Sjöunda deildarmark Alfreðs var ekki nóg til að skila stigi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð hefur verið frábær fyrir Augsburg
Alfreð hefur verið frábær fyrir Augsburg vísir/getty
Mark Alfreðs Finnbogasonar dugði ekki fyrir Augsburg sem tapaði fyrir Hoffenheim í þýsku Bundesligunni í fótbolta.

Eftir markalausan hálfleik kom Andreij Kramaric Hoffenheim yfir með lágu skoti upp við stöngina á 65. mínútu.

Það tók íslenska landsliðsframherjann aðeins fimm mínútur að jafna metin með góðu skoti yfir markmanninn. Alfreð var svo hársbreidd frá því að koma Augsburg yfir skömmu síðar en skot hans var vel varið af Oliver Baumann.

Reiss Nelson stal sigrinum fyrir heimamenn á 83. mínútu þegar hann var fyrstur að átta sig í teignum eftir að skot Kramaric var varið og setti frákastið í netið.

Augsburg náði ekki að svara aftur og varð að sætta sig við 2-1 tap. Alfreð fer inn í landsleikjahléið með sjö mörk í sex leikjum í Bundesligunni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira