Már Gunnarsson setti þrjú Íslandsmet á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug í gær.
Már fór mikinn á fyrsta keppnisdegi mótsins í gær þar sem hann setti þrjú Íslandsmet, öll í 200m greinum.
Hann setti Íslandsmet í 200m baksundi með því að synda á 2:27,48 mínútum, hann fór 200m fjórsund á 2:34,75 mínútum og síðasta metið setti hann í 200m skriðsundi þegar hann fór fyrsta sprett boðsundssveitar ÍRB á 2:13,67 mínútum.
Íþróttafélag fatlaðra og sundsamband Íslands vinna saman að mótinu og keppa keppendur úr röðum fatlaðra samsíða öðrum keppendum þrátt fyrir aðskildar verðlaunagreinar.

