andri Rúnar skoraði alls 16 mörk í 27 leikjum í sænsku B-deildinni í ár og var markakóngur hennar. Hann gaf einnig sex stoðsendingar og kom þannig með beinum hætti að 22 af 59 mörkum Helsingborg í deildinni. Svo fór að Andri Rúnar var valinn leikmaður ársins hjá Helsingborg. Þess má geta að ekki ómerkari leikmaður en Henrik Larsson fékk þessi verðlaun í þrígang (1992, 2007, 2009). Síðustu tvö tímabil hefur Andri Rúnar skorað samtals 35 mörk í 49 leikjum í Pepsi-deildinni og sænsku B-deildinni. Og hann er tveimur gullskóm ríkari. Ekki amaleg uppskera hjá framherjanum öfluga. Góð helgi varð enn betri fyrir Andra Rúnar þegar hann var valinn í íslenska landsliðið í gær. Hann kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Jóhann Berg Guðmundsson sem er meiddur. Andri Rúnar hefur leikið tvo landsleiki, báða gegn Indónesíu í byrjun þessa árs, og skorað eitt mark.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira